Réttlæti þó seint sé.

 

Er alltaf réttlæti.

Það er uppreisn æru, það er viðurkenning á rangindum.

Og rós í hnappagat þeirrar ríkisstjórnar sem hafði kjark til að veita þann rétt.

 

En hvað skyldi vera að frétta að Guðmundar og Geirfinnsmálinu??

Er verið að bíða eftir að öll fórnarlömb þessa réttarglæps séu farnir yfir móðuna miklu??

Er kjarkurinn aðeins í útlöndum??

 

Vonin liggur þó í að núverandi dómsmálaráðherra er röggsöm manneskja.

Það sýna viðbrögð hennar við skrifræðisrangindunum sem hjónin Ingvar Pét­ur Guðbjörns­son og Char­les Gitt­ins upplýstu alþjóð um.

Og hún hafði kjark til að fara gegn formanni sínum í ICEsave deilunni.

Svipaðan kjark þarf til að fara gegn snobbinu sem ver sitt fólk fram yfir gröf og dauða.

 

En fleinninn í þjóðarsálinni grefur um sig.

Við erum óhrein þjóð að láta dómsmorð viðgangast, og því lengra sem líður, því grárri verður ára þjóðarinnar.

Megi því manndómur rísa og kjarkleysi hníga, núna þegar kvenmaður gegnir loksins embætti dómsmálaráðherra.

Megi réttlætið verða þjóðargjöfin á þessu ári.

 

Biðjum um það.

Trúum á það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þúsundir samkynheigðra náðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina spurningin um Þorgerði.

 

Er hvort hún sé í vasa peningavaldsins.

Eða hvort sé sjálf með vasa.

 

Auðvitað gengur hún ekki gegn hagsmunum stórútgerðarinnar.

Í anda Margrétar Thatchers á að svelta sjómenn til hlýðni í eitt skipti fyrir allt.

Sama hver fórnarkostnaðurinn annars er fyrir samfélagið, fyrir heimili, fyrir vinnandi fólk.

Enda er síðasta hugtakið í munni elítunnar um margt svipað og orðið paysan í munni franskra aðalsmanna fyrir daga stjórnarbyltingarinnar.  Það ágæta orð notaði elítan um smábóndann, sem auðlegð þeirra byggðist á, en kom úr þeirra munni eins og eitthvað sem var skynlausara en skepnan.  Enda haft eftir aðalskonu einni nafngreindri þegar hún sá fjóra hesta slíta sundur einn slíkan fyrir einhver uppsteit, hvort þetta væri ekki slæm meðferð á vesalings hestunum.

 

Löngu er gleymd sú staðreynd að stórútgerðarmenn eru þjónar samfélagsins, þeim var treyst fyrir auðlindinni í sjónum.

Enda er ekki til no such thing as society sagði idealið Frú Thatcher eitt sinn.

Veið eigum, við megum, við ráðum.

 

Svona er Ísland í dag.

Enda kannski við öðru að búast þegar þjóðin kaus kosningabandalag Vinnuveitandasambands Íslands og Viðskiptaráðs Íslands inná þing til að standa fyrir umbótum á stjórnkerfinu.

Restin af andófinu gegn auðráninu fór síðan í flokkinn um netfrelsið, sem ber nafn sitt af þekktri niðurhalssíðu.

 

Vissulega er uppskeran í ætt við sáninguna.

Og alveg ljóst að enginn var blekktur fyrir kosningar, og ekki er hægt að saka neinn flokk um að hafa náð áhrifum með lýðskrumi eða popúilisma.

Þetta er fólkið sem þjóðin vill í raun, og í raun á að þakka að til sé á Alþingi manneskja sem lætur sig kjör venjulegs fólks varða.

 

Kannski sjáum við í Lilju framtíðarleiðtoga þjóðarinnar.  Við virðist alltaf viss skörungsskapur fylgja þingmönnum með þessu nafni.

Vonandi lætur hún ekki staðar numið.

Masminni mál hafa verið tilefni vantrausts.

 

Ekki að ríkisstjórnin skipti sér að kjaradeilum.

Heldur að ríkisstjórnin skuli láta handhafa gjafakvótans komast upp með hegðun sína.

 

Nú er lag.

Í auðninni, í tómarúminu, þarf ekki háa rödd til að heyrast.

 

Kannski er ný Lilja meðal vor.

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrirhuga hvorki lög né aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefur áhyggjur af heimilum??

 

Alþingi, ríkisstjórnin, forsetinn??

 

Hver kemur fórnarlömbum þvermóðsku útgerðarinnar til bjargar??

Hver lætur sig hag náungans varða þegar hann á ekki heima í næsta húsi eða langt í burtu í Fjarskaistan, heldur út á landi, er landsbyggðarmaður??

 

Þarf þessi náungi okkar að klæða sig í evrubúning til að hósti heyrist á skrifstofu ASÍ, eða læra sýrlensku svo honum verði boðið á Bessastaði?

Eða þarf hann að kvarta yfir að hann hafi ekki lengur efni á ókeypis niðurhali (gerist oft þegar fólk lendir í fjárhagserfiðleikum og missir húsið sem netið er tengt við) til að Píratar rumski við sig, eða þarf hann að hafa samband við miðil svo einhver skilaboð komi frá Samfylkingunni?

 

Allavega er ljóst að ekkert mun heyrast frá ríkisstjórninni því stórútgerðin hefur gefið það út að núna eigi endanlega að berja sjómenn til hlýðni.

Henni finnst ekki nóg að geta rekið þá fyrir hin minnstu andmæli eða mögl og bundið þá hnúta að þeir fá hvergi vinnu hjá öðrum útgerðum, hún vil líka taka af þeim verkfallsréttinn.   Og þar sem hún getur ekki tekið Trump á það, þá er næst besta leiðin að svelta þá til hlýðni.

Og gegn þeim vilja fer ríkisstjórnin ekki, þetta fólk er jú allt í sama liðinu.

 

Svona er Ísland í dag.

Þjóðin er í vasa fjármálajöfra sem fáu eira.

Manna sem syngja núna hástöfum, "You ain´t see nothing yet".

 

Mogginn á hins vegar heiður skilinn fyrir þessa frétt sína, honum er ekki alls varnað, kannski í raun síðasti málsvari hins venjulega fólks.

Hér á Styrmir skjól, og stundum vaknar Penninn uppí Móum í því skapi að hann heldur að hann sé arftaki þeirra Bjarna og Óla, kristilegur íhaldsmaður sem vill land og þjóð vel.

Að allt eigi að blómstra, ekki bara aurinn, og ekki bara fjármenn.

 

Deila þessi er hins vegar auðleyst.

Útgerðin, og þá líka stórútgerðin, veiðir fiskinn í sjónum í umboði þjóðarinnar.

Axli hún ekki ábyrgð á eðlilegum samskiptum við vinnufólk sitt, þá á að svipta henni því umboði. 

Taka einn Trump á hana.

 

Ríkisstjórnin þarf bara að koma þeim skilaboðum áleiðis, og málið er dautt.

Það yrði samið á morgun,.

Í millitíðinni á ríkisstjórnin að setja bráðabirgðalög þar sem viðbótar auðlindagjald er sett á stórútgerðina, því hún ber ábyrgð á hinu meinta svelti, og því gjaldi á að ráðstafa til allra þeirra sem sárt eiga um að binda vegna þessa verkfalls.

 

Örfáir eiga ekki að komast upp með að valda fjöldanum skaða.

Svo einfalt er það.

 

Líklegt??

Ja, Bjarni og Benni frændi hafa sýnt ýmislegt síðustu sólarhringana að þeir séu sjálfstæðir menn.

Eru ekki skriðmenn.

 

Allavega það er mál að linni.

Og það þarf fólk til.

 

Það hlýtur að leynast einhvers staðar.

Og það hlýtur að stíga fram.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Áhyggjur af heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eng­in for­dæmi í nú­tíma­sög­unni.

 

Segir sagnfræðingur um einræðistilburði Donalds Trump.

Er þá líklegast að vísa í sögu Bandaríkjanna því þar hefur aldrei áður lýðskrumari brotist til valda.

 

En sagan þekkir þessa atburðarás mæta vel.

Maðurinn sem ekki má nefna var fljótur að skipa út reyndum hershöfðingjum úr herráði sínu, setti í stað þess brúður sem sögðu Já.

Reyndar skipaði hann bókstaflega hægri hönd sína í herráðið, og þá þurfti sú vinstri að fylgja líka eðli málsins vegna.

 

Hvað um það, það er hvorki logið uppá Trump eða söguna.

Sagan endurtekur sig þegar hún á annað borð hefur hafið endurtekningarferli sín.

Trump endurtekur hegðunarferli sitt úr viðskiptalífinu.

Þar var hann einráður.

 

Bæði sagan og Trump eru orðin svo fyrirsjáanleg að gamla vísan, "hvað svo verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá" er orðin úrelt þegar menn geta sér til um framtíðina.

Varðandi söguna þá má fletta uppá blaðsíðunni í mankynssögu AB sem segir frá atburðum ársins 1933 í ákveðnu landi Evrópu, og einhver hlýtur að hafa reiknað út tíðni brottrekstra Trumps, það er hvað liðu margar mínútur á milli þess sem hann rak fólk.

 

Svo þó fordæmin séu ekki til staðar í bandarískri stjórnmálasögu, þá er samt ekkert í atburðarrás síðustu daga sem kemur á óvart.

Eiginlega er það eina sem kemur á óvart er hvað allt er fyrirsjáanlegt.

Hvenær svo bálurinn og brandurinn skellur á, er erfitt að tímasetja.

Trump á jú eftir að standa af sér gagnsókn lýðræðisins.

 

Sagan segir að hann geri það.

En það er ekki allir sammála henni.

 

Þar af margir í USA.

Kveðja að austan.


mbl.is Hægri höndin eykur vald sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

USA corporation.

 

Eigandi nokkrir billjarðamæringar.

Starfsregla númer 1: Hlýddu, númer 2: Hlýddu. 

Starfsregla númer 3: Það eru ekki aðrar reglur.

 

Svona er nú komið fyrir lýðræðinu í Bandaríkjunum, það er í harðri sögulegri keppni við annað lýðræði, sem féll á nokkrum vikum í landi einu í Evrópu á fjórða tug síðustu aldar.

Að falla fyrr, að verða alræðinu að bráð.

 

Það fólk sem er sérstaklega áhugasamt um að slá af framtíð barna sinna, vegna þess að Trump gefur því sálardópið eina, að næra fordóma þess og ótta, það mun segja; aaha, Trump er að reka fólkið hans Obama, og það er helv. fínt hjá kallinum.

Afhjúpar þannig skilning sinn á lýðræði, að það sé ekkert annað en vald eins manns, ekki leikreglur og valdajafnvægi sem þarf að virða. 

Að það sé í raun alræði, og löngu tímabært að því sé beitt þannig.

 

Nema þetta fólk útbjó ekki stjórnskipan Bandaríkjanna.

Eða samdi stjórnarskrá þess.

Þar sem gert er ráð fyrir valddreifingu og valdajafnvægi, og grunnreglan er sú að stjórnarskrána beri að virða því hún er vörn fólksins gegn of miklum völdum einstaklingsins, gegn alræðinu.

 

Og samkvæmt bandarískri stjórnskipan ber dómsmálaráðherra landsins skylda til að standa vörð um að stjórnkerfið, þar á meðal forsetinn, fari að lögum.

Dómsmálaráðherra sór stjórnarskránni eið sinni, ekki forsetanum.

Og forsetinn rekur ekki dómsmálaráðherrann fyrirvaralaust, jafnvel þó hann sé skipaður af öðrum forseta, þegar ráðherrann efast um lögmæti tilskipana hans.

Það er að segja ekki ef stjórnskipan landsins virkar ennþá.

Ekki ef lýðræðið er virkt.

 

Er Bandaríkin einkafyrirtæki nokkurra milljarðamæringa eða er landið lýðræðisríki þar sem fólkið hefur úrslitavaldið?

Þar er efinn.

Sem úr verður skorið mjög fljótlega.

 

Hvort sagan endurtaki sig.

Eða hvort hún finni sér nýja lykkju.

 

Að lýðræðið sigri í þetta sinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Rak dómsmálaráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 245
  • Sl. sólarhring: 1113
  • Sl. viku: 2258
  • Frá upphafi: 1323058

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 1931
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband