30.12.2009 | 22:54
Nú var hann þá þjóðníðingur eftir allt.
Og ég hélt að það væri níð um manninn.
Öllum getur skjátlast.
Kveðja að austan.
Ásmundur Einar samþykkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 303
- Sl. sólarhring: 787
- Sl. viku: 6034
- Frá upphafi: 1399202
Annað
- Innlit í dag: 259
- Innlit sl. viku: 5114
- Gestir í dag: 244
- IP-tölur í dag: 241
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er grátlegt, Ómar. Ótrúlegt. Ömurlegt.
Elle_, 30.12.2009 kl. 22:58
Svartur dagur. Ég er orðlaus.
Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 23:06
Nú verður fjöldaflótti úr Heimssýn.
Axel Þór Kolbeinsson, 30.12.2009 kl. 23:30
Ég hafði þá rétt fyrir mér því miður.
Umrenningur, 30.12.2009 kl. 23:33
Það á að reka helvítið úr heimssýn með skömm!!!
Geir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:38
Því miður brást hann þjóðinni eins og hinir 32 föðurlandssvikararnir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:54
Allir að mæta á bessastaði á morgun að mótmæla þessari nauðgun á Íslandi!
Geir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:06
Um leið og ég samhryggist ykkur þá verð ég að fá að óska síðuhaldara til hamingju með afmælisdaginn sem ber ekki sem betur fer upp á einn mesta smánardag fullveldisinns. Til hamingju með afmælið Ómar og takk fyrir þína ötulu og ósérhlífnu baráttu fyrir Íslendinga í þessu máli.
Umrenningur, 31.12.2009 kl. 00:09
Ég tek undir þessar heillaóskir. Ómar er góður Íslendingur.
Baldur Hermannsson, 31.12.2009 kl. 00:11
Tek undir með þeim hér að ofan um frábært framlag Ómars austankveðju manni fyrir allt sem hann hefur gert, sem og ykkar allra. Núna megum við ekki gefast upp, heldur að berjast af enn meiri krafti um að forsetinn virði skoðun 70% landsmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Mætum á morgun kl. 10 að Bessastöðum og krefjumst réttar okkar. Skrifum undir InDefence undirskriftarlistann, sem á hafa bæst þúsundir seinustu klukkutímana.
Við skulum ekki gleyma að í kvöld frömdu 33 þingmenn pólitískt hópsjálfsmorð. Það eru góðu fréttirnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:37
Nú hlýtur að þurfa að draga ómennin fyrir dóm ef forsetinn skrifar undir og Icesave verður að ólögum, kúgunarlögum.
Elle_, 31.12.2009 kl. 00:39
Ég er sorgbitinn.
Sigurður Þórðarson, 31.12.2009 kl. 00:50
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Já, þetta fór ekki vel, þó mögum okkar hafi grunnt það.
En minni á herhvöt mína frá því fyrir langa löngu. Vitna í Churchil, að þó þessi orrusta tapist, þá þarf aðeins að finna nýjar vígstöðvar, og þá að berjast hraustlegrar en fyrr.
Því stærsti kosturinn við réttlætið er sá, að það sigrar alltaf af lokum.
Takk fyrir hlýleg orð, og við megum ekki vera mjög vond við Ásmund.
Hann er fórnarlamb strák greyið, já og reyndar þjóðníðingur, en úr því má bæta.
En ykkur öllum óska ég gleðilegs nýs árs, og megi það verða upphaf hins Nýja Íslands.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 01:21
Blessaður kæri Umrenningur og takk fyrir afmælisóskir þínar.
Já, núna er dagur friðar og flugelda, og nokkurra Whiskí glasa. Reyndar verð ég með koníak líka, auk míns eðal drykks, milli 2-4 handa þeim sem kunna að meta. Allavega mætir bróðir minn.
Og mín afmælisgjöf til þjóðar minnar er mín Lilja, hef reyndar skrifað þær margar áður, en núna mætti fólk lesa og íhuga.
Ég held að ég nálgist kjarna málsins þó stærri spámenn þurfi að endurflytja hana.
Og ég er mjög þakklátur að Alþingi hafði loksins manndóm til að afgreiða ICEsave. Þá er mínu hlutverki lokið í bili.
Núna eiga málsmetandi menn næsta leik.
En gangi það ekki eftir, þá hljótum við að hittast í stríðinu, hvenær sem þeytt verður í lúðra frelsisbaráttunnar.
Ég veit að við mætum báðir, en ef ég læt ekki sjá mig, þá stendur illa á.
En takk fyrir þína jákvæðu hvatningu og allar þínar herhvatir, og ég óska þér og þínum Gleðilegs nýs árs.
Kveðja að austan.
Ómar.
Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 01:31
Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG. Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur. Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig. Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur. Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga. Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist. Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar.
Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár. Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli. Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum. Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni. Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 13:03
Ásmundur er að ég tel ósköp venjulegur VG-blaðrari, þetta er búið að vera ein allsherjar leiksýnig hjá þeim... að undanskildum Ögmundi eo Lilju M.
Birgir Viðar Halldórsson, 31.12.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.