Af hverju forðast stjórnmálamenn dómstóla??

Vinna þeir ekki við að setja lög??

Eiga allir að fara eftir lögum nema þeir??

Hvað hagsmuna hafa þeir að gæta að neita íslensku þjóðinni um réttlæt????

Af hverju þessi þögn í samfélaginu um það stendur í EES samningnum um þær réttarfarsleiðir sem grípa á til ef til ágreinings kemur á framkvæmd samningsins?????

Hefur velmegunin gert okkur svo sljó að við vitum ekki hvað 507 milljarða blóðtaka þýðir fyrir íslenskt samfélag.

Vita menn ekki að öryrkjadeilan á sínum tíma var um upphæð sem var innan við 2 milljarðar á núvirði.  Það kostaði ríkissjóð ekki meira að tryggja öryrkjum lágmarks mannsæmandi lífskjör.  

Hvaðan heldur fólk að þessir peningar komi???

Úr vösum einhverja annarra????

Því er logið að þjóðinni að "það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki." svo ég vitni í Ormstungu. 

ICEsave deilan er ekki milliríkjadeila.  Kröfugerð breta og Hollendinga er með tilvísun í EES samninginn þar sem fram kemur að aðildarríki EES séu skuldbundin að innleiða og framkvæma tilskipanir ESB á viðunandi hátt.  

Það telur íslenska ríkið sig hafa gert.   Þeir sem halda öðru fram þurfa að fá dóm hjá EFTA dómnum að svo hafi ekki verið.  Allt annað er kolólöglegt. 

Kröfugerð breta og Hollendinga er því kolólögleg.  Og íslenska ríkisstjórnin þarf ekki leyfi fjandþjóða sinna til að fá úr því skorðið hvort hún hafi uppfyllt tilskipanir EES, hún getur sjálf beðið um það álit.

Málið er ekki flóknara en það. 

Vissulega þurfa bretar og Hollendingar ekki að mæta, en það skiptir engu.  Allur botn fer úr kröfugerð þeirra eftir að EFTA dómurinn hefur úrskurðað hann ólöglegan.  Ólögleg fjárkúgun ríkja á hendur öðrum ríkjum er bönnuð í alþjóðlögum, enda væru stríð daglegt brauð ef slík háttsemi er liðin.

Og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að sjá til þess að alþjóðalögum sé fylgt.

Það má ekki gleyma hinu fornkveðna að það þarf tvö til að standa í deilum.

ICEsave deilan er því aðeins milliríkjadeila ef íslensk stjórnvöld heykjast á því að standa á rétti sínum. 

Ein leið til þess er að kalla til sáttasemjara.

Kveðja að austan.

PS.  Vil minna á grunngrein mína um dómstólaleiðina  "Með lögum skal land byggja"

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1008434

 

 


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Svarið við spurningunni er einfalt kæri :  Sæmilega siðuð ríki reyna yfirleitt að leysa sín mál með samningum.  Þú heldur því að vísu fram að Icesave málið sé ekki milliríkjadeila,  en sorrý hvað er þetta annað?  Þetta er meiraðsegja þríhliða milliríkjadeila!

Afhverju fóru landhelgisdeilurnar við Breta aldrei fyrir dómstóla ?  Vegna þess að Íslendingar vildu það ekki og höfðu móralskan stuðning umheimsins fyrir sínum málstað - í þessu máli er staðan því miður þveröfug....  Vonandi getur þú svarað Ómar án þess að því fylgi hefðbundið skítkast!

Óskar, 23.1.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar og góður sannleikur hérna hjá þér. Það má líka spyrja sig hvað okkar Ríkistjórn er að hugsa... við hvað er hún hrædd hérna að þora ekki að standa upp og taka fyrsta skrefið hérna í þessu fyrir okkur... ég hugsa að það gæti eitthvað haft með þessa ráðherraábyrgð að gera, og það að ólöglegt loforð var gefið af Ríkistjórn okkar hálfundirritað en án samþykki Alþingis sem fékkst svo ekki þegar uppi var staðið. Hversu neyðarlegt er það fyrir sitjandi stjórn að vera búinn að koma sér í svoleiðis stöðu..? Það er ljóst að ekkert mun miðast á meðan þessi stjórn er við líði, þessi vinnubrögð hennar eru fyrir löngu búinn að missa sig gagnvart þjóðinni sem treystir henni ekki lengur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Óskar

Ingibjörg gleymir (sennilega viljandi) að minnast á að það sat ríkisstjórn á undan þessari.  Ráðherrar sjálfstæðisflokksins í þeirri stjórn gerðu ýmis axarsköft í þessu máli sem núverandi ríkisstjórn situr uppi með, t.d. kvittuðu forsætis- og fjármálaráðherra í þeirri stjórn undir minnisblað þar sem kveðið var á um 7,3% vexti og byrja að borga eftir 3 ár!  Það er eðlilegt að sjallasleikjur vilji sem minnst ræða þetta núna , segja bara "sorrý, þetta var bara minnisblað" ,, en aðrir benda réttilega á, er þá ekkert að marka það sem ráðherrar sjálfstæðisflokksins skrifa undir?  það vill nefnilega þannig til að þessi stjórn , sem þó hefur líka gert mörg mistök í þessu máli, hún situr uppi með afleiki síðustu stjórna og seðlabankans.

Óskar, 23.1.2010 kl. 16:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar minn, ekki málið að svar þér eins og siðuðum manni.

Slíkan heiður fá allir sem mæta eins og siðaðir menn.

En víkjum að efnisatriðum málsins.  

Það er himinn og haf milli ICESave deilunnar (hún er deila en ekki milliríkjadeila) og landhelgisdeilunnar.  Þar var ágreiningur Íslendinga og Breta á grunni þjóðrétta spursmála, þar sem þróun alþjóðaréttar var með Íslendingum en í núinu höfðu Bretar rétt fyrir sér, enda hefðu þeir jarðað Íslendinga fyrir alþjóðadómnum í Hag. Nema ef Hagverjar hefðu tekið tillit til mikilvægi strandríkja að verja auðlindir sínar.

En deilan snérist aldrei um túlkun á milliríkjasamning þar sem báðar þjóðir væru aðilar að.

Kröfugerð bretanna í dag er vegna milliríkjasamnings, og þeir virða ekki þær leiðir sem sá samningur kveður á um hvernig eigi að leysa ágreining.  Kröfur þeirra eru því ólöglegar, þó efnisatriði þeirra væru réttar frá A til Ö.  Og þetta eru ekki mín orð, þetta segja til dæmis breskir þjóðréttarfræðingar.  

Og einhliða ólögleg aðgerð annars "deiluaðilans" er ekki milliríkjadeila, hún er áreiti eða stríðsaðgerð ef hún er mjög gróf.  Til dæmis lentu Pólverjar ekki í milliríkjadeilu við Rússa og Þjóðverja árið 1939,  þeir urðu fyrir óvinveittri árás þessara ríkja.

Ef berserkur á sterum lemur þig niður fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann, þá er það ekki deila ykkar á milli, það er líkamsárás eða ofbeldisaðgerð.

Og Óskar, þessar staðreyndir um muninn á deilu og árás, er öllu hugsandi fólki ljós, líka ofbeldismönnum.

En fórnarlömb eiga það til að verða meðvirk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 16:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Og takk fyrir innlitið þið hér að ofan.

Börnin og handbolti kallar, heimsbjörgun verður að bíða á meðan.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 16:39

6 Smámynd: Elle_

Ingibjörg gleymir (sennilega viljandi) að minnast á að það sat ríkisstjórn á undan þessari.  Ráðherrar sjálfstæðisflokksins í þeirri stjórn gerðu ýmis axarsköft í þessu máli sem núverandi ríkisstjórn situr uppi með . . .

Hvaða axarsköft, mistök eða viljandi illvirki sem fyrri ríkisstjórnir nú gerðu, Óskar, heldur þú fram þeirri fjarstæðukenndu síbylju sem útvarpað hefur verið í beinni frá ríkisstjórnarflokkunum: Að þeir geti nú ekki farið aftur á bak og þeir sitji nú uppi með óverk fyrri stjórna og þeir hafi nú unnið óþreytandi vinnu við að þrífa upp skítinn þeirra.  Og þú sakar hina mætu Ingibjörgu að ofan um að hafa gleymt e-u um fyrri ríkisstjórn sennilega viljandi.  Og þú segir að eðlilegt sé að sjallasleikjur vilji sem minnst ræða þetta núna, með þínum orðum.   Mér finnst málflutningur Ingibjargar sterkur og hef oft lesið commentin hennar víða og sem ég hef verið sammála.  Hvað sem fyrri ríkisstjórnir nú gerðu, afsakar það engan veginn glæpinn sem NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN er ein ábyrg fyrir og það er ICESAVE-NAUÐUNGARSAMNINGUR.  Engin fyrri ríkisstjórn skrifaði undir slíkan glæp gegn börnum og gamalmennum þessa lands.  Og engin lög voru um neina ríkisábyrgð á Icesave fyrr en NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN pindi Icesave í gegnum Alþingi með svikum.  Og í lokin: Hver er ábyrgur fyrir myrkraverkum Samfylkingarskrípisins úr fyrr stjórnum???

Elle_, 23.1.2010 kl. 19:48

7 Smámynd: Elle_

Og gleymdi einu, Óskar: Nákvæmlega hvað kemur það Sjálfstæðisflokknum og Sjálfsæðismönnum og Sjallahylli við ef fólk gagnrýnir NÚVERANDI STÓRHÆTTULEGU ICESAVE-STJÓRNINA???  Það er akkúrat út af fólki eins og þér sem kemur undan steinunum sem ég skrifaði síðasta pistilinn minn um hvað röngu fólki hefur verið kennt um gjörðir núverandi stjórnarskrípis.

Elle_, 23.1.2010 kl. 19:58

8 identicon

Óskar fer með staðlausa stafi, eins og stjórnarliðum ber að gera þessi misserin. Málið er löngu tapað.  Eru heimaskítsmát og vita að þjóðin mun segja klárt stórt NEI við samningshroðanum.  Þá skal ala nógu mikið á úlfúð og sundrungu í þjóðfélaginu.  Fyrstur fer Steingrímur J. og bullar betur og meira en elstu menn muna gerði.

1.  Óskar.  Enga samninga er hægt að gera við nokkrar þjóðir sem skuldbinda ríkissjóð af einstaklingum, samninganefndum eða ríkisstjórn.  Það er hægt að vinna að samningstillögum, samningsdrögum og undirrita hvað sem er og lofa hverju sem er.  Ekkert skiptir neinu máli fyrr en samþykkt meirihluta Alþingis liggur fyrir, og undirritun lagafrumvarps af forseta.  Þér til glöggvunar hefur það ekki gerst ennþá svo engin er ábyrgðin á einu né neinu. NÚLL - EKKI TIL!  Allt er jafn marklaust í raun og þegar Steingrímur J. leysir vind.  Við skulum samt vona að núverandi stjórnvöldum hafi tekist að gera þjóðina skaðabótaskilda vegna alls bullsins.  Vegna þess að það er þá klárt brot á stjórnarskrá og fljótlega þurfa menn að blaða í lagagreinum sem fjalla um landráð ef þessu vanhæfa liði hefur tekist hið ómögulega.  Læt fylgja lagaskýringar Sigurðar Líndals lagaprófessors þar sem hann rúllar þessu máli upp á afar auðskiljanlegan hátt, sem jafnvel stjórnarsinnar ættu að getað skili.  Þas. ef tilgangurinn er að öðlast skilning á hvað er rétt í málinu?

Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

2)  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk nóg af kjaftæðinu í stjórnarliðinu og spunatrúðum þeirra og kom leiðréttingum (sannleikanum) á framfæri við fjölmiðla og ma. skrifaði grein þar sem hún hrakti rangfærslur og gagnrýndi stjórnvöld að ganga til samningsgerðar eins og um sakamenn væri.  Hún tekur af allan vafa af að við Brussel viðmiðin þá hafi allar viðræður verið núllstilltar og með samþykkt allra þjóðanna.  Málið fór þá aftur á byrjunarreit.  Ef að stjórnarskrá hefur verið brotin í samningaferlinu, þá er það af núverandi stjórnvöldum og á ábyrgð Steingríms og Jóhönnu.  Ef allt væri eðlilegt þá væri örugglega farin á stað sérstök rannsókn á Icesave samningavinnunni vegna ásakana stjórnvalda um stjórnarskrárbrot og þá væntanlega landráð fyrrverandi samninganefndar og ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar.  Er sjálfur handviss um að núverandi stjórnvöld verða á endanum dæmd fyrir glæpinn.

"Þá minnir Ingibjörg Sólrún á að samkvæmt Brussel samkomulaginu 14. nóvember 2008  hafi minnisblað (MoU) við Hollendinga frá 11. október verið úr sögunni, en það hefur oft skotið upp kollinum í opinberri umræðu upp á síðkastið."

http://eyjan.is/blog/2009/12/21/ingibjorg-solrun-brussel-vidmid-kjarni-malsins-i-icesave-deilunni-en-ekki-farid-eftir-theim/

Síðuhaldara ætla ég að biðja að sækja austfjarðasuddann. Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 22:15

9 identicon

Get ekki staðist að deila þessum snilldar skrifum með þeim sem gætu haft gagn og gaman af.  Birti fyrst smá hluta sem gladdi mig óendanlega.  (Eins og sigurinn yfir Dönum.)  Og slóðina að allri heilu snilldinni:

"Steingrímur hótaði borgarastyrjöld ef Icesave yrði borgað!"

"Auðvitað er á flokksráðsfundi VG margt manna sem muna langt fram sumir hverjir og kannski næstum allir sem muna helstu stefnumál flokksins sl. tvö ár eða svo. Það klingir í eyrum þeirra margra að Steingrímur Sigfússon sagði fyrir aðeins ári síðan, að það yrði borgarstyrjöld í landinu, ef skattborgurum yrði ætlað að borga Icesave. Nú segist hann hafa haft ónógar upplýsingar þá. Það hlýtur að teljast nokkuð vel við haft að efna til borgarastyrjaldar í landi án þess að hafa kynnt sér tilefnið sæmilega áður. En Steingrímur hefur vissulega bætt ráð sitt síðan þetta var, því hann hefur á fárra vikna fresti nú í tæpt ár tilkynnt þjóðinni hvílík ótrúleg ósköp myndu ganga yfir hana eftir fáeina daga ef Icesave yrði ekki afgreitt nánast þegar í stað. Lausleg talning bendir til að heimsendir hafi orðið 14 sinnum á Íslandi á síðasta ári vegna Icesave samkvæmt áreiðanlegum heimildum Steingríms. Og eru þá ekki talin með þau skipti sem Steingrímur hefur ekki sagst vilja hugsa þá hugsun til enda hvað gerðist ef Icesave yrði ekki samþykkt það og það sinnið. Nú skal ekki gert lítið úr þessu, því það er ekkert sem bendir til að Steingrímur hafi hugsað þetta mál til enda, frá því að hann hótaði borgarstyrjöld ef menn borguðu Icesave og þar til hann var orðinn naglfastur á hinum séríslenska heimsendi ef ekki yrði borgað. Bréfritari getur varla hugsað þá hugsun til enda hvað muni gerast ef Steingrímur J. ákveður einhvern tímann að hugsa málið til enda, því að það hlyti að minna óþægilega á ýlfur sem menn muna úr barnsminni þegar upptrekktri spunakonu var loks sleppt lausri á gólfið, því svo margir uppsafnaðir hringir skoðana hafa síðustu 12 mánuði lokast inni í þeim búk."

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/1009315/

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 22:22

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk aftur fyrir innlitið.

Davíð er góður og ég sæki gróandann við fyrsta tækifæri.  Þarf aðeins að nota sunnlenska slagvirðið fyrst til að losna við allan snjó og klaka.  Ég skil ekki annars hvað þið eruð alltaf að kvarta yfir þessu þarfa veðri.  Mætti halda að þið elskið hálkuna þarna fyrir sunnan.

Svo megið þið alveg fá sólina líka til að ylja ykkur þegar mamma er búin að baka sínar sólarpönnukökur.  Hef ekkert á móti snjó í febrúar og fram eftir mars, mun verr við hann í júní og júlí þegar þið sunnlendingarnir haldið ekki vatni yfir ykkar gluggasól, þó ísöld sé að bresta á.

En Óskar er sjálfsagt að reyna að vera sjálfum sér samkvæmur og er að undirbúa atlögu að þeirri þjóðrembu að kunna ekki að skammast sín til að tapa fyrir Dönum.  Skammast menn sín ekkert fyrir Gunnar Smára og Nyhedavisen????

En hann hlýtur að koma til baka og skamma ykkur.  Þið voruð eiginlega miklu verri við hann en ég, loksins þegar ég reyndi að vera siðaður.

En svona er þetta, stríð eru sjaldnast teboð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2010 kl. 01:19

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sé ekki betur en ef við stefnum Bretum fyrir að mismuna útibúum inna eigin bankasamkeppnimarkaðar [loka er gróft] þá sé málið komið í þann farveg að öðrum Ríkjum [EU: ESB] sé ekki stætt að loka lánalínum. Skuldir [uppsafnaðir vextir] verða sendi heim til föðurhúsanna og Ísland fær skaðabætur. Stofnanir, Ríki eru persónur að lögum þeim má stefna og refsa.    

Ein aðal tilgangur Tilskipunarinnar 94  er að treysta samkeppni á eigin mörkuðum Gestgjafa-Ríkja, vernda útibúin í samkeppni frá hruni og önnur þegar einu er lokað.

Þetta er að tryggja trúverðugleika og varanleika Bankakerfisins. [Almennt]

Innlántryggingarsjóður til að tryggja fjöld innlánarar [orðspor] frekar en upphæðir er haft að leiðarljósi, þess vegna er sett þak á útgreiðslu til rétthafa. Aðalalega til að létta á útibúunum eftir í samkeppninni sem ábyrgjast útgreiðslur einkatryggingarsjóðsins.

Ef aðilar bæru virðingu fyrir EU tilskipuninni þá hefði málið farið í annan farveg það er réttarfarsins.

Vitgrannir  og treglæsir tækisfærissinnar hefðu ekki reynt að nýta sér aðstæður til að fara bakdyra megin inn í EU sem tilheyandi fórnum.

Löngu er búið að hámarka skaða þjóðarinnar á fölskum forsendum. Endurreisninni má líkja við sjúkling sem er lagður inn vegna æxli í heila, og honum er skilað út aftur fótalausum.

Húsbréfaskuldararnir eru að stórum hluta innlánarar hluti þjóðarinnar, yfirleitt í yngri kantinum og þeir mun aldrei koma til með að spara.

Júlíus Björnsson, 24.1.2010 kl. 06:16

12 Smámynd: Elle_

Já, Ómar, ég var vond við Óskar og ætlaði ekki að vera það, Óskar.  Hinsvegar lít ég á Icesave sem glæp gegn saklausu fólki og hef litla þolinmæði við fólk sem kemur eins og undan steinum og ver hann.  Hugsaðu um það, Óskar, að við fólkið berum ekki nokkra ábyrgð á Icesave þjófnaðinum og málið snýst mest um að sættast ekki á kúgun.  Og ekki síður um æru okkar en peninga . 

Elle_, 24.1.2010 kl. 15:01

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle og Júlíus.

Ég hefði verið stoltur af þessari samlíkinu "Endurreisninni má líkja við sjúkling sem er lagður inn vegna æxli í heila, og honum er skilað út aftur fótalausum".  Góður Júlíus.

Og Elle, ég held að Óskar líti ekki þannig á málin, þó við gerum það.  En hann er úthaldlaus blessaður, greinilega illa tenntur í rökræðum.

Og ærulaust fólk kvíslaði því í eyrun á vitgrönnum fréttamanni Ruv að það yrði engin samstaða með stjórnarandstöðunni nema hún samþykkti:  "Stjórnarliðar sem fréttastofa ræddi við meta stöðuna þannig að þverpólitíska yfirlýsingu þurfi um að Ísland standi við lágmarkstrygginguna, ríflega 20 þúsund evrur á hvern reikning. Fyrr væri ekki grundvöllur fyrir nýjum samningum. "

Blessaða fréttamanns greyið skorti þá lágmarks greind að spyrja viðmælendur sína, eða þá benda á það upp á eigið frumkvæði, að það stendur í núverandi lögum, sem bíða staðfestingar, að það leiki vafi á að Ísland eigi að standa við þessa lágmarkstryggingu.  

Hvað hefur svona þjóð að gera með sjálfstæði????

Kveðja að  austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2010 kl. 20:16

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar Bresk stjórnvöld eru búnir að setja Íslensku bankanna trggingarkerfisins á hausinn, þá eiga þeir að sjálfir að borga þetta ef þeim langar til þess.

Íslensku útibúinn á Breskamarkaðinum voru búin að stunda útlán í Bretlandi mörg ár.

Júlíus Björnsson, 25.1.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband