16.2.2010 | 15:12
Varðar fjárkúgun breta og Hollendinga við alþjóðlög um stríðsglæpi????
Svarið í dag er augljóslega nei, sá lagagrundvöllur sem Alþjóðastríðsglæpadómstóllin í Haag fer eftir miðast við stríð 20. aldar þar sem vopnuð átök og afleiðingar þeirra eru í brennidepli. En í greininni hér á eftir ætla ég að reifa þau álitamál sem málið varðar og sýna fram á samsvörun milli þess sem er bannað í dag, og þeirrar þvingunar sem bretar og Hollendingar hafa beitt íslensk stjórnvöld í ICEsave deilunni. Og ég mun færa rök fyrir því að það sé aðeins tímaspursmál hvenær lög um stríðsglæpi munu ná yfir þetta athæfi. Grein mín er engin fræðigrein en þetta efni þarf að ræðast, og þegar einn byrjar, þá mun vonandi hæfari fylgja í kjölfarið. Hún er löng og kaflaskipt og hugsuð fyrir áhugamenn um framtíð mannkyns. Vegna þess að ef athæfi bretanna er látið líðast, þá er stutt í næsta og næsta, og sagan kennir að loks kemur að næsta, sem endar í allsherjar átökum.
Því forsenda friðar er að hinn stóri komist ekki upp með að beita hinn smærri ólöglegri kúgun og ofbeldi. Framferði bretanna (Hollendingar eru Mini mini í þessu sambandi svo eftirleiðis nota ég aðeins bretar) varðar skýlaust við stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna um ranga hegðun þjóða, og hún er kæranleg til Öryggisráðsins. En kjarni hennar er samt miklu miklu alvarlegri. Og sá kjarni þarf öllum að vera ljós ef þjóðin ætlar að komast upprétt úr þessum átökum. Þess vegna tel ég mikilvægt að fólk íhugi hvað má og hvað má ekki í heiminum í dag.
Fyrst undirbyggi ég forsendur málsins og síðan mun ég fjalla um þá lagatexta sem þó eru til staðar í dag og eru forsendur ákæru á breskum ráðamönnum.
Þróun laga.
Eðli laga er að þróast að breyttum aðstæðum. Til dæmis er mjög fróðlegt að sjá hvernig textinn um bann við þrælahaldi hefur þróast frá því að hann var fyrst settur inn í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 1948 og hann er til dæmis í mannréttindaskrá ESB. Fyrst var aðeins talað um "slavery" og þá með vísan í þrælaverslun aldanna þar á undan. Síðan kemur orðið "servitude" eða ánauð, sem tekur meira á raunveruleika 20. aldar. Skuldaþrældómur myndi falla undir ánauð og er því ólöglegur, þó hann viðgengst ennþá í Asíu og víðar. Loks kom orðið "forced" í merkingunni þvingun inn í mannréttindayfirlýsingar, og nær til dæmis yfir mannsal og annan slíkan viðbjóð þar sem fólk er þvingað í vændi eða vinna launalítið í verksmiðjum eða á heimilum.
Næsta skrefið sem bann við þrælahald mun taka yfir eru verksmiðjur auðhringa eins og Nike, Disney eða fleiri Óberma sem keyra framleiðslu sína áfram í verksmiðjum þar sem verkafólk nýtur ekki lágmarks kjara og vinnuverndar. Ég spái því til dæmis að næstu Nurnberg réttarhöld verði yfir þessum Óbermum alþjóðavæðingarinnar og þeir verði látnir svara til saka fyrir mannvonsku sína og kúgun. Það verðu nefnilega aldrei friður í heiminum ef hinir ríku komast upp með þrælakúgun á hinum fátæku.
Annað dæmi um lagaþróun má lýsa í hnotskurn með dæmi um landhelgisdeilur Íslands og Bretlands. Þegar Íslendingar færa út í 4 mílurnar 1952 hafði gengið dómur hjá Alþjóðadómstónum í Haag þar sem réttur Norðmanna til að færa út fiskveiðilögsöguna sína í 4 mílur var viðurkenndur. Samt sem áður þá brugðust bretar harkalega við, en þróun alþjóðalaga var á móti þeim. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna í reynd 12 mílur árið 1956 og þó bretar sendi hingað herskip 1958, þá var þróun laganna ekki stöðvuð. Önnur Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkir 12 mílurnar árið 1960 og loks eru 200 mílurnar viðurkenndar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðannar árið 1982.
Þessi lagaþróun hefði ekki átt sér stað nema vegna þess að þjóðir sem áttu hagsmuna að gæta stóðu á rétti sínum og öfluðu sjónarmiðum sínum fylgis. Og alþjóðlög aðlöguðu sig að breyttum veruleika.
Eins mun það verða um lög um ólögmætar stríðsaðgerðir, þau munu taka á stríðum 21. aldar þar sem skriðdrekum og flugvélum er ekki beitt, heldur nútímavopnum eins og tölvuárásum, efnahagskúgunum, hótunum um hryðjuverk, bæði á efnahag eða mannvirkjum, samgöngum og öðru sem ofbeldismenn láta sér detta í hug. Og þegar slíkar aðgerðir varða líf og lífsafkomu heillar þjóða eða samfélaga, þá munu slíkar gjörðir falla undir stríðsglæpi.
Og einhver þarf að byrja að kæra.
Hvað má og hvað má ekki??
Hver er tilgangur laga um stríðsglæpi???
Hann er í stuttu máli sá að hindra glæpi gegn fólki á tilteknu landsvæði sem rekja má til stríðsaðgerða eða hindra að þjóðir séu kúgaðar með hótunum um beinar árásaraðgerðir. Og þessi lög eru í stöðugri þróun, því hægt er að drepa fólk á fleiri vegu en að skjóta það, eða eyðileggja eigur þess með sprengjuárásum. Hver er munurinn að senda sprengjur á varnarlaust landsvæði, eða loka fyrir aðdrætti þannig að fólk geti ekki bjargað sér???
Byrjuðu til dæmis stríðsglæpir nasista þegar þeir lokuðu fyrir aðdrætti inn í gyðingahverfi Varsjár, og fólk féll í hrönnum úr hungri og sjúkdómum, eða var það bara gasið sem var ólöglegt???? Þessari spurningu var svarað í Nurnberg réttarhöldunum, það var glæpsamlegt að loka fyrir aðdrætti. Minnir þetta ekki dálitið sem gerðist á Íslandi haustið 2008 þegar gjaldeyrisflutningar til landsins voru stöðvaðir að undirlagi breta. Þáverandi viðskiptaráðherra réttlæti ICEsave uppgjöfina haustið 2008 með tilvísun að lyfjainnflutningur til landsins hafi verið í hættu.
Áfram má spinna út frá þessu sjónarhorni, hver er munurinn á að drepa fólk beint eða óbeint? Mannfall í Íraksstríðinu er áætlað innan við 100 þúsund manns. En óbeint mannfall, vegna þess að innviðir samfélagsins voru eyðilagðir, er talið í hundruðum þúsunda. Er það bara glæpur að drepa börn þegar heimili þeirra eða skólar eru sprengdir í loft upp, en ekki þegar vatnsveitur eru eyðilagðar þannig að þau deyi af völdum sjúkdóma sem hljótast af menguðu og sýktu vatni??? Eða vegna þess að þau fá ekki lyf eða læknisþjónustu????
Er mannfallið í Hiroshima aðeins þeir sem féllu við sjálfa sprenginguna en ekki þeir sem dóu af völdum geislunar og brunasára????
Svarið við þessari spurningu er augljóst, auðvita er óbeint mannfall líka mannfall, og lög sem taka ekki á því, þau ná ekki yfir glæpinn. Þar að leiðir að aðgerðir sem valda hættu á óbeinu mannfalli, til dæmis að ræna skattpeningum fullvalda þjóðar, þannig að hún geti ekki sinnt nauðsynlegum samfélagsverkefnum eins og fullnægjandi heilsugæslu, eru stríðsglæpur, þó lögin ná ekki yfir það í dag.
Þá er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga að alþjóðalög þróast. Til dæmis þegar Pinochet lét drepa þúsundir manna eftir valdarán sitt 1973, þá náðu alþjóðlög ekki yfir gjörðir hans. En þau þróuðust þannig að hann var handtekinn í Bretlandi 1998 að kröfu spænsks saksóknara á grundvelli ákæra um að hafa drepið spænska ríkisborgara. Þannig náðu glæpir fortíðarinnar í skottið á einræðisherranum.
Svipað ferli er í gangi í Bretlandi í dag, þar sem Tony Blair er skrefi frá því að vera ákærður fyrir stríðsglæpi vegna Íraks stríðsins. Stríðið var ólöglegt því uppgefnar forsendur voru falsaðar, og hin tilhæfulausa eyðilegging á innviðum Íraks samfélags er skýrt dæmi um stríðsglæpi sem stríðsglæpadómstóllinn í Haag fjallar um og dæmir. Skýringuna á því að Blair gengur laus má orða með samanburðardæmi, ef hann væri svartur eða Serbi, þá sæti hann inni og biði dóms. Ennþá eru alþjóðlög það veik að það skiptir máli hver fremur glæpinn, en það er líka að breytast.
Af hverju eru gjörðir breta ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum í ICEsave deilunni???
Til að skilja það þá er nauðsynlegt að kynna sér stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna.
The United Nations Charter
- Article 1:
The Purposes of the United Nationsare:
1. To maintain international peace and security, and to that end: to take effective collective measures for the prevention and removal of threats to the peace, and for the suppression of acts of aggression or other breaches of the peace, and to bring about by peaceful means, and in conformity with the principles of justiceand international law, adjustment or settlement of international disputes or situations which might lead to a breach of the peace;
2. To develop friendly relations among nations based on respect for the principle of equal rightsand self-determination of peoples, and to take other appropriate measures to strengthen universal peace;
- Article 2, paragraph 4
All Members shall refrain in their international relations from the threat or use of force against the territorial integrity or political independence of any state, or in any other manner inconsistent with the Purposes of the United Nations.
- Article 33
The Security Councilshall, when it deems necessary, call upon the parties to settle their dispute by such means.
- Article 39
The Security Council shall determine the existence of any threat to the peace, breach of the peace, or act of aggression and shall make recommendations, or decide what measures shall be taken in accordance with Articles 41 and 42, to maintain or restore international peace and security.[6]"
Fjárkúgun breta er ólögleg því þeir fóru ekki réttarfarslegu leið EES samningsins við að fá kröfu sína löghelgaða. Þeir sögðu íslensku þjóðina skulda sér þessa peninga samkvæmt ákvæðum EES samningsins en framfylgdu strax kröfu sinni með skipulagðri aðför að íslenska ríkinu. Þar má nefna beitingu hryðjuverkalaganna, rógsherferð í fjölmiðlum, beita sér fyrir ólöglegri málsmeðferð innan Evrópusambandsins, beita sér fyrir stöðvun á gjaldeyrisflæði til Íslands, og hindra að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sinnti lögbundnu hlutverki sínu þegar hann skilyrti aðstoð sína við Ísland lausn ICEsave deilunnar, sem átti að vera einhliða á forsendum breta.
Ekkert af þessu getur fallið undir friðsamlega lausn deilumála sem ég feitletra hér að ofan. En hegðun þeirra fellur ótvírætt undir grein 39 um hlutverk Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í viðhaldi friðar í heiminum og koma í veg fyrir árásarhegðun ríkja. Framferði breta er því kæranlegt til Sameinuðu þjóðanna og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið gert strax haustið 2008. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að það skiptir ekki máli um gilda laga, hvort fleiri ríki styðji hina ólöglegu kúgun, til dæmis eru stríðsglæpir hina viljugu í Írak ekki réttlætanlegir vegna þess að margar þjóðir hafi lagt nafn sitt við stuðning stríðsaðgerða þar. Og ekki réttlætir það hina ólöglegu fangaflutninga og pyntingar CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum þó margar þjóðir hafi tekið þátt í athæfinu. Svo ég grípi til myndlíkingar, þá er nauðgun ekki minni glæpur þegar fleiri en einn fremja hana. Það telst ekki bretum til tekna að hafa talið fleiri þjóðum í trú um að aðstoða við kúgunina.
Annað hvort er um kúgun að ræða eða ekki. Og kúgun breta er augljós fyrst þeir leituðu ekki fyrst til ESA og EFTA dóminn með kröfu sína.
Hverjar eru forsendur Íslands að leita til stríðsglæpadómstólsins í Haag??
Svarið er mjög einfalt, það er umfang hinnar ólöglegu fjárkúgunar. Krafa þeirra með vöxtum nemur um 2/3 af þjóðarframleiðslu Íslands. Það kemur ekki efnisatriði málsins við þó hugsanlega komi eignir á móti til lækkunar. Það er því aðeins atriði í málinu ef ríkisábyrgðin hefði verið lækkuð sem því nemur. Það er til dæmis sjaldgæft að beinar stríðsaðgerðir valdi slíku tjóni. Og ef heimurinn léti slíkar kúganir viðgangast, þá yrði aðeins spurning um hvenær, ekki hvort þriðja heimsstyrjöld skylli á.
Finnst einhverjum líklegt að Bretland myndi sætta sig við að borga Arababandalaginu 1.786 milljarða dollara vegna þess að breskur pílagrímur hafi migið á Kabala steininn í pílagrímsferð til Mekka. Og til að fullnusta þessum dómi Sharia laga, þá myndi Arababandalagið setja olíusölubann á Bretland. Hvað yrði um heimsfriðinn þá??? Í þessu tilbúna dæmi verður að hafa í huga að það væri þó fótur fyrir kröfu vegna helgispjalla, en krafa breta á hendur íslensku þjóðinni á sér engar lagastoðir. Um það getur enginn deilt eftir að hafa lesið grein Alain Lipietz í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni, "Íslendingar skulda ekkert".
Í sambandi við heimsfriðinn verður að hafa í huga að þó smáþjóð geti ekki varið sig, þá getur stærri þjóð gert það, en ef svona kúgun stórþjóða líðst gagnvart örríki, þá er komið fordæmi sem gæti þýtt að næst yrði stærri þjóð fyrir kúguninni, og ef hún leitaði skjóls hjá annarri stórþjóð, þá eru komnar átakalínur sem eru mjög svipaðar þeim átakalínum sem voru undanfari bæði fyrri og seinni stórstyrjaldar 20. aldarinnar. Og það má ekki gleyma af hverju Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar, það var til að hindra að hörmungar seinna stríðs myndu endurtaka sig.
Líka verðu að hafa í huga hugsanlegar afleiðingar af svona gríðarlegri fjárkúgun gagnvart því ríki sem verður fyrir henni. Hún er beint tilræði við fullveldi hennar. Og slíkt er bannað í alþjóðlögum. Og jafnvel þó ríki stæðist hana, þá yrðu afleiðingarnar alltaf alvarlegar fyrir almenning viðkomandi ríkis. Afleiðingar sem eru ígildi stríðsglæpa, því þær myndu valda ótímabæru andláti fólks, á einn eða annan veg. Því lífslíkur kosta, heilsugæsla kostar, og þú notar ekki sömu krónuna í að greiða fjárkúgun og í rekstur velferðarkerfisins.
Þess vegna er framferði breskra ráðamanna ígildi stríðsglæpa.
Hvað segja núverandi lög um Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna???
Margt og mikið en þessi atriði eiga beint við framferði breta.
"Article 5
Crimes within the jurisdiction of the Court
1. The jurisdiction of the Court shall be limited to the most serious crimes of concern to the international community as a whole. The Court has jurisdiction in accordance with this Statute with respect to the following crimes:
(d) The crime of aggression.
Article 8
War crimes
(iv) Extensive destruction and appropriation of property, not justified by military necessity and carried out unlawfully and wantonly;"
Orðið aggression er þýtt í orðabók sem
1. Árás að fyrra bragði, frumkvæði að deilu eða ófriði.
2. Árásargirni.
Laglega á eftir að skilgreina þetta orð á fullnægjandi hátt svo það sé tækt til dóms hjá dómstólnum, og á sú endurskoðun að vera lokið í maí 2010. Það er augljóst að framferði breta flokkast undir árás og hvort hin nýja skilgreining sem verður tilbúin í maí, taki á efnahagsárásum veit ég ekki. En þó er ljóst að einhver þjóð setur hnefann í borðið og krefst þess að slík hegðun sé ekki liðin, þá verður að fjalla um þá kröfu.
Til hliðsjónar er gott að hafa í huga skilgreiningu Britannicu á efnahagsstríði og setja þá skilgreiningu í samhengi við það markmið Sameinuðu þjóðanna að viðhalda frið og stöðugleika í heiminum. Það markmið er vonlaust ef lögin fjalla aðeins um úrelta hluti, eða ná aðeins yfir hluta vandans.
"Economic warfare
the use of, or the threat to use, economic means against a country in order to weaken its economy and thereby reduce its political and military power. Economic warfare also includes the use of economic means to compel an adversary to change its policies or behaviour or to undermine its ability to conduct normal relations with other countries. Some common means of economic warfare are trade embargoes, boycotts, sanctions, tariffdiscrimination, the freezing of capital assets, the suspension of aid, the prohibition of investmentand other capital flows, and expropriation."
Loks tók ég með dæmi úr lögum um stríðsglæpi sem fjalla um eyðileggingu eigna. Skatttekjur ríkis eru eign þess. Að sölsa þær undir sig með ólöglegri fjárkúgun er eyðilegging á þeirri eign. Og að krefja handveðs í öðrum eignum fullvalda ríkis, eins og var gert í Svavarssamningnum, það er líka ákveðin leið til að eyðileggja eigur annars ríkis. Vissulega er fjallað um það þegar eigur eru eyðilagðar með sprengjum, en það er með þetta eins og það að drepa mann, þú mátt það ekki þó þú finnir leið til þess sem er ekki nákvæmlega bönnuð í lögum. Andi laganna segir að manndráp varði við lög. Það sama gildir hér að framan. Það er bannað að eyðileggja eigur i öðru landi, jafnvel þó þú finnir til þess leið sem núverandi lagatexti sá ekki fyrir.
Það gilda lög í hinum siðmenntaða heimi. Og sumt er algjörlega bannað, jafnvel þó hvítir engilsaxar eigi í hlut. Þeir eru ekki lengur hafnir yfir lögin, þá svo hafi einhvern tímann verið.
Lokaorð.
Þessi pistill minn er hugleiðing um dauðans alvöru, því ef bretar komast upp með kúgun sína, þá mun það þýða margt slæmt fyrir þessa þjóð, hvort sem við komust ósködduð í gegnum hana eður ei. En málið er miklu stærra í sniðum, því glæpur gegn einni þjóð, er glæpur gegn öllum. Það er grunhugsun núverandi heimsmyndar sem á að tryggja frið og stöðugleika í heiminum.
Það er ótrúlegt að stjórnvöld hafi ekki gripið til þeirra varnaraðgerða sem lög, bæði innlend og alþjóðlög bjóða upp á. Aðeins lítilmenni tala um pólitíska lausn á kostna lífs og lima samborgara sinna. Bara sú skerðing sem þegar hefur átt sér stað í heilbrigðiskerfinu, og er rétt bara byrjunin, á að vara menn við hvar þeirra takmörk liggja að hundsa lög og reglu. Svo er heimsfriðurinn mál sem varðar okkur öll, enginn er eyland í dag.
Sambærilegan pistil má skrifa um breska löggjöf, og þau brot sem breskir ráðamenn hafa framið og varða við þarlenda löggjöf. Má þar nefna brot á lögum um fjárkúgun, brot á lögum um meiðyrði (Iceland is bankrupt) og ólöglega beitingu hryðjuverkalaga. Einnig eiga hluthafar Landsbankans kröfurétt á hendur breska ríkinu vegna ólöglegrar aðfara að Herbal bankanum, sem var sjálfsagt einn af örfáum bönkum í Bretlandi sem átti fyrir skuldum. Þjóð sem er með þrjár lagadeildir, ætti að eiga lögfræðinga sem gætu gert slíka greinargerð.
Einnig má benda á að framferði breta er brot á stofnsamþykkt Nató, og þar átti strax að halda uppi vörnum. Að ekki sé minnst á brot á lögum Evrópusambandsins og samþykktum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Með öðrum orðum, varnirnar eru út um allt. En þeim var ekki sinnt. Og það eitt er glæpur gegn þjóðinni. Á einhverjum tímapunkti verður fólk að skilja að ICEsave deilan snýst ekki um krónur og aura, vexti eða vaxtavexti. Hún snýst um reisn og virðingu þjóðarinnar. Þjóð sem glatar slíku, á sér ekki viðreisnar von. Hún missir sjálfstæði sitt.
Baráttan til að vernda fullveldi þjóðarinnar er grunnkjarni ICEsave deilunnar. Og siðferðislegi glæpur hennar er sá að íslenskir stjórnmálamen ætla að semja um lausn hennar með skatti til breta. Á sama tíma geta þeir ekki sinnt lágmarks þjónustu við til dæmis geðsjúka. Og skortur á henni verður fljótlega talinn í mannslífum.
Aðeins siðleysingjar semja um pening sem þeir eiga ekki, og taka hann frá þeim sem þurfa virkilega á honum að halda, þannig að jafnvel sé um líf að tefla. Svo ég vitni í fræg orð og hafi þau sem mín lokaorð.
Svona gera menn ekki.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Mikill er pistill þinn, en ég segi eins og þú hefur áður sagt: "Til hvers að gera einfalt mál flókið?"
Fólki verður um og ó við að sjá langlokuna, þó hún sé fín. Þess vegna segi ég þetta bara á einfaldan hátt:
Við -almenningur þessa lands- borgum ekki einka-skuldir einka-vina-væddra fjár-glæpamanna og stór-þjófa, sem enn fá að valsa um og grassera í öllu valdakerfi stjórnvalda. Þetta er svo einfalt og þetta hljóta því allir að skilja. Við segjum því NEI og aftur NEI og upp í 100% NEI!
En þar sem 1% eru siðblindingjar, verð ég víst að sætta mig við 99% NEI!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:38
Blessaður Pétur.
"París er einnar messu virði" sagði Hinrik af Navarra og tók formlega kaþólska trú. ICEsave andstaðan er það líka.
Í ágústlok 2009 voru allflestir andstæðingar Svavarssmánarinnar mjög kátir með það frumvarp fyrirvaranna sem Alþingi samþykkti svo 2. september. Enda var það ólíkt skárra og ekki hægt að kenna það við smán.
Þó kom nöldur úr horni og í lok ágúst skrifaði ég þrjá pistla, sem ég ætla að linka hér að neðan. Gott að hafa þá tiltæka í núinu í stað þess að rifja upp hvar þeir eru niður komnir. En sá fyrsti var um hvað siðuð manneskja má og hvað ekki. Það er ef hún vill ekki standa mikið í jarðarförum á sínum nánustu. Annar var um að ótakmörkuð ríkisábyrgð sé ekki leyfileg undir neinum kringumstæðum því í sinni ýktustu mynd getur hún rústað samfélögum og gert út um fullveldi þjóða. Sá þriðji var um kjarna ICEsave deilunnar, það er ekkert val í henni. Hún er ólögleg og í réttarríkjum þá gilda lög.
Pétur, þetta voru grunnpistlar þar sem ég tók saman hugsun og rök sem höfðu dúkkað upp hjá mér hér og þar, en ekki sett saman áður á heildstæðan hátt í tiltölulega stuttar greinar. Og í stuttu máli þá voru þær ekki lesnar. Líklegast vegna þess að fólk var ekki að hugsa á þessum nótum. Við vorum ekki mörg sem voru 100% á móti ICEsave þá, flest vildu sættast á nauðungina undir merkjum manneskjulegra samninga. Í dag eru mjög margir 100%, enda á að stofna samtök þar um. Ef margir hefðu verið 100%, lagt á sig eina messu, þá hefðu ríkisstjórnin ekki lagt í þau svik sem síðan strönduðu aðeins á einum manni, Ólafi Ragnari. Tæpara gat það ekki verið.
En ég ætla að hrósa mér Pétur, að segja að ég hafi verið framsýnn, svik koma ekki til greina, og lög þarf að virða. Hver getur deilt um það eftir Jón Steinar, Sigurð og Lipietz. Og þú orðar það ágætlega hér að ofan.
En hver segir að við fáum að greiða atkvæði???? Hver segir að lygarnar um þjóðina verði leiðréttar. Að Íslendingar séu hópur dusilmenna sem heykist á að standa við lögmætar skuldbindingar sínar????
Pétur, það komur fyrir nokkrum árum tveir ungir menn til landsins til að segja sögu sína. Þeim hafði þá verið nýsleppt úr fangabúðum með hryðjuverkstimpil á enninu. Sagt að ef þeir bæru smán sína í hljóði og gerðust auðmjúkir borgar, þá endurheimtu þeir kannski æru sína. En þessi ráð virtra, örugglega vel meinandi manna, en manna sem höfðu framið svívirðileg lögbrot, virtu þessir ungu menn að vettugi. Þeir tóku upp baráttu fyrir að nafn þeirra yrði hreinsað en hinir raunverulegu glæpamenn fengju smánarstimpilinn. Til þess nýttu þeir fjölmiðla, þar sögðu þeir frá ólöglegum handtökum. pyntingum, ólöglegri fangavist í helvíti, og loks því að þeim var sleppt án þess að fá ekki einu sinni afsökunarbeiðni um að hafa þurft að þola þessa fangvist alsaklausir. Þeirra eini glæpur var að vera á röngum stað á röngum tíma. Og þeir réðust gegn virtum stjórnvöldum, gegn virtum mönnum, og sögðu; það gilda lög í landinu, það gilda lög í heiminum; og þið eruð engu betri en þeir hryðjuverkamenn sem þið berjist við.
Þessum ungu mönnum vöru dæmdar bætur, og sú umræða sem þeir vöktu, varð til þess að kastljósið beindist í æ ríkara mæli að skítuga stríðinu, og þeirri lögleysu sem þar viðgengst. Og smán saman byrjaði kvörn réttlætisins að mala, og malar enn, margur sem var virtur, er núna orðinn skítugur, og margir hafa misst æru sína, og hafa jafnvel verið lögsóttir.
Vegna þess Pétur, að lög eru lög, og þau gilda í réttarríkjum, alvega sama hvað virtir menn í jakkafötum reyna að telja fólki í trú um að þeir séu hafnir yfir lögin.
En ef enginn hefur rænu til að benda á það, þá þrífast skúmskot hinna siðblindu jakkafataskjalatöskukalla sem telja sig geta gert það sem þeim sýnist í skjóli valda og áhrifa. Því forsenda allra lögbrota og kúgunar er aðeins ein, að sá sem brotið er á, eða sá sem er kúgaður, að hann sætti sig við það í þögn og þolgæði. En það er ekki nóg að vera reiður og öskra, það þarf líka að nýta þau tæki og þær varnir sem eru tiltækar.
Í því ljósi verður langloka mín að skoðast Pétur. Hún er ekki hugsuð sem skemmtilesning, heldur fyrsta tilraun til að kveikja hugsun sem gæti orðið með tíma og þróun, tæki sem nýttist, ef "hvað ef" gerist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2010 kl. 09:11
Og hér eru pistlarnir þrír.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/933892/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938408/
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/938458/
Ómar Geirsson, 17.2.2010 kl. 09:14
Sæll Ómar
Nú hef ég lesið gaumgæfilega pistla þína þrjá og aftur pistilinn sem ég kallaði langloku. Nú skil ég miklu betur af hverju þú þarft að hafa mál þitt nokkuð langt. Og öll mín hugsun meðtekur vel og samsinnir röksemdafærslum þínum. Málatilbúnaður þinn allur er "par excellence" að mínum dómi, en ég er reyndar ekki löglærður maður, en við skulum þá alltaf muna að það eru nú bara menn sem semja lög og það eru líka bara menn sem dæma. Engir guðir eru þar á ferð, né koma þar við sögu. Lög eru ekki einkamál valda-herra og taglhnýtinga þeirra.
Allt snýst þetta um sam-mannlega þrá eftir réttlæti og sanngirni til að við getum búið í friði og sátt hér á jörðinni. Og þar er enginn eyland, hvorki sem einstaklingur né þjóð eða þjóða-bandalög. Í víðfeðmum leiðangri þínum Ómar, er leiðarstef þitt kristaltært og siðferðilega hárrétt og öllum augljóst: "Lögleysa og kúgun eru aldrei valkostur fyrir siðmenntað fólk". Og þar er enginn eyland.
Lögleysa og kúgun er það sem allt siðmenntað fólk á að berjast gegn. Það vita allir, nema siðblindingjar og þeir sem í hugsana-leysi sínu og andvara-leysi "nenna ekki" að berjast gegn lögleysunni og siðblindu kúgunarinnar. Mikil er skömm slíkra manna í með-sekt þeirra með siðblindingjunum. Er nema von að við á þessu landi okkar, spyrjum þá um sjálfan tilverurétt valdastofnana íslenska ríkisins. Við erum að spyrja um sjálfar forsendur réttar-ríkisins.
Við erum í rauninni að spyrja hvað valdi því að valda-herrar þessa lands "nenni ekki" að tala máli okkar út á við. En enginn er eyland. Að utan hefur okkur borist hver hjálpar-sendingin á fætur annarri. Frá erlendum sérfræðingum sem bara vilja tala máli sannleikans út frá réttlæti og sanngirni. En ráðamenn hér "nenna ekki" að hlusta, eða setja upp úrtölu- og fýlusvip í sjálfhygli sinni og sérgæsku. Hverra erinda ganga eiginlega íslenskir ráðamenn? Eru þeir bara klíkumenn sinna eigin snar-blindu stundar-hagsmuna og valda-græðgis-bríma? Alla vega ganga þeir ekki erinda íslenskrar þjóðar og heldur ekki almennings hinna sameinuðu þjóða. Fyrir því hefur þú Ómar fært góð rök og gild.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:07
Sæll aftur Ómar
Bara að bæta einu við. Þakka þér hjartanlega fyrir þín frábæru og víðfeðmu skrif. Vona að sem flestir gefi sér smá tíma að lesa "link" pistlana þrjá og þann hér að ofan. Þeir opna okkur leið til hins stóra sjónarhorns Icesave málsins. Og þá sést enn betur hversu augljóst það er að við, almenningur þessa lands, krefjumst þess fyrir hönd almennings allra landa að hafna lögleysunni og kúguninni. Við segjum NEI! og aftur NEI! og 99% NEI! (1% eru víst siðblindingjar).
Mbkv. Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:28
Enn á aftur sæll Ómar. Datt í hug að senda þér ljóð eftir Nazim Hikmet, sem ég þýddi um daginn. Í mínum huga fjallar ljóðið um þá sem dansa staur-blindir með valdherrunum og taka aldrei afstöðu með einu né neinu. Þannig menn eru skelfilegir og kannski sekastir af öllum, sjálfir hugsana-lausu meðreiðarsveinar lögleysunnar og kúgunarinnar.
Mesta furðuverkið á jörðinni
Þú ert eins og sporðdreki, bróðir,
lifir í þínu huglausa myrkri
eins og sporðdreki.
Þú ert eins og spörfugl, bróðir,
alltaf á sífelldu flökti.
Þú ert eins og skeldýr, bróðir,
lokaður í skelinni, sjálfum þér sæll.
Þú ert skelfilegur, bróðir,
eins og munnur gígsins, útbrunninn.
Ekki einn,
ekki fimm,
því miður, þú ert einn af milljónum.
Þú ert eins og sauður, bróðir,
flykkist í hjörðina,
þegar smalinn hóar ykkur saman
og hleypur fagnandi, jarmandi stoltur,
beinustu leið til slátrunar.
Þú hlýtur að skilja orð mín.
Þú ert mesta furðuverkið á jörðinni,
meira að segja furðulegri en fiskurinn
sem sér ekki hafið fyrir dropunum.
Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.
Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan
sækja okkur heim
og við erum kramdir í spað,
eins og berin í víni okkar,
er það vegna þín, bróðir.
Ég get varla fengið mig til að segja það,
en mestu sökina – kæri bróðir - átt þú.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 20:38
Takk fyrir sendinguna Pétur. Hafði mikla ánægju af.
Og þetta er raunar kjarni málsins. Og hann má líka útvíkka, því raun er ábyrgð þeirra sem sjá þörfina á breytingum, eða hreinlega upplifa kúgun eða rangindi, hún er meiri ef þeir bregðast við á þann hátt að andóf þeirra styrkir kerfið í sessi.
Írarnir í gegnum aldirnar voru heiðursmenn, og kjarkmenn. Þess vegna mynduðu þeir alltaf hópa, og réðust að breska hernum, helst á berangri, og létu alltaf vita með fyrirvara hvenær uppreisnarherinn mætti á svæðið. Og þeir töpuðu alltaf, í hvert skipti þá juku Bretar kúgunina.
Víetnamar, fóru fyrst í skóla hjá Frökkum (Saint-Cyr) og lærðu hefðbundna herfræði. Síðan fóru þeir heim og skoðuðu aðstæður, og nýttu sér á þann hátt að þeir gjörsigruðu Frakkana, og hröktu síðan öflugasta herveldi mannkynssögunnar úr landi líka, þó það tæki aðeins lengri tíma.
En þeir gerðu það sem þurfti að gera.
Í dag þá beinist orka fólks að rífast við gamla kerfið, en ekki til að rífa það niður, heldur til að hafa eitthvað til að agnúast út í. Og þó það sé á fullu við að fjölfalda sig, þá kemst það upp með það því öll orka andófsins fer í að eltast við það liðna. Og daginn sem þrír fallnir menn (voru það ekki þrír stórir hjá Enro???) verða hengdir, þá finnst fólki réttlætinu vera fullnægt, hristir hlekkina sína og fer að grafa þá skurði sem hið endurreista auðvald segir því að grafa.
Þetta finnst mér eiginlega vera meiri synd en athæfi meðreiðarsveinana. Það er ótrúlegt að það skuli vera hægt að stjórna andófinu með skipulöguðum leka á spillingarfréttum. Eins og fólk hafi fyrst tekið eftir henni núna eftir Hrunið. Það eina sem ég held að sé uppljóstrun, er sú auma staðreynd að Bjöggarnir slógu lán fyrir Landsbankanum, allt hitt blasti við öllum sem ekki notuðu blinda augað í bæjarferðum sínum. Og svo komast menn eins og Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson og Gylfi Magnússon upp með það splundra allri gagnrýni á AGS og ICEsave því þeir kunna að gæða orðum sínum lífi spillingarumræðunnar.
En vonandi fer einhver á myndina um Mandela til að læra hvernig sannleikurinn jarðar kerfi kúgunar. Bara ef andófinu hefði borið gæfa til fyrst eftir Hrunið, þegar meira að segja Hrunastjórnendur, og helstu dansararnir skömmuðust sín fyrir gjörðir sínar, að krefjast sannleiks og sáttarnefndar. Þá vissum við allt um Tortólur, eða skipulögð skattsvik bankanna í gegnum Lúxemborg, og sjáum þá meðal annars hvert hin meinta hagræðing í sjávarútveginum fór. Og við vissum hvaða brögðum lögfræðingar og endurskoðendur beittu til að láta allt líta trúverðugt út.
Það hefði tekið kerfið langan tíma til að ná aftur vopnum sínum. Og uppklapparar AGS öllu trausti rúnir, og því hefði sú ógnarstofnun aldrei hingað komið. Og ég þyrfti ekki að standa í þessu bloggi, svo eitthvað sé nefnt sem betur hefði farið.
En hvað um það, þar sem ég er byrjaður á enn einni langlokunni, svona að gefnu tilefni eftir ljóðalesturinn, þá vildi ég aðeins geta þess, að allfæstir spá í siðfræðinni á bak við svona skrifum. En ég hélt að fleiri væru taktískir.
Það sem ég sagði í þessum pistli mínum hér að ofan, í aðeins fræðilegri búning, myndu menn eins og Emmanuel Ludot verjandi Saddams Hussein, svo ég nefni einhvern slagsmálahund með réttlætiskennd, hafa líf og yndi að flytja í heimspressunni. Og þetta er ekkert rugl, Michael Hudson kom inná þessa hugsun með kúgun fjármálkerfisins á varnarlausum þjóðum, og þar liti almenningur með von í brjósti til Íslands, hvort þjóðin hefði virkilega kjark til að standa í hárunum á Óbermunum. Það er þannig að óvinir okkar, þeir eiga svo marga óvini, og það er blóðug barátta í gangi, þó hún sé ennþá háð með orðum.
Og okkar mál er svo sérstakt að í ICEsave deilunni hafa fórnlömb fjárskrímslanna lögin sín megin.
Og eftir þá orrahríð þá myndi skapast ef heimsþekktur lögfræðingur flytti mál okkar í Haag, hvort sem það væri fyrir sjálfum dómnum, eða í fjölmiðlum þar, þá myndi enginn komast upp með í það í heimspressunni að segja fjárkröfur bretanna væru löglegar, og íslenska þjóðin stæði ekki við skuldbindingar sínar.
Þetta er svo augljós taktík, hún hefur svo víða verið notuð hjá smáfuglunum, að fá alvöru fólk (sem fær athygli) til að flytja mál sitt gegn ólöglegri kúgun. Daginn sem fórnarlömb ofbeldismanna hætta að óttast þá, eða bera virðingu fyrir þeim sökum status þeirra eða áhrifa, þá eru ofbeldismennirnir búnir að vera.
Þetta var megin hugsun mín með þessum pistli mínum, að leggja fyrstu drög að skriðdreka sem getur valtað yfir skotgrafir óvinarins. Svo er það undir herforingjunum hvernig þeir nýta sér hann. Stalín sendi sinn skriðdrekasérfræðing í fangabúðir, var farinn að hafa áhyggjur af stríði, og sparði því byssukúlur á minni kalla. Og Zukov var fljótur að senda eftir honum eftir að Stalín gerði í buxurnar eftir að hann heyrði óminn af þýsku skriðdrekunum sem voru komnir að útjaðri Moskvu. Þá fengu herforingjarnir vald til að gera það sem þurfti að gera til að reka óvininn af höndum sér.
Og þar kem ég aftur að hinu sígilda stefi árangurs, þrautreynt í árþúsunda basli mannsins, það þarf að gera það sem þarf að gera, ekki hvað menn vilja gera eða telja að þyrfti, eða bara eitthvað, það þarf að gera það sem þarf að gera.
Hin dýpri rök þeirrar baráttu sem þarf að há fyrir tilvist mannsins, þau eru aðeins kryddið sem gera þessa leiðinda baráttu lystuga. En það les enginn svoleiðis fyrir utan örfáa sérvitringa. Og sumir af þeim eru ljóðaunnendur.
Og það er ekki amalegt krydd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2010 kl. 22:59
Sæll enn á ný Ómar
Nú boðar Arinbjörn Kúld til byltingar. Mig grunar að svo verði um fleiri. Það liggur eitthvað magnað í loftinu. Þetta er ekki lengur þolandi. Ég held að það sé van-geta, kannski vilja-leysi, stjórnvalda gagnvart spillingunni sem umlykur "endurreisn" fjármálakerfisins, sem sé kornið sem fyllir mælinn.
Það sýður upp úr, nú í annað sinnið og þá þarf alvöru uppstokkun og töku 2 á gumsið, ekki sýndar-mennsku skissu-bleðilinn sem hefur verið kallað "endurreisn" (sem minnir mig helst á frelsaðar afturbatapíkur, svo maður setji smá grínaktukt krydd á þetta orð "endurreisn").
Sú "endurreisn" hefur einna helst farið fram undir götóttum pils-gopa Jóhönnu, en þar leynist aragrúi af púkum, sem sannaðu til Ómar, krossa sig allir í bak og fyrir innan nokkurra vikna, jafnvel nokkurra daga, og segjast alltaf hafa verið heilagir menn og varað við hinu og þessu og þeir verða farnir að vitna í öllum sínum fjölmiðlum fyrr en varir og þeir munu berja sér á brjóst eins og "lifsandinn höktir um nasir" þeirra og að þeir hafi alltaf sagt það sama og menn eins og Ómar Geirsson, alla vega meint það svona innra með sjálfum sér! Sannaðu til! Svoleiðis er hátterni tækifærissinna og afturbatapíka.
En við vitum að þeir hafa hingað til stein-þagað og bara otað sínum valda-gíruga tota í huglausu og innhverfu flökti sínu. Og margir hafa hlaupið "fagnandi, jarmandi stoltir" í gönuhlaupi sínu með "hjörðinni" þegar "smalinn" hóar þeim saman, kannski á þingi til atkvæðagreiðslu 30. des. 2009? Æi, hvað á að gera við svona ræfla og dusilmenni?
Þú hefur alla vega undirbyggt vel allan primus motor þinna skriðdreka og væntanlegra fallbyssuskota.
Og það tilheyrir stemningu bardagamanna að krydda og skreyta eilítið fallbyssurnar og skriðdrekana.
Kveðja til baka
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 00:19
Já og auðvitað þarf allar "kamerur" heimsins.
Og þær koma sannarlega ekki til að fylgjast með rauna-tuldri Jóhönnu og Steingríms, né heldur BB og SDG.
Nei, til þess þarf logandi bálkesti, því þeir eru svo myndrænir og skapa fallega skugga á reið andlit hinna smánuðu og hæddu, alls almenning landsins, tákn allra hinna smánuðu, hæddu og reiðu í heiminum. Ég skil þig alveg fullkomlega Ómar, þó ég sé reyndar ekki eins taktískur og þú, en í staðinn er ég bara aðeins lýrískari:)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 00:41
Sæll Ómar
Ég sé að þú ert allur að eflast í skrifunum. þetta er skemmtilegur vinkill sem þú tekur á málið hér og samsvarar í raun tilfinningunni sem ég fékk eftir bankahrun. Þ.a. að ísland hefði orðið fyrir árás.
Þetta stríð er á "intellectuella" planinu og verð ég að játa að á því sviði tel ég ráðamenn þjóðarinnar ekki vel vopnaða.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2010 kl. 00:58
Takk Jakobína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.2.2010 kl. 13:18
Blessaður Pétur.
Það er satt, maður á ekki að röfla um taktík á byltingartímum. Þjóðin væri ríkari ef hún ætti nokkra Arinbirni líka. Réttsýni og heiðarleiki eru eiginleikar sem gætu gefið þjóð okkar von.
Hvað dýpri rök tilverunnar varðar, fyrir áhugamenn um Ekki jarðarfarir barna sinna, þá langar mig að bæta við einum lykilþætti við þessa setningu þína.
Ég held að þetta sé forsenda Ekki jarðarfara afkomenda okkar. Mér finnst einhvern veginn að við séum farin að upplifa goðsagnirnar um Ragnarök, eða heimsendi. Ekki það að guðir okkar séu að framkvæma slíkt, veit ekki alveg um þeirra líf fyrir utan hugmyndaheim manneskjunnar. En tækni okkar við átakalausnir, er komin á slíkt stig, að við þurfum enga guði til að aðstoða okkur við gjöreyðinguna.
Og aðeins bylting mannsandans gæti breytt þeim ferlum sem enda allir á einum punkti, punktinum þar sem ekki er annað tækifæri til að gera betur, eða reyna betur.
Ég hef stundum slegið því fram, í hóflegri alvöru, en með miklum undirtón, að frásagnir Nýja Testamentisins um kenningar Meistarans frá Nazaret, hafi verið forskrift af þeirri byltingu sem mannsandinn þarf lífsnauðsynlega að framkvæma á næstu 2-3 áratugum eða svo, ef ekki á illa að fara. Og ég er ekki að tala um trú eða annað slíkt, það er alltaf einkamál fólks á hvað það trúir.
En við þurfum nýjan hugsunarhátt, ef við ætlum ekki að láta eyðileggingarmátt tregðunnar sigra, sigra okkur öll, sigra framtíð barna okkar. Og þessi hugsunarháttur er það byltingarkenndur, að núna tæplega 2.000 árum eftir að kenningarnar voru skráðar á blað, þá hafa þær ekki ennþá breytt nógu miklu til að líkur séu á að byltingin takist. Þó hafa þær haft ómæld áhrif á sögu mannsandans, svo mörg villimennskan hefur þurft að víkja úr mannlegri hegðun vegna hugmyndafræðilegra áhrifa þeirra.
En dugar þessi aðlögunartími????
Ekki veit ég hvað maðurinn var mörg árþúsund að fatta að það væri allra hagur að mannkjöt væri tekið af matseðli heimilanna. Innst inni þá vildi enginn enda sem máltíð. En síðan eru liðin, hvað 30 þúsund ár, 50 þúsund ár??, og núna krefst framtíð okkar allra næstu byltingar.
Og hún er mjög einföld, það að drepa er ekki ásættanleg lausn á deilum. Ekki eftir að öll gereyðingarvopnin voru fundin upp. Þess vegna er það heldur ekki ásættanleg deilulausn að fljúga saklausu fólki á viðskiptaturna, svona til að tjá óánægju sína. Þeir sem eiga harma að hefna gætu alveg tekið upp á því að vega af þeim sem finnst sniðugt að drepa fólk vegna hugsjóna sinna, hvort sem þær eru pólitískar, eða trúarlegs eðlis. Og svo koll af kolli, og loks gæti það farið að það verður hvorki enginn til að hefna, eða einhver til að hefna á.
Eins er það með hagfræðina, hún getur ekki leyft sér að hafa hugmyndaheim Azteca sem sitt æðsta hreyfiafl. Ef skynsamleg leið í efnahagsmálum krefst þess að fólki sé fórnað, þá skiptir ekki máli hvað margir hagnast, það skiptir máli hve mörgum var fórnað. Þess vegna er slík leið aldrei tæk.
Fórnanlegur kostnaður getur alltaf tekið upp á því að bíta frá sér, jafnvel að sprengja kjarnorkuver kúgara sinna í loft upp. Eða gera blóðuga byltingu, eða eitthvað. Eitthvað sem endar með því að það er ekki annað tækifæri til að byggja upp betri heim.
Pétur, ég veit að fólk hlær að svona hugsunarhætti eða svona rökum. Dýrin í Hálsaskógi eru ævintýri. Og Ragnarrök eru goðsagnir. Samt dóu milli 80-90 milljónir í seinna stríð, sem þrátt fyrir allt var eins og steinöld hefði farið í stríð, miðað við þróun gereyðingarmátt mannsins. Og það sem leiddi til átaka þá og fyrr, svona í 5.000 ár, það er ennþá til staðar í dag. Og lærdómur sögunnar er enginn.
Himnaríki á jörðu, eða þráin eftir þessu: "Allt snýst þetta um sam-mannlega þrá eftir réttlæti og sanngirni til að við getum búið í friði og sátt hér á jörðinni.", allt er þetta af sama meiði. Verður ekki að raunveruleika fyrr en við, fólkið á jörðinni viljum það. Og mér er það til efs að sjálfir guðirnir hefðu mátt til þess að fólk fórnaði heimskunni fyrir skynsemi. Það er mjög mikið til í ljóði þínu sem þú leyfðir mér að njóta.
En samt hefur alltaf það góða sigrað að lokum, allavega í hugmyndaheimi okkar. Og allar ömmur heimsins trúa því líka. Þannig að dínamíkin gegn tregðunni er mjög sterk. Hver vill mæta ömmu sinni "hinum megin" sem asni eða aumingi sem gerði það ekki sem þurfti að gera svo lífið, framtíð barna okkar, ætti sér líf.
Þegar ég fyrir langa löngu las kvæði Steins Steinars, Kvæðið um Krist, þá áttaði ég mig á lokapúsl þess sem ég hafði verið svo lengi að pæla í. "Hvernig hægt er að koma í veg fyrir að höfðingjarnir útrými okkur smælingjunum". Þessi meitlaða lýsing Steinars á sjálfum grunnkjarna Kristinsdóms, og þeirri siðfræði sem ég vil meina að sé sammannleg, og kemur trúarbrögum, eða ólíkum menningarheimum, ekki þannig séð neitt við í þeirri merkingu að þetta sé hugmyndafræðin einhvers eins, ekki annars, að hún segir það sem upp á vantar til að: "við getum búið í friði og sátt hér á jörðinni".
Og snilldina má lesa á blaðsíðu 75 í ljóðasafni Steins sem kom út há Vöku Helgarfelli árið 1991.
Segir allt sem segja þarf og lýsir um leið harm mannsins eða er hægt að orða bilið á milli manns og guðdóms á betri hátt en Steinn gerði í lokaerindi sínu (sem verður að skoðast í samhengi við allt kvæðið en flott engu að síður).
Pétur það er ekkert sem toppar lýríkina.
Og fyrst að 90% Íslendinga eru sammála mér í ICEsave deilunni, þá eru forsendur þessa áróðursbloggs úr sögunni. Ég ræsi það því aðeins ef Lygaveitunni tekst að snúa fólki aftur. Þá er þörf fyrir gamla raftanna.
En á meðan má byltingin lengi lifa.
Takk fyrir skemmtilega umræðu.
Kveðja, Ómar Geirsson.
Ómar Geirsson, 18.2.2010 kl. 14:12
Heill og sæll Ómar
Takk sömuleiðis fyrir skemmtilega og frjóa umræðu.
Ég hlæ ekki að þeim hugsunarhætti og rökum, sem þú lýsir hér að ofan. Ég held reyndar að enginn hlæji að þeim, amk. ekki ef fólk gefur sér tíma til að hugsa. Hugur okkar er sam-mannlegur. Þetta veit ég, vegna þess að með uppsafnaðri reynslu mannanna og rökræðu þróast viska mannanna stöðugt, eða með dæmi þínu um að "það væri allra hagur að mannkjöt væri tekið af matseðli heimilanna. Innst inni vildi enginn enda sem máltíð." Þetta er öllum almenningi heimsins ljóst , hann sér orskaka-samhengið. Þetta er uppsöfnuð sam-mannleg viska.
Þess vegna er ég bjartsýnn Ómar. Ekki síst vegna þess að ég veit að ljóðlínur Steins, sem þú vísar til hér að ofan, snerta sam-mannlegu strengina. Við vitum öll hvað réttlætið er, við vitum öll hvað sanngirnin er og með þeirri sam-mannlegu reynslu okkar og visku að vopni lögum við heiminn jafnóðum, endalaust og eilíflega í leit okkar að fegurðinni sem er fólgin í sam-mannlegum púlsandi hjörtum okkar.
En baráttan er endalaus og eilíf og það eru örlög okkar mannanna. Um guð getum við svo rætt saman, yfir kaffibolla. Um þetta allt er ég nú að yrkja á fullu Ómar. Ég hverf því aftur um sinn inn í ljóðheimana. En ég verð eins og þú með annað augað á vaktinni.
Með bestu kveðju
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 19:05
Góð skrif Ómar og haltu áfram að berjast því ekki veitir af því óvinurinn hefur tekið á sig margar myndir og beitir öllum sínum ráðum gegn okkur og okkar fullveldi. Þetta sem við erum að upplifa er ekkert annað en innrás þó svo að hún sé ekki háð með vopnum ennþá. Þá eru þessi vopn af þeim toga að þeir beita fyrir sig fjármagni og því miður eru margir okkar íslendinga með verðmiða og hafa verið hreinlega keyptir til að tala gegn okkar réttláta málstað. Þessum málstaði Íslands hafa þó margir virtir prófessorar og sérfræðingar "sem eru ekki með verðmiða" í þessum efnum stutt og sagt að þetta kemur okkur bara ekkert við. Þessvegna verðum við að vera á vaktinni því óvinurinn er stanslaust að reyna að villa okkur um sýn en það skal honum þó ekki að lokum takast því við munun sigrast á þessu í krafti staðfestu og réttlætis. Við svælum þessa vanhæfu ríkisstjórn út með góðu eða illu ef þurfa þykir ég hef enga trú á öðru.
Segjum NEI við Iceslave, ákærum landráðafólkið og lifi lýðræðið.
Elís Már Kjartansson, 18.2.2010 kl. 21:09
Blessaður Elías.
Takk fyrir að lesa pistilinn. Það er alltaf gott að vita að maður sé ekki að tala fyrir tómum sal, þegar maður leggur mikla vinnu í eitthvað.
En ég er ekki hættur, en það er engin lengur knýjandi þörf á að ég láti þetta blogg mitt ganga fyrir svo mörgu öðru. Ástæðan er mjög einföld, þú getur til dæmis lesið hana á þínu bloggi, og svo margra annarra frábærra Íslendinga, fólk sættir sig ekki lengur við lygina og kúgunina. Út um allan Netheim er Íslendingar á fullu að hakka í sig lygi bretavina þannig að þeir standa eftir sem heilalaus viðrini. Athvarf þeirra til dæmis á Eyjunni er að verða eins og aumkunarverður minnisvarði rasisma eins og síður eins og þessi
http://www.stormfront.org/white_power/whitepower.htm
Nema að mannvesalingarnir sem ég linka á eru þó að djöflast í einhverju "ókunnugum" (sem er reyndar engin afsökun) en okkar vesalingar eru að djöflast í þjóð sinni með lygum og blekkingu, og nota til þess tungutak rasismans, því varla opna þeir svo munninn að ekki komi skítur út í þjóðina í leiðinni. Mjög gott dæmi er uppklapp þeirra fyrir rasismanum sem Þórólfur proffi setur fram í kvislingabréfum sínum. Ef þú tekur orðið Íslendingar út en bætir orðið gyðingur inn í, þá gæti inntakið verið sótt í gyðingahatur Qiuslings.
En ég kem inn þegar þannig stendur á, í dag er ég að hvíla smá tognun eftir hálkuna í morgun, og því er ég með. Enda var leiðari FT mér mikill innblástur sem púkinn í mér á eftir að nýta í dag.
Og þjóðin mun taka þennan slag Elías.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 10:27
Nú er ég komin hingað, Ómar. Já, það er skömm að því að ísl. stjórnvöld skuli ekki hafa kært Bretana fyrir löngu og bæði til Nato og UN. Og að ísl. borgarar þurfi sjálfir að klaga þangað. Það veit ég fyrir víst að fólk hefur gert. Klagað AGS,og ekki bara hjá Nato og UN, og líka Breta, Hollendinga og EU. Við þurfum sjálf að berjast fyrir mannréttindum okkar, því ekki gerir Icesave-ógnar-stjórnin það fyrir okkur. Og svo eru það útlendingar sem hjálpa okkur. Ekki Icesave-stjórnin, nei, nei, það má ekki styggja EU Jóhönnu og Össurar og co. Sorgleg stjórn.
Elle_, 20.2.2010 kl. 21:05
Við nokkur, getum allavega lifað við að hafa aldrei verið í hópi sofandi síðleysingjanna í kúgun ógnarstjórnarinnar gegn okkur. Og svo kalla ÖFGA-ICESAVE-SINNARNIR alla andvíga kúguninni ÖFGAMENN. Ljúga sinni sekt upp á menn sem hafa haft vilja og þor, þó þeir nenni ekki og vilji ekki sjálfir standa heiðarlegir gegn lögleysunni. Flottur pistill Ómar og flott comment og ljóð Ómar og Pétur Örn. Og ekki síst þar sem Pétur Örn lýsti meðsekt hinna sem þegja eins og sauðir.
VIÐ SEGJUM NEI OG AFTUR NEI OG 99% NEI, ÞVÍ HINIR ERU MEÐSEKIR, HUGLAUSIR OG STEINSOFANDI.
Elle_, 20.2.2010 kl. 22:51
Blessuð Elle.
Já, baráttan er ekki töpuð fyrr en sá síðasti hættir að vera "öfgamaður" og sættir sig við kúgun og órétt.
En þó það sé kannski ekki réttlæti í því þá er sá oftast kúgaður sem vill láta kúgast. En vonin lifir á meðan einhver andæfir.
Og mér er full alvara með að kæra til Haag, óbeint mannfall sem yrði ef þessi svikasamningur yrði að veruleika, það er næg réttlæting þess. Og að svipta þjóðir fullveldi með yfirgang og kúgun, er líka atriði sem stríðsglæpadómstóll Sameinuð þjóðanna réttar yfir. Við erum kannski smá sem þjóð, en við eigum ekki að vera smá í anda.
Smælingjarnir geta líka kært höfðingjanna. Lögin eru fyrir alla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2010 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.