Borgaralegir íhaldsmenn rísa upp.

 

Líkt og gamli maðurinn með vindilinn og whiský glasið sé ennþá meðal vor.

 

Þó byrjaði valdatíð Trump ekki vel, meðvirkir fjölmiðlamenn reyndu að finna heillega brú í vitglórunni eða féllu í þá gryfju að rífast um staðreyndir við handhafa blekkingarinnar.

Lágpunkturinn var svo skrið Theresu May til Washington þar sem hún lét sér gott heita að jánka litla kallinum í einu og öllu.  Gleymt var greinilega svipað skrið forvera hennar.  Eða sú viska að lýðræðissinnar umgangast ekki andlýðræðissinna eins og um jafningja sé að ræða.

 

Það var líkt og öll vitglóra hefði yfirgefið vitborið fólk. 

Maður lýðskrums sem markaðssetur ótta og fordóma, sem lýsti því yfir varðandi lofslagsógnina að jörðin væri flöt og skipaði síðan rannsóknarrétt í anda kaþólsku kirkju miðaldanna til að þagga niður í vísundunum, fékk alla athygli heimsins eins og fordómar hans og fáfræði væru eitthvert nýjabrum sem þyrfti að ræða, og eða taka afstöðu til. 

Það var eins og enginn vestrænn leiðtogi hefði kjark til að setja sig uppá móti forheimskunni og mannhatrinu.

 

Svo gerðist eitthvað.

Það er eins og raunveruleiki þess sem Trump stendur fyrir hafi vakið vestræna lýðræðissinna af dásvefni sínum.

Hver af fætur öðrum hafa þeir risið upp og mótmælt. 

Fremsta má telja þá Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Hollande, forseta Frakklands.  Meira að segja Theresa May reis uppá hnén og sagist ekki alveg vera sammála.

 

En sem Íslendingur get ég ekki annað en verið stoltur af Guðlaugi utanríkisráðherra og Benna frænda, fjármálaráðherra.

Guðlaugur er kjarnyrtur í orðum sínum; "Það á að berjast gegn hryðjuverkum. Baráttan verður erfiðari og það gerir illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti.".

Eitthvað sem þarf ekki mikinn sið til að átta sig á, hvað þá skynsemi, en þarf kjark til að segja á opinberum vettvangi, núna á tíma ótta og undirlægjuháttar.

 

En Benedikt Jóhannesson er með þetta;

Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin.

Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horft þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.

 

Það þarf ekki að segja meir.

Við erum að ræða um forysturíki vestrænna lýðræðisríkja sem hefur svikið lýðræðið og er nú bein ógn við það.

Þá getur enginn þagað, þá á enginn að þegja.

 

Nú er spurning hvað penninn uppí Móum gerir.

Á stundum virkar hann eins og persóna í Batman sem Tommy Lee lék, það er dálítið ríkt að réttlæta ósómann sem rennur úr ranni bandarískra hægriöfgamanna.

En þegar á reynir, þá er tæpitungan beitt.

 

Allavega þá upplifum við núna þá stund, að maðurinn er reyndur.

Prófaður og dæmdur.

Í ljósi samsvarana sögunnar þá getur enginn notað þá útslitnu afsökun að hann viti ekki betur, eða ætli að láta reyna á.

Reyna á illfylgin sem hafa lagt undir sig Washington.

 

Við upplifum stund sannleikans.

Við upplifum þá stund að það er ennþá tími til að forða börnum okkar frá miklum hörmungum.

Við upplifum stundina þar sem við getum breytt rétt.

 

Látum á reyna.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Fáfræði og fljótræði stýra för“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sláandi endurtekning sögunnar.

 

Vekur upp áleitna spurningu um hvernig vegferð Trump endar.

En skoðum fyrst augljósar samsvaranir við valdatöku Trump og valdatöku frægasta lýðskrumara sögunnar, örlagaárið 1933.

 

Þeir réru báðir á mið óánægjunnar, í Þýskalandi mátti rekja hana til afleiðinga fyrra heimsstríðs sem og að kreppan mikla fór illa með þýskan efnahag.

Í Bandaríkjunum má rekja hana til afleiðinga Svörtu pestarinnar, sem hefur leikið framleiðsluiðnað þar grátt sökum útvistunar stórfyrirtækja á framleiðslu sinni sem og að óhófleg auðsöfnun örfárra á kostnað fjöldans veldur alltaf úlfúð og pirring sem leitar útrásar gegn valdastéttinni.  Mér er minnisstæð grein í Morgunblaðinu um miðjan 8. áratug síðustu aldar þar sem fjallað var um lífskjör verkafólks í Bandaríkjunum og þau borin saman við lífskjör verkafólks annarsstaðar.  Útgangspunkturinn að verkafólk þar hafði það svo gott að það var á engan hátt móttækilegt fyrir sósíalískum áróðri eða sósíalískum sjónarmiðum evrópskra jafnaðarmanna, hvað þá að það styddi stéttarbaráttu í anda kommúnískra flokka. 

Launin voru há, lífskjörin góð.

Síðan þá hafa þau staðið í stað, og í raun versnað sé tekið tillit til að þá var mjög algengt að atvinnurekandi borgaði sjúkratryggingar, en það er minningin ein hjá flestum sem þurfa að framfleyta sér á verkamannastörfum.  Á sama tíma hefur þjóðarframleiðslan margfaldast svo ljóst er að auðstéttin hefur hirt mismuninn. 

En þetta er minnihlutahópur og getur ekki breytt neinu í lýðræðislegum kosningum.  En á síðustu árum hafa æ fleiri hvítflibbastörf verið útvistuð, og heilu starfstéttirnar eru farnar að óttast alþjóðvæðinguna.

Spurningin vara bara hvernig hægt var að virkja þessa óánægju.

 

Litli kallinn í Þýskalandi hafði fundið svör við því;

".... fram þau markmið sem xxxxx telur að áróður eigi að þjóna og hvernig honum skuli beitt svo að sá árangur náist sem miðað er að. Hann segir meðal annars: Áróður má ekki leggja hlutlægt mat á sannleikann og, svo lengi sem það er hliðhollt mótaðilanum, setja hann fram samkvæmt hinum fræðilegu reglum réttlætisins; heldur skal hann einungis setja fram þá hlið sannleikans sem er málstað hans hliðholl.

Ein af uppáhalds áróðursaðferðum xxxx var þessi: Ef þú ætlar að ljúga einhverju á annað borð, taktu þá nógu stórt upp í þig og hikaðu ekki við að endurtaka það. Hugmyndin á bak við þessa aðferð var var sú að múgurinn léti fremur stjórnast af tilfinningum en vitsmunum.

...... “Blanda xxxx af kreddukenndum staðhæfingum, endurtekningum, stingandi háði og skírskotun til tilfinninga gerði yfirleitt útslagið. Í lok tveggja klukkutíma ræðu hans var múgurinn farinn að fagna oft og mikið.

…  Að því leyti voru ræður hans ætíð úthugsaðar og aldrei ósjálfráðar. En það mikilvægasta var hæfileiki hans til að sannfæra áheyrendurna um að honum væri dauðans alvara. Svo að þegar galdramaðurinn leysti þá undan seið sínum streymdu þeir heim á leið … fordómar þeirra staðfestir, von þeirra endurnýjuð af manni sem kenndi sig við ótta þeirra og þrár og lofaði að uppfylla óskir þeirra á meistaralegan hátt.”" (tekið af vef Huga.is)

 

Er bara ekki hægt að taka út nafnið sem má ekki nefna, og setja Trump í staðinn, og er þá ekki komin meint lýsing á kosningabaráttu hans.

Trump lofar að gera Bandaríkin sterk á ný (1000 ár ?).  Hann hefur þegar hafið hernaðaruppbyggingu í þá átt.

Hann hefur búið til óvin innanlands sem á að sparka í.  Nei reyndar ekki gyðinga, heldur innflytjendur. Þeim eru valdar hinar verstu svívirðingar, og þá á að brjóta á bak aftur.

Hann hefur þegar stofnað til ófriðs við nágranna sína með einhverju rugli um að reisa nýjan Berlínarmúr, 1933 var strax beint spjótum að til dæmis Tékkóslóvakíu en þar bjór stór þýskur minnihluti.

Hann boðar alheimskrossferð gegn óvini sem er ekki heimskommúnisminn eins og var í den heldur eitthvað sem er múslímskt, múslímskt þetta, múslímskt hitt.  Og dregur alla í dilka hinna útskúfuðu.  Konur og börn, friðsamar fjölskyldur, dyggir borgarar, fórnarlömb öfgamannanna, ef þau játa hina skelfilegu trú kennda við Múhameð spámann, þá eru þau hugsanlega sek, því öfgamennirnir kenna sig líka við þann sama spámann.  Sama lógík og segja; það býr Breivik í öllum Norðmönnum, eða öllum Skandínövum ef menn vilja hafa mengi óvinarins stærra.

Hann virkjar fordóma fólks gegn öllu sem er eitthvað öðruvísi en það er sjálft, og hann höfðar til ótta; "við erum umkringd, við þurfum að verja okkur".

Loks má nefna að viðhorf þess sem ekki ná nefna til vísinda voru töluvert menguð af bábiljum og/eða hugmyndafræði.  Til dæmis þurfti fólk að réttum uppruna, eða kannski réttara að segja fólk mátti ekki vera af röngum kynþætti, til að vísindarannsóknir þóttu marktækar.  Trump hefur þegar undirritað tilskipanir um að jörðin sé flöt, og endurvakið rannsóknarrétt miðalda.  Líklegast til að tryggja sér fylgi hægriöfgamanna sem og að gæta að rétti jarðeldsneytisiðnaðarins til að tortíma siðmenningunni. 

Aðrir tímar, aðrar áherslur en nákvæmlega sama hugsunin sem að baki býr.

 

Samsvaranir sögunnar gefa aðeins forspá um það sem koma skal.

Það sem er liðið er liðið og stærsta breyta morgundagsins er jú dagurinn í dag.

Í Þýskalandi voru stofnanir lýðræðisins veikburða, en Bandaríkin eru rótgróið lýðræðisríki þar sem til dæmis sjálfstæði dómsstóla er óumdeilanlegt.

Á móti kemur að verkefni alræðissinnans eru bara þá öðruvísi í dag en þau voru í öðrum landi fyrir 80 árum.  Þetta er eins og böðullinn í dag sem svissar inn öryggi og steikir fólk lifandi en notaði kvist og sprek til að brenna það fyrir nokkrum öldum síðan.  Starfið samt það sama, og enginn munur á mannvonskunni sem réði hann í vinnu.

 

Trump hefur þegar sýnt sinn innri mann, og hann er rotinn.  Og í mörgu smáu hefur hann þegar sýnt innræti sem ættað er úr brunni illskunnar. 

Hann situr uppi með lýðræðið en það er augljóst að hann telur reglur þess séu settar til þess eins að brjóta.  

Hvort hann ógni sjálfu lýðræðinu á eftir að koma í ljós. 

Það er aukaatriði málsins.

 

Aðalatriðið er að svona leiðtogi, svona málflutningur úr ranni lýðskrumi, málflutningur sem gerir út á fordóma fólks og ótta, og síðan stefna yfirgangssemi og ofbeldi í samskiptum þjóða, að þessi kokteill leiðir alltaf til ófriðar og ólgu.

Eitt leiðir að öðru eins og sagt er.

Og samsvörun fjórða áratugarins mun finna sér leið inní nútímasögu.

Og miðað við að grunnmarkmið lífsins er að geta af sér nýtt líf til að tryggja að það lifi af, þá er hreint óeðli að horfa í hina áttina, eða yppta öxlum og láta eins og ekkert hafi gerst.  Hvað þá að leika hirðfífl og spila með lýðskrumaranum.

 

Þetta snertir okkur öll.

Fyrr eða síðar.

Á banvænan hátt.

 

Feisum það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Viðburðarík fyrsta vika hjá Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvonskan holdi klædd.

 

Hreykir sér fyrir framan myndavélar, og það er til fólk sem myndar hana og lætur eins og illskan sé eðlileg.

Eins og það sé eðlilegt að koma svona fram við annað fólk.

 

Munum að Trump er bara lítill kall, en líkt og margir aðrir litli kallar sögunnar, þá kemst hann upp með fólsku sína því til er fólk sem hlýðir og óhæfuna fremur.

Ef fólki bæri gæfu til að segja Nei, til að hundsa.

Hundsa litla kallinn, þá myndi þetta vandamál í Washington leysast af sjálfu sér.

Bandaríkjamenn eru ekki svo sjálfhverfir að þeir finni ekki fyrirlitningu heimsins þegar hún skellur á þeim á fullum þunga.

 

Það er mikið í húfi að fólk breyti rétt.

Láti ekki bjóða sér hvað sem er.

Að það verji grunngildi mennskunnar.

 

Strax.

Ekki seinna þegar hún er óviðráðanleg.

Það er lærdómur þess sem gerðist fyrir um 80 árum síðan.

Og virðum þann lærdóm.

Kveðja að austan.


mbl.is Trump: „Gengur ljómandi vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 841
  • Sl. sólarhring: 983
  • Sl. viku: 1902
  • Frá upphafi: 1322665

Annað

  • Innlit í dag: 717
  • Innlit sl. viku: 1596
  • Gestir í dag: 627
  • IP-tölur í dag: 625

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband