Hingað og ekki lengra.

 

Sendum glæpaklíkunni skýr skilaboð um að við líðum ekki lengur atferli hennar.

Hún á ekki að komast upp með að ljúga öllu fögru en koma síðan svo fram við íbúa þessa lands eins og illa hirtur svínahirðir kemur fram við svínin sín.

Og hennar eina hugsun er að skara eld að eigin köku.

Að ná sem mestum aur úr vösum almennings og koma sem mestu úr sameiginlegum sjóðum í vasa kostunaraðila sinna.

 

Við vitum til hvers leikurinn er gerður.

Samgönguráðherra má eiga að hann leikur engan blekkingarleik, hann vill einkaframkvæmdir í vegakerfinu svo aurinn megi fjölga féþúfum sínum.

Og það er eins með þetta eins og löggæsluna, heilbrigðiskerfið og annað, fyrst er fjársvelt, og síðan er boðið uppá markaðslausn. 

Einokunarhelgreip einkaframtaksins.

 

En við eigum ekki að láta bjóða okkur þessa svívirðu.

Við erum mörg, þau eru fá.

Og þau geta ekkert ef við segjum Nei.

 

Gleymum því ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Yfir 60 bílar lokuðu veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög gegn glæpaklíkum.

 

Eiga ekki bara að ná yfir þann óþjóðalýð sem sérhæfir sig í að selja þjóðinni eiturlyf eins og rafrettur eða kókaín.

Eða nýta sér siðblindu frjálshyggjubandalagsins kennt við Evrópu að flytja inn bláfátækt verkafólk til að rústa íslenskum kjarasamningum líkt og gert er í byggingariðnaðinum í dag.

Mannsal, hvort sem það er í byggingariðnaði, flugrekstri hjá Wxx, eða í flutningastarfsemi eins og hjá Saxxxxxxx, á ekki að líðast.

Í nútímanum ganga glæpamenn ekki um með grímur þó Dalton bræður eða Bjarnabófar gerðu það í teiknimyndasögum hér áður fyrr.  Og því algjör tímaskekkja að miða löggjöf gegn glæpaklíkum að viðkomandi glæpamenn séu aðeins sekir um glæp ef þeir nota slíkan búnað.

 

Glæpir nútímans þrífast vegna þess að löggjöfin fjallar ennþá um glæpi fortíðar, og í raun virka lögin aðeins ef saksóknarar mæta á sýningu Þjóðminjasafnsins þar sem ennþá má sjá grímuklædda ræningja. 

Reyndar leikara.

Annars vaða glæpaklíkurnar uppi, endalaust, allsstaðar.

 

Og nýjasta dæmið má lesa um í þessari litlu frétt um svik og rangefndir þessa vafasama fólks sem nýtti sér fjármuni mjög svo vafasamra fjárglæfra manna til að ljúga sig inná þjóðina.

Og óskammfeilnin var svo mikil að  fulltrúi þúsunda milljóna afskrifta sagði að ríkisstjórn hans væri ríkisstjórnin sem myndi einhenda sér í að forða innviðum þjóðarinnar frá hruni, sem hann reyndar bar ábyrgð á sem fjármálaráðherra síðustu ríkisstjórnar.

 

Efndirnar gera síðan mesta lygahlaup hins skráða orðs, baróns Mundhausen að sannsöglum manni, þó var hann skálduð persóna.

Á sama tíma er lygahlauparíkisstjórnin að senda fólk til New York að endursemja við vogunarsjóði um ránsfeng þerra sem síðasta ríkisstjórn afhenti þeim af góðmennsku sinni.

Enginn veit hvað mörg þúsund milljónir eiga eftir að skipa þar um hendur, líklegast enginn nema þeir sem tengjast fjármálaveldi Engeyjarættarinnar, og jú hrægammarnir sem borga háa þóknun fyrir stefnubreytinguna.

 

Af hverju varðar það ekki við lög að fjárglæframenn nota misvel fengna fjármuni sína til að ljúga sig inná þjóðina??

Og þegar lygarnar eru afhjúpaðar, af hverju getur viðkomandi ráðherra gengið um sem frjáls maður???

Má allt ef maður er í Sjálfstæðisflokknum??

 

Og varðandi þann minnihlutahóp sem styður þetta athæfi, þessa endalausa aðför að forsendum sjálfstæðis okkar og velferðar, þarf þetta fólk aldrei að sæta ábyrgð gjörða sinna??

Það vill heilbrigðisþjónustu, kýs samt aðför að henni, það vill samgöngur, kýs samt holótta hestavegi, það vill lífskjör, en kýs samt gegn forsendum lífskjara.

Svo fjárglæframenn geti endalaust rænt og ruplað almenning, samfélagið, okkur öll hin.

Eru ekki allskonar lög sett af minna tilefni??

Menn mega til dæmis ekki efast um rétt samkynhneigðra til að kynfræða grunnskólabörn án þess að vera lögsóttir, eða leyfa fólki að tjá minnihlutaskoðanir sínar í útvarpi sem enginn hlustar á, þá mætir saksóknari rétttrúnaðarins og hótar ærumissi og fangelsisvist.

 

En þegar þingmenn og ráðherrar ljúga og ljúga, og ljúga sig svo fulla að slíkur lygaburður hefur aldrei áður verið skráður, þó hefur slíkt verið samviskusamlega verið skráð í yfir 5.000 ár, að þá er ekki einu sinni yppt öxlum.

Enda fórnarlömbin einhverjir útnárabúar.  Einhverjir Íslendingar sem ekki hafa globalvæðst í stórborginni einu við sundin blá og út um allar hennar heiðar.

Eins og það réttlæti lygarnar.

Og þá sem ljúga út í eitt.

 

En gerir það samt.

Því það segir enginn neitt.

Nema útnárabúarnir.

 

Sem aftur kannski útskýrir skortinn á lögum gegn skipulögðum glæpaklíkum.

Og að sírænd og rupluð þjóð telji óbreytta skipan heillavænlegust til að upplifa ekki óvissuna eða óttan við hið óþekkta, eins og að vera ekki sírænd og rupluð.

Skiptir engu þó gamlir menn segi að þetta hafi ekki alltaf verið svona.

Að fyrir ekki svo mörgum áratugum hafi ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins lagt mikla fjármuni í að byggja upp innviði þjóðfélagsins, byggt spítala, lagt vegi, sett fjármuni í hafnargerð, flugvelli, skóla, allt það sem er forsenda hagvaxtar og grósku.

Að þá áttu ríkir menn einhverja milljónir, ekki milljarða.

Og allt óx og dafnaði.

 

Nei, allt á sínar skýringar.

Þegar samkenndin hvarf, þá hvarf allt annað.

Náunginn sem okkur hætti að varða um, hann var ekki einn.

Hann var líka við hin, því aurinn eyrir engu. 

Á einn eða annan hátt urðu allir fórnarlömb hans.

 

Því á einhverjum tímapunkti erum við öll náungar.

Sem enginn finnur til með því okkur er alveg sama um þennan náunga.

 

Þess vegna vekur svona frétt enga athygli.

Því það var jú náunginn sem varð fyrir barðinu á lygamerðinum.

 

Í þetta sinn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Láta ekki bjóða sér þessa niðurlægingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband