Munum að yfirlýst markmið AGS er að hækka þetta hlutfall hjá skjólstæðingum sínum.

 

Lág dánartíðni barna er ekki ókeypis.

Hún kostar pening, pening sem AGS vill nota til að greiða skuldir útrásarvíkinga.  

 

Um allan heim er AGS að koma kreppu auðmanna og spilltra stjórnmálamanna yfir á almenning.  Með því að loka skólum, loka heilsugæslustöðvum, með því að stuðla að atvinnuleysi og fátækt.  

Afleyðingin er félagslegar hörmungar, og hækkuð dánartíðni hjá almenningi fórnarþjóða AGS.  Vegna  þess að AGS er ekki hjálparstofnun fyrir ríki í fjárhagserfiðleikum, AGS er kallað á vettvang þegar braskarar og spákaupmenn óttast um aura sína.  

Og aðstoð AGS felst í að borga þeim allt sitt á yfirverði.

 

Þessar staðreyndir skulum við hafa í huga þegar við svæfum börnin okkar á kvöldin.  

Það eru skrímsli í landinu sem vinna gegn framtíð og lífskjörum barna okkar.  

Þessi skrímsli eru ekki sagnaverur sem dveljast undir rúmi, þau eru af holdi og blóðin, og hafa heltekið sálu góðs fólks sem dvelur í stjórnarráðinu.

Hrekjum skrímslin úr landi og verjum þessa lágu dánartíðni barna sem við megum vera svo stolt af.  

Okkur ber skylda til þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Dánartíðni barna afar lág hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Sá tími nálgast óðum Ómar að þjóðin fer að spyrja sig alvarlegra spurninga s.s.

látum við það líðast að dánartíðni barna hækki?

Látum við það líðast að öryrkjar og aldraðir svelti?

Látum við það líðast að menntun barna okkar hraki?

Látum við það líðast að helsugæslan og sjúkrahúsin verði meira og minna lokuð?

Látum við það líðast að löggan haldi sig inni á stöð?

Látum við það líðast að unga fólkið okkar hafi ekki möguleika á að mennta sig?

Látum við það líðast að unga fólkið okkar eigi ekki kost á atvinnu?

Látum við það líðast að rafmagnið okkar verði "selt" til einkaaðila?

Látum við það líðast að heita vatnið okkar verði "selt" til einkaaðila?

Látum við það líðast að kalda vatnið okkar verði "selt" til einkaaðila?

Látum við það líðast að auðlindum hafsins verði úthlutað til útvaldra?

Látum við það líðast að allt vald í landinu verði í höndum vitsmunaskertrar stjórnmálastéttar?

Í sumar byrjar þjóðin að velta þessu fyrir sér.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.5.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Ég vona að þessi tími komi.  

En samt finnst mér sú breyting sem liggur í loftinu, og endar hjá Besta flokknum, vera af völdum fortíðaruppgjörs, ekki framtíðarógnar.  Ef Besti flokkurinn hefði sagt stakt orð af viti um þessar spurningar, þá hefði bylgjan ekki farið til hans.  Heldur væri hún bara þarna, snúandi hringi um sjálfa sig.  

Ég get ekki séð nokkrar undirtektir á bloggum þeirra sem ræða um ógnina.  Sjáum til dæmis gæðablogg Gunnars læknis, kíkti á það í gær, í fyrst sinn í um hálfan mánuð, og þar las ég góða pistla, en sá engar undirtektir.  Lúðvík Júlíusson hefur verið með góða pistla um gengisheimskuna, en hann er hættur í bili allavega, lítið lesið sem hann lagði til málanna.  Jón Lárusson hefur skrifað beinskeytta pistla gegn þeim forsendum sem fjármálakerfið er rekið eftir, hann spurði sig til hvers, þegar blogg um  fótboltaleik Á Englandi hlyti margfalt meiri athygli.  Jakobína hefur sent frá sér nokkra góða pistla síðustu daga en gamli lesendahópurinn er víðsfjarri. 

Fari ég hins vegar á Eyjuna eða Pressuna og les pistla eftir annaðhvort hugmyndafræðinga Helfarinnar, eða stuðningsmanna þeirra, þá sér maður lífið og fjörið.  Það segir mér að andstaðan við AGS er jaðarfyrirbrigði sem flokkast undir sérvisku.  En kraumið skynja ég vel, og fáheyrt klúður hjá Magma að eyðileggja svona fyrir fjórflokknum.  Ég held að mjög mörgum hafi endanlega ofboðið að heyra sömu orðaleppana eins og var 2007.  

Og viðbrögð fjórflokksins við þessu er stórfyndin, hann reynir að láta sem minnst á sér bera.  Hans eina kosningataktík er að vona að fólk heykist á að kjósa Gnarrinn þegar í kjörklefann er komið.  Hugsanlega er líka í bígerð einhver neðanbeltisárás síðustu daga kosningabaráttunnar, svona eins og þegar barnið öskraði fyrir utan Bessastaði og spurði "Ólafur, hvað hefur þú gert þjóð þinni með því að neita að samþykkja ICEsave".  Sú misnotkun á ungum börnum í fjölmiðlastétt hafði áhrif í svona 2-3 sólarhringa, og krafðist þess að ICEsave andstaðan kæmi inn í hverja frétt til að leiðrétta rangfærslur bretavina.

Eitthvað sama gæti gerst hérna.  Þess vegna er ég á vaktinni, og reyni að finna fréttir til að tengja mig við.   Átti von á kosningafréttum, en hef þurft að  láta mér heimskreppuna og eldgosið duga. 

Ef Besti flokkurinn tekur þetta, þá skal ég hlæja, og fer með bros á vor inní sumarið.  

Ef ekki, þá ætla ég samt að fara með bros á vor inní sumarið.  Og mæti svo í byltinguna ef einhver hefur rænu á að kaup sér lúður og blása til herhvatar.  

Vegna þess, eins og þú bendir réttilega á Arinbjörn, þá eru spurningar sem þarf að spyrja, og svara, áður en það verður of seint.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 16:50

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar

Ég hef líka tekið eftir þátttökuleysi margra í athugasemdakerfi blogga. Einkum og sér í lagi á moggablogginu. Fólk er þreytt á umræðunni og álítur þá sem eru á moggablogginu sérvitringa.  Áðan benti ég nokkrum vinnufélögum mínum á hlut AGS í því sem er að gerast. Á þeim var vantrúar svipur en samt var eins og eitthvað væri að renna upp fyrir þeim. Ég nefndi það einnig við þessa félaga mína sem margir hverjir eru helbláir að dauðastríð fjórflokksins væri hafið með framboði Jóns Gnarr. Það var skemmtilegt móment.

Það er ávalt fjör á eyjunni en þar vantar bloggara sem eru ólitaðir af flokkapólítík. Menn eins og mig og þig. Hvern ig sem fer í kosningum í vor mun ég líkt og þú brosa inn í sumarið. Tími uppgjörsins nálgast og núllstilling hagkerfa heimsins fer fram innan nokkura missera. Þá verður fjör.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.5.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn, ef þetta væri nú svo gott að vera bundið við Moggabloggið, þá væri nú einhver von um að klárinn muni hressast.

Vissulega er oft líf á Eyjunni, sérstaklega við fréttir sem fólk hefur skoðanir á.  Og það er oft líf hjá Agli.  Og þá er þetta upp talið, svona að mér sýnist.

En gallinn við bæði Eyjuna og Pressuna, er að þarna eru kerfismenn, að tjá kerfishugsun.  Og eiginlega allir fastir í hjólfari flokkaófærunnar.  Þú lest til dæmis frábæra gagnrýni á það sem miður hefur farið, og það sem mætti fara betur, en svo eru sömu hlutir í ágætu lagi, eða ill nauðsynlegir, vegna þess að núna eru það okkar menn sem stýra skútunni.  Harmleikur þessara viðhorfa koma svo sterkt fram hjá þeim gæðabloggurum, Láru Hönnu og Jennýu stórhippa, þvílík beinskeytni oft á tíðum, en síðan í kjölfarið er stuðningur við ICEsave og óráð AGS.  Það er stuðningur við stjórnarflokkana því þeir séu skárri en íhaldið.  Svona eins og var í gamla daga, þá áttu yfirvöld ekki að skipta sér af heimilisofbeldi ef það var framið á heimilum góðborgara.

En þeir sem reyna að sjá fram fyrir nef sitt þeir fá litla sem enga athygli, og á því er bara ein skýring, fólk er ekki að leita eftir slíkum skrifum.  Jafnvel aðilar innan stjórnarflokkana, sem koma með málefnalega gagnrýni á til dæmis skuldabölið, eins og til dæmis Benedikt ofurhugsuður og Samfylkingarhestur, hann náði engu baklandi með sínar hugsanir.  Þó eiga tugþúsundir manna í fjárhagslegum erfiðleikum, en samt, þeir sem koma með mótaðar rökstuddar tillögur um afnám skuldaþrældóms þeirra,  þeir eru algjörlega hundsaðir af elítunni, vegna þess að þeir ná ekki að ljá orðum sínum þunga fjöldans.   Af hverju er ekki alltaf fullt af dyrum hjá Marínó????  Það er hann sem hefur verið einn ötulastur að afhjúpa lygar og fals núverandi stjórnvalda gagnvart heimilunum.  

Svona má lengi telja, því miður.  

Ég kíki stundum á Eggin, þar er kannski hugmyndaheimur AGS andstöðunnar til húsa.  Og það hús þarf ekki að vera mjög stórt til að hýsa áhugasama um framtíð þjóðarinnar án skuldahlekkja hins alþjóðlega græðgiauðvalds.  

Venjulegur bjánabelgur á Eyjunni eða Pressunni sem styður núverandi hugmyndafræði, hann þyrfti líklega stærra hús.  Þó eru menn endalaust að éta eftir hvorum öðrum hugmyndir og aðferðarfræði sem er sannarlega gjaldþrota.  Og menn vitna vilt og galið í talsmenn  hins fallna fjármálakerfis, eins og AGS eða hrunhagfræðinganna, um að kreppan sé yfirstaðin og allt sé á uppleið.  Jafnvel 5 mínútum fyrir hrun Grikklands, þá var allt eitthvað svo bjart yfir evru og öllu. 

Það eina sem þurfti var að gefa í, selja auðlindir, ráðast í stórframkvæmdir, og ég veit ekki hvað.  Að heimskreppan væri ekki búin, það hvarflaði ekki að riddurum heimskunnar, sem tröllríða hinni opinberu umræðu.  Og þar er ekki við apakettina á Ruv eða öðrum fjölmiðlum að sakast, það erum við sem látum þá komast upp með sama bullið.

Svo komu menn ofan af fjöllum þegar Besti flokkurinn fékk alltí einu sitt ofurfylgi.  Ég skal viðurkenna að ég kom líka ofan af fjöllum, ég sá ekki orðið neina vitræna umræðu gegn ríkjandi ástandi.  Allir voru að spá í stærðina á þeim handjárnum sem löggan myndi læsa Sigga Einars í.  Og svo var veðmál í gangi hvenær sumars, á hvað grillhelgi yrði nýr tímamóta ICEsave samningur tilkynntur, líkt og Már tilkynnti að hann væri búinn að breyta innlendum verðbréfum í rúmlega 400 milljóna evru skuld.

Svo er bara Gnarrinn búinn að tækla borgina.  

Og ég endurtek þá fullyrðingu mína, að ef hann hefði reynt að segja eitt orð að viti um framtíðina, líkt og þú gerðir hér að ofan, þá hefðu allir geispað, og spurt hvort hann kynni einhvern annan.

Fólk er með öðrum orðum komið með fullkomið ofnæmi fyrir stjórnmálamönnum, en það heldur um leið að ekki séu neinir aðrir valkostir í boði aðrir en þeir sem Hrunverjar bjóða upp á. 

Þjóðin hefur með öðrum orðum verið rænd rænu sinni og vitund.  

Mín vonarglæta felst í því að það er miklu meira spunnið í Gnarrinn en flestir gera sér grein fyrir.  Og þessir krakkar sem eru með honum, eru hæfileikarík, og mannleg.  

Eitthvað sem hefur gufað upp í stjórnmálastéttinni.

Síðan er von mín að það fari að stað atburðarrás sem hreki óráð AGS úr landi.  Að unga fólkið í flokkunum, sem langar svo mikið til að verða ráðherrar, að það söðli um og marki sér stefnu með þjóðinni, gegn ráðum gamlingjanna sem klúðruðu öllu, og kunnu þau einu ráð að selja þjóð sína í þrældóm.

Ég sé ekki annan flöt hjá þessu fólki til að koma sér inn í umræðuna, annan en þann að veðja á skuldaleiðréttingu, sem síðan kallar á hörð viðbrögð AGS, og þá þarf að verjast þeim, og þá, og þá, fari færiband skynseminnar af stað.  

Að eitt leiði til annars, og smán saman náum við tökum á ástandinu án þess að stórum hluta þjóðarinnar verði kastað fyrir björg eins og gerðist í harðindunum um 960, þegar þrælum og sjúku fólki var umvörpum kastað í faðm AGS þess tíma.  

Eitt leiðir að öðrum, en það væri allt svo miklu fljótlegra ef þjóðin leiddi það ferli, í stað þess að láta afleiðingar af sigri Besta flokksins leiða sig áfram.  

Því þeim afleiðingum verður ekki stýrt, og þær geta orðið allt aðrar en minn draumur stendur til.

Það er eins gott að ég get sparkað bolta aftur eftir langt hlé.  Get eiginlega ekki kvartað á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 23:20

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Þú hefur rétt fyrir þér. Það væri gaman að fá þig á fésbók. Þar hafa nokkrum sinnum menn birt bloggin þín eða vísað í þau öllu heldur og ég ekki undanskilin. Þar fer oft fram ansi lífleg og skemmtileg umræða. Fésbók er öflugri en margur heldur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.5.2010 kl. 12:32

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arninbjörn.

Mér skilst að það sé fullt af góðu fólki á Feisinu að ræða málin.  Og það er vel.  

Ég á hins vegar lítið erindi þangað eftir að ég ákvað að fara í stríð, og vera verkur í rassi valdhafa.  Skæruliðataktík mín hæfir svona opnu fréttabloggi þar sem margir kíkja við fyrir forvitnissakir.  Fólkið sem er svona minna innvinklað í umræðuna.  

Sá sem stuðar mikið og ergir, er eiginlega ekki hæfur i virðuleg góðborgaraboð.  Alltaf hætta á að orðsporið eyðileggi fyrir hinni þörfu umræðu.  Þess vegna hætti ég eiginlega alveg að koma inn á aðrar síður en hjá nánasta ICEsave andstæðingaliðinu, taldi ekki bæði sleppt og haldið.  

En ég er ánægður ef þau skrif mín sem eru á alvarlegri nótunum (meina aðallega framsetninguna, auðvita er alltaf alvarlegur undirtónn á bak við stríðnina), fari víðar.   Ekkert nema gott um það að segja. 

Leiðir grasrótarinnar eru vissulega margar, og grasrótin fær heiti sitt af því að margir sinna henni, og allt er á jafnréttisgrunni, enginn fyrir neðan í virðingarstiganum.  Ég held að það sé líka mikilvægt fyrir grasrótina að hún finni að það er til fólk sem þorir að hjóla í hin viðteknu þrælaviðhorf burgeisana, og kemst upp með það.  

Þó þetta séu fræðingar, með milljón gráður, þá hafa þeir ekki rétt fyrir sér, ef grunnhugsunin er röng.

Og mín hilla er að vekja athygli á því.

Og drepa IcEsava/aGS drauginn.

Öll mín fljót renna að þeim ósi.  Líka Bestunin sem ég er að rifja upp þessa dagana.  

Fái ég 10 til að trúa að þau séu Best, auk þess að hjálpa til í vörninni gegn óhróðri fjórflokksins, þá er ég saddur, og finnst allt svona þjóna tilgangi.  

Veit að þið náið ekki síðri árangri á Fésbókinni.  

Við eigum eftir að upplifa einstakan viðburð næsta laugardag, það liggur eitthvað í loftinu.  

Einhver von, eitthvað uppgjör.

Og síðan verður það gleðilegt sumar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 25.5.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 364
  • Sl. sólarhring: 1900
  • Sl. viku: 3840
  • Frá upphafi: 1324926

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 3372
  • Gestir í dag: 326
  • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband