Réttlæti þó seint sé.

 

Er alltaf réttlæti.

Það er uppreisn æru, það er viðurkenning á rangindum.

Og rós í hnappagat þeirrar ríkisstjórnar sem hafði kjark til að veita þann rétt.

 

En hvað skyldi vera að frétta að Guðmundar og Geirfinnsmálinu??

Er verið að bíða eftir að öll fórnarlömb þessa réttarglæps séu farnir yfir móðuna miklu??

Er kjarkurinn aðeins í útlöndum??

 

Vonin liggur þó í að núverandi dómsmálaráðherra er röggsöm manneskja.

Það sýna viðbrögð hennar við skrifræðisrangindunum sem hjónin Ingvar Pét­ur Guðbjörns­son og Char­les Gitt­ins upplýstu alþjóð um.

Og hún hafði kjark til að fara gegn formanni sínum í ICEsave deilunni.

Svipaðan kjark þarf til að fara gegn snobbinu sem ver sitt fólk fram yfir gröf og dauða.

 

En fleinninn í þjóðarsálinni grefur um sig.

Við erum óhrein þjóð að láta dómsmorð viðgangast, og því lengra sem líður, því grárri verður ára þjóðarinnar.

Megi því manndómur rísa og kjarkleysi hníga, núna þegar kvenmaður gegnir loksins embætti dómsmálaráðherra.

Megi réttlætið verða þjóðargjöfin á þessu ári.

 

Biðjum um það.

Trúum á það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Þúsundir samkynheigðra náðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband