30.12.2009 | 22:52
Sammála Ögmundi og Ólínu.
Þau hafa rétt fyrir sér.
Alþingi á að afgreiða þetta mál, og fella það.
Því frumvarpið er ólöglegt samkvæmt Evrópulögum, og samkvæmt íslensku stjórnarskránni, burtséð frá innihaldi þess.
Það eru ekki rök í málinu að innihaldið vegi að lífskjörum þjóðarinnar, og það eru ekki rök í málinu að ICEsave ríkisábyrgðin geti þýtt endalok efnahagssjálfstæðis þjóðarinnar.
Það á ekki að reyna á þau rök.
Því frumvarpið er ólöglegt og á aldrei að samþykkjast.
Og ef Alþingi Íslendinga brýtur stjórnarskrá landsins, þá á forseti lýðveldisins, og verndari stjórnarskráarinnar að synja frumvarpinu samþykki.
En þjóðin á ekki að greiða atkvæði um lögbrot.
Kveðja að austan.
Felldu tillögu um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þráinn Bertels...greiddi með Ice Save FULLUR......iðrunnar reyndar en mætti halda annað. Vorkenni svona þurfalingum og ræflum
Baldur (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:22
Ég hef aldrei verið sammála öskrandi ICESAVE-Ólínu um nokkurn skapaðan hlut, Ómar. Ekkert. Núna hlýtur að þurfa að draga þessi Icesave ómenni fyrir landsdóm.
Elle_, 31.12.2009 kl. 00:15
Ólína og Ögmundur eru prinsipp manneskjur bæði tvö. Þau hafa bæði sýnt það að þau geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og láta ekki stjórna sér. Þau bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Ég trúi því að þau hafi bæði greitt atkvæði í þessu máli eftir bestu samvisku, þó að þau séu ekki á sömu skoðun.
Kjósandi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:23
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Baldur, Þráinn fékk sér pistil frá mér, og ekki var hann fallegur.
Kjósandi, viss kjarni í því sem þú segir sem ég er sammála.
Og hæ aftur Elle mín.
Þú veist það mjög vel að ekki er ég sammála henni Ólínu, svona almennt séð. Og ekki var ég sammála því hvernig hún greiddi atkvæði í kvöld.
En tillagan um þjóðaratkvæði var heimskuleg, og á því vildi ég vekja athygli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.