Það eru landráð að semja um ICEsave framhjá lögum og reglu.

Stjórnmálamenn telja sig hafna yfir lög,

Það eitt er grundvallarbrot á stjórnarskrám allra landa.  Aðeins rökstudd neyð, réttlætt með tilvísun í alvarlega ógn getur réttlætt nauðasamninga við önnur ríki.  Slíkt liggur ekki fyrir í ICEsave deilunni, atburðir síðustu daga sanna hið þveröfuga, almenningur í Evrópu lítur kúgun og yfirgang alvarlegum augum.  Nú þegar hafa 4 stjórnmálflokkar í Noregi tekið af skarið, og krafist þess að Íslendingar fái aðstoð óháð kúgun breta og Hollendinga.

Og fyrst að rökin um knýjandi neyð halda ekki, þá verða stjórnmálamenn að fara eftir þeim lögum og reglum sem um málið varða.  EES samningurinn er með skýr ákvæði hvernig eigi að takast á við réttarágreining.  Forstjóri ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA hefur upplýst að íslensk stjórnvöld hafi aldrei farið þess á leit að stofnunin kveði upp úrskurð um lögmæti krafna breta og Hollendinga.

Samt er það skylda stofnunarinnar að verða við slíkri beiðni, öll EFTA ríkin sem eiga að aðild að EES samningnum eiga þann rétt að ESA úrskurði um þeirra mál.  Algjörlega óháð því hvort einhverjir aðrir séu ósáttir við slíkan úrskurð.

Og það er aðeins eitt símtal, eitt bréf sem virkjar þessa dómstólaleið EES samningsins.  Dómstólaleið sem íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa hafa reynt að telja þjóð sinni í trú um að sé ekki fær fyrst að bretar sætti sig ekki við hana.  

Hvað hafa þeir að fela????

Eru þeir svo allir samflæktir í spillingu og hagsmunatengsl við auðmenn og fjármálafyrirtæki, að þeir þora ekki lengur að horfast í augun á réttlætinu??????

En þeir hafa ekkert vald til að neita þjóðinni um réttlæti.  Beinast liggur við að álykta að þeir gangi þar erinda óvinaþjóða okkar.

Og það eru landráð.

Það eru landráð að leggja þessar ólöglegu byrðar á þjóðina.  Og það eru landráð að hreinsa ekki æru hennar eftir skítburð breta og Hollendinga, það eru landráð að neita henni um réttlæti.

Og það gilda lög um landráð í landinu.

Þau verða virkjuð þegar þjóðin nær aftur völdum af leppstjórn breta og Hollendinga.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, hittir naglann beint á höfuðið sem fyrr.  Og hver heilvita maður getur lagt saman 2 og 2.  Og hver heilvita maður getur líka lesið í gegnum blekkingarnar og stór-undarlegheitin við að Icesave-stjórnin hafi ALDREI skrifað einn auman staf eða sagt eitt aukatekið orð um að fá slíka aðstoð ESA eða EFTA dómstólsins.  Halda Icesave-sinnarnir í alvöru að við séum upp til hópa svona aum og vitfirrt???  Og líka allir lærðu lagaprófessorarnir???  Og hæstaréttarlögmennirnir?  Við skulum vera eindregin, Ómar, í að koma þessum skíthælum fyrir dóm, þó seint verði.  Ekkert minna.  Það er í það minnsta það sem ég vil.

Elle_, 7.2.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Svona fyrir utan landráða tilvísun mína, þá er kjarni þessa pistils, orðið ALDREI, harmleikur þessa pistils í hnotskurn. Og þarna eru allir flokkar sekir, meira að segja Borgarhreyfingin ber þarna fulla ábyrgð.  Hún hefur tekið þátt í skrípaleiknum sem heitir að ná sem bestum samningum við "viðsemjendur" okkar.  

En grunnforsenda málsins er alltaf röng,  það er samið þegar  samningar  eiga við.  En krafa bretanna er ólögleg, því hún fór ekki lögmæta réttarfarsleið EES samningsins.  Þess vegna er  ekkert um að semja fyrr en búið er að skera úr um lögmæti kröfugerðar þeirra, bæði innihalds hennar, sem og hvernig þeir komu henni á framfæri með hótunum og kúgunum.

Ein skitin þingsályktunartillaga um að vísa málinu til ESA, og þar með hefði ríkisstjórnin ekki lengur getað hindrað hinn lögmæta farveg málsins, ekki nema þá til að vera ber að stuðningi við fjárkúgarana. 

Það er þetta sem fólk vill ekki skilja, lausn deilunnar er svo sáraeinföld.  Það skiptir engu máli þó bretarnir leggi ekki mál sitt fyrir ESA,  þeir verða að hlíta úrskurð hennar.  Ella verða útlægir úr alþjóðasamfélagi. 

Ég hef oft bent á þessa lausn í málefnalegum greinum, oft  í stóryrtum greinum eins og þessari.  Frá því að ég skrifaði "sáttagrein" mína  að kveldi 30. des, þar sem um 1.000 manns lásu, og síðan þá hef ég hamrað á þessu reglulega og fengið yfir 20.000 flettingar síðan, þá hef ég engan séð halda þessu fram í greinum  síðan.  Allflestir tala um betri samning og elta þá flokksforingja sína eins og blindar hænur, eða þá um að bretar  eigi að koma hingað og sækja rétt sinn.  

Það fyrra er alltaf ólöglegt,  það seinna of seinvirkt og ekki grundvöllur sáttar meðal þjóðarinnar.

ESA leiðin er u.þ.b. 5 mínútur í framkvæmd, og stofnunin þyrfti einhverjar vikur í afgreiðslu málsins, hugsanlega meira ef ESB batteríið færi á stað til að dómtaka málið.  Hvaða leið sem yrði farin, þá kæmu rök hlutlausra manna alltaf fram, og dómurinn yrði að standast  aðra lögfræði.  Og engin þjóð færi gegn honum.

Og þá er það stóra spurningin Elle, af hverju er það svona einbeittur vilji hjá öllum stjórnmálaflokkum að vinna gegn leiðinni sem leysir deiluna, af hverju stinga þeir upp á öllu öðru en því sem stendur í lögum.   Og af hverju steinþegja bloggara um hið augljósa???

Skilja þeir það ekki???  Eða eru það flokkstengingarnar sem undir niðri stjórna öllu????

Hvernig eigum við að orða það Elle.  Málstaður ICEsave stjórnarinnar er svo veikur að það þarf mikla aðstoð til að hún komist upp með hann.  

Og þá aðstoð hefur hún fengið.  

Spáðu í þessum orðum mínum þegar þú lest minn síðasta pistil í bili.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Elle_

Að fólki skyldi hafa dottið í hug að það skipti máli hvort andstæðingarnir sættust á að fara fyrir dóm eður ei, er óskiljanleg firra, Ómar.  Ef þú kemur um nótt og hótar mér öllu illu, heldurðu að ég lofi þér að ráða hvort ég hef samband við lögreglu???  Og það er bara fólk eins og Jóhönnu-flokkurinn, sem vill halda kúgurunum góðum fyrir inngönguna í himnríki.  Jú, hvernig læt ég? - Og VG til að fá af náð einvaldsins að halda völdum.  Mitt svar við spurningunum þínum að ofan, Ómar: Þeir sem standa ekki gegn Icesave, hljóta að vera: 1. Menn, sem ekki skilja hvað nauðungar-samningurinn er ólöglegur og mikil kúgun.  2. Menn, sem vilja ekki standa fastir á jörðinni vegna spillingar, -eins og þeir sem ætla að pina okkur inn í EU og þeir sem eru sekir um fjárhagsspillingu, etc.  3. Og loks hinir sem bara þora ekki að standa alveg fast á jörðinni gegn mótvindi.  Og við höfum ekkert með þannig fólk að gera í Alþingi.  Hvorki í stjórn né stjórnarandstöðu.  Og ættu öll að hætta og finna allt öðruvísi vinnu.  

Fyrst vildi ég lengi vel bara hafna nauðunginni alfarið.  Og að andstæðingarnir sæktu málið fyrir dómi, ef þeir héldu sig hafa mál að sækja.  Fór þó seinna að skilja hvað þú meintir með að fá uppreist æru í heiminum.  Sannarlega hefur æra okkar verið dregin um í svaðinu um allan heim af völdum Icesave-stjórnarinnar og hollustumanna.   Skömm þeirra er mikil fyrir að hafa vísvitandi gert okkur sek, þegar þau hefðu átt að gera hið gagnstæða fyrir langa löngu: Lýsa málstað okkar.  Kosta færa lögmenn í Alþjóða/Evrópulögum sem fulltrúa okkar í heiminum.  Menn sem skýrðu fyrir heiminum að lagalega hvíldi Icesave ekki á ísl. ríkissjóðnum.  Nei, Icesave-stjórnin vildi ALLTAF Icesave.  Og hinn illi grunur ýmissa manna um að ætlunin sé að blekkja okkur með að EU bjargi okkur, núna líkl. í fullum gangi, líkl. stendst.  Icesave-stjórnin hefur engan málstað nema ofbeldi og það fær aldrei staðist lög.  

Elle_, 7.2.2010 kl. 18:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég hélt alltaf að þetta væri vanþekking, að menn vissu ekki betur.   Þess vegna tók ég alla mína málefnalegu pistla (vor og sumar og fram á haust 2009, fór eitthvað fækkandi síðan eftir að ég fór að höggva mann og annan) því ég hélt að spurningin snérist um upplýsingar, og setja þær í rétt samhengi.  Og vonin var að fleiri tækju undir.  Sama rak  áfram þá félaga Jón Val og Loft, pistill eftir pistil með nýjum rökum og tekist á við gagnrök.   Og vissulega eins og þú veist örugglega manna best, þá kom mörg öflug rök fram á Alþingi, og það var kraftur í stjórnarandstöðunni.  

En ég fékk það á tilfinninguna að þetta væri samt eitthvað leikrit, það vissu allir að þetta yrði samþykkt með minnsta mun.  Til dæmis er áberandi hið meinta hlutleysi Ögmundur, og algjör skortur á að hann ynni hugmyndum sínum fylgi.  Forystumaður er sá sem sannfærir aðra um réttmæti sinna skoðana, en lætur sér ekki nægja að lýsa þeim yfir.

Og grunur minn staðfestist eftir að Ólafur vísaði málinu til þjóðarinnar, heimsbyggðin kom okkur til hjálpar, og þá????, já hvað þá????

Þá snérist deilan allt í einu um 1% vexti, og kannski stærri ábyrgð á eignasafni Landsbankans.  Sigmundur Davíð uppgötvaði meira að segja að Englendingar skyldu ensku, og Hollendingar líka, ef hún væri þýdd, það var hægt að tala við þessa menn sagði hann.  Eins og Svavar hefði bara skrifast á við þá.

En að nýta sér meðbyrinn, að hamra á ólögmæti samningsins, það var allt  í einu ekki inn í umræðunni.  Stórgóð grein þeirra Jón Steinars og Sigurðar Líndal, hún fékk  engar undirtektir hjá stjórnarandstöðunni.  

Og enginn þekkti EES samninginn, aðeins orð breta um að hann gerði þjóðina ábyrga fyrir skuldum Bjögganna.

Elle, þetta er skrípaleikur, og það er sorglegt hvað almenningur lætur vitleysuna viðgangast lengi.  Það er eins og allir haldi að einhver annar borgi, og allt verði aftur eins og það áður var, aðeins ef við tökum á okkur nokkur hundruð milljarða í viðbót í beinhörðum gjaldeyri.

Og þó ég sé hvass á stjórnmálamenn, þá gildir það sama um fréttamenn, stjórnmálamenn, akademíuna, rithöfunda,  listamenn.  Enginn kallar eftir hinu augljósa.  Allir fastir í hlekkjum hugarfars flokka og flokkslína.

Og allir þykjast vita betur en Sigurður Líndal, okkar mikli lagaspekingur.  Dómstóla hvað? segja allar kjaftastéttirnar eins og Skrámur við jólasveininn.

Og Per Sanderud, forstjóri ESA skilur svo ekkert í því afhverju EES samningurinn sé ekki virkjaður.  Leikhús fáránleikans eins og það gerist best.

En ég er glaður að þú skulir hafa  íhugað orð mín.  Slagurinn fyrir Evrópudómnum er sá eini sem hreinsar æru þjóðarinnar, sá eini sem fær alla þessa Eurokrata til að éta ofan sig orðin um hin meintu svikabrigsl íslensku þjóðarinnar gagnvart sínum alþjóðlegum skuldbindingum.

Og Evrópa er réttarríki, eins og ég hef hamrað á núna í rúmt ár.  

Hvert er þá málið???

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 7.2.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband