Þráinn Bertelsson kallaði samþingmenn sína lygara.

Þegar á reyndi var það hann sem var lygari og ómerkingur.

Og ég sem studdi þessa hreyfingu í aðdraganda kosninganna.

En það voru ekki hugsjónir Borgarahreyfingarinnar sem brugðust.

Það vantaði að þekkja muninn á réttu og röngu.

ICEsave var strax augljóslega rangt.

En flestir stuðningsmenn Borgarahreyfingarinnar héldu að það væri ekki málið

Heldur fortíðin

En það lifir enginn á fortíðinni.  Hún er aðeins lærdómur inn í framtíðina.

Og þar brást Borgarahreyfingin.

Og það er sorglegt.

Kveðja að austan.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þráinn er og verður alltaf ómerkilegur. 

Baldur (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:41

2 identicon

Þetta eru allt lygarar.

Jón Áki (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:45

3 identicon

Ég mun hrækja á þennan drullusokk ef ég mæti honum á götu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:56

4 identicon

Allir að mæta á bessastaði á morgun að mótmæla þessari nauðgun á Íslandi!

Geir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:58

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Blysför, púður og bílflautur á Bessastaði..... En það var búið að skrifa þetta í handritið að ræðu forsetans og Áramótaskaupið gengur út á að Icesave yrði samþykkt, þannig að þingið varð að samþykkja.

Það er í lagi að leggja efnahag landsins í rúst, en ekki húmorinn hjá þjóðinni.... eða það heldur ríkisstjórn landsins....

Ómar Bjarki Smárason, 31.12.2009 kl. 00:15

6 identicon

Maðurinn er nokkuð augljóslega ekki með öllum mjalla eins og skjalfest er af fyrrum samflokksmönnum.  Að reyna að vera fyndinn í ræðunni hans lýsir best hversu erfitt hann á.  Hafði ekki geð í mér að hlusta á þennan konung aulafyndninnar.  Sennilega verið smekklegra að halda svona grínuppistand í jarðarför.  Enda var kallað í hann utan úr þingsal og beðinn að hætta þessum ósmekklegheitum.  Fjöldi fólks á eftir að flýja land vegna þessara óþverraaðgerða stjórnarliða. 12% flúðu Færeyjar í kreppusýnishorninu eru opinberar tölur á meðan almenningur fullyrðir að það hafi verið 20%, og afleitlega gengur að fá þá aftur, nema í frí.  Við erum heppin að ef við missum ekki mikið meira en 30.000 manns á besta og jafnframt þýðingamesta aldri fyrir þjóðfélagið.  Færeyingar hafa þurft að seinka eftirlaunaárunum um nokkur ár. 

Landráð er það og skal réttilega heita sem 33 þingmenn gerðust sekir um í kvöld.  Það sem gott er í stöðunni er að inn á InDefence  undirskriftarlistann hafa þúsundir bæst við á síðustu klukkutímum, og að 33 þingmenn frömdu pólitískt hópsjálfsmorð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:19

7 identicon

Bjargvættur þjóðarinnar verður líklega þjóðin sjálf. Nær 41.000 undirskriftir á lista Indefence og fjölmenni á Bessastöðum á gamlársdag verður vonandi til að forða okkur úr gapastokknum sem verið var að dæma okkur í.

Anna Björg (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæru samherjar.

Já, þetta var sorglegt.  Ég skal játa þegar ég skrifaði mitt háð um Ásmund Einar í gær, þá bjóst ég við að hann myndi svíkja þjóð sína, en ekki flokkinn.  

En ég trúði þessu aldrei upp á Þráinn.  Ég verð bara að játa það.

Og þar sem í dag er góður dagur, allavega hvað mig varðar, þá vil ég enda umfjöllun mína um Þráinn Bertelsson, á að hann hafi toppað í Nýju Lífi.  Og ég skal játa að ég hafði gaman af Himnafleyjunum, enda mjög sveitó.

En eitthvað hefur misfarist síðan með manngreyið.

Eiginlega votta ég honum samúð mína að enda sinn feril á þennan hátt.  En það verður ekki á allt kosið. 

En það er líf eftir svik 33 þingmanna, og þið sannið það svo sannarlega með orðum ykkar.

Bið að heilsa í blysförina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 01:37

9 identicon

Þráinn hefur komið sér inn á þing undir fölsku flaggi. Undir flaggi lýðræðis, breytinga og réttlætis sannfærði hann fólk til að kjósa sig... en hefur opinberað sig sem skúrk og níðing. Þegar Gunnar Bragi stendur í pontu og bendir á það sem öllum er augljóst, að hann sé bara skósveinn samfylkingarinnar segir Þráinn honum að "éta skít".

Þráinn hefur orðið gott orðspor:, félagsleg afæta, alzheimer sjúklingur, lygari, hræsnari og föðurlandssvikari.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 02:05

10 identicon

Atvikið má sjá hér:

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20091230T222144&horfa=1

Jóhann (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 02:06

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Þetta er allt mjög sorglegt með Þráinn.

En mjög margt gott fólk var og er í BH/Hreyfingunni.  Því má ekki gleyma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 09:56

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þráinn sagðist mundi fylgja stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. Til þess var hann jú kosinn.

Í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar er skýrt hvaða skilyrði þarf að uppfylla áður en IceSave skuldirnar séu greiddar. Þessi skilyrði hafa ekki verið uppfyllt:

6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

Jón Þór Ólafsson, 31.12.2009 kl. 13:08

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Dálítið seinn á ferð en kenni um áramótaönnum.  Og nýjársþreytu.

Vissulega er Þráinn Bertelsson ekki að framfylgja stefnuskrá BH.  En þið föttuðu aldrei kjarna ICEsave deilunnar en hún er sjálf tilvera þjóðarinnar.  Þetta er eins og með þá sem láta undan skólafantinum, þeir gerast áskrifendur af meiri fantaskap, jafnvel fórnarlömb til lífstíðar.

Og þegar menn átta sig ekki á að um grundvallarmál sé að ræða, þá telja menn annað mikilvægara, jafnvel að sundra hreyfingunni út af prinsippmálum, en ekki neyðarmálum.  Þegar þremenningarnir áttuðu sig á alvörunni, þá fylgdi grasrótin ekki með, jafnvel klappaði upp Þráinn, sem hafði með viðbrögðum sýnum þegar hann kallaði samþingmenn sýna lygara, sýnt að hann var ófær til samstarfs, réði ekki við krísur.   Svoleiðis menn bera í sér feigðina og því komu svik hans núna mér ekki á óvart.

Og það sorglegast við málið allt saman, var að skeleggasti andstæðingur spillingar, og um leið manneskja sem bendir á lausnir, að þið settuð hana skör lægra en Þráinn, kannski vegna þess að þið voruð svo sniðug að vilja þekkt andlit út á poppúlisma, en ekki óþekkta hæfileikaríka konu.

Þetta kallast að þekkja ekki sinn vitjunartíma, og þess vegna fór sem fór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 450
  • Sl. sólarhring: 729
  • Sl. viku: 6181
  • Frá upphafi: 1399349

Annað

  • Innlit í dag: 379
  • Innlit sl. viku: 5234
  • Gestir í dag: 348
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband