Jóhanna Sigurðardóttir lýgur blákallt að þingi og þjóð.

Ég hlustaði á framsöguræðu Jóhönnu Sigurðardóttir í kvöld. Og eftir nokkrar mínútur gafst ég upp á að hlusta.  Aldrei hefur íslenskri þjóð verið jafn mikið misboðið á jafn stuttum tíma. 

Forsætisráðherra landsins tókst ekki að rökstyðja mál sitt með einni staðhæfingu sem stenst sannleikspróf.  Þetta voru beinar lygar, líka blekkingar og rangfærslur.

Ég ætla að tína það helsta til eftir minni, en þeir sem hafa aðgang að ræðu Jóhönnu geta fyllt upp í myndina á sínum bloggum. 

1. Jóhanna fullyrðir að ICEsave sé aðeins í þriðja sæti yfir þær skuldir sem hafa fallið á ríkissjóð vegna fjármálahrunsins.  Í þessu felst í fyrsta lagi sú blekking, að vegna þess að annað sé stærra, þá ráðum við þessa skuld.  En ríkið þarf sannarlega að standa undir fjárlagahallanum, og ríkið þarf sannarlega að standa undir að endurfjármagna Seðlabankann.  En ríkið þarf ekki að fjármagna breska ríkissjóðinn með ICEsave greiðslum sínum.  Og fjárlagahallinn og endurfjármögnun Seðlabankans er skuld að mestu við innlenda aðila, á hóflegum vöxtum ef ríkið kýs svo.  Og börn framtíðarinnar sem eiga þá skuld, munu ekki gera okkur upp í nútíð ef við getum ekki staðið í skilum við þau skuldabréf.

Og allir þekkja vitleysinginn sem réði varla við húsnæðislán sitt og bílalán, en tók síðan viðbótarlán vegna sumarhús á Spáni, það var nefnilega lægra en hin tvö.  Sem hann réði ekki við að greiða af þeim sem hann hafði fyrir.

Og svo er það lygi að ICEsave sé í þriðja sæti.  Jóhanna er ekki að fara að skrifa upp á skuldabréf upp á 230 milljarða með vöxtum eins og hún heldur fram.  Hún er að fara að skrifa upp á skuldabréf upp á 1.000 milljarða með vöxtum.  Það er það sem hún hefur í hendi, eignir á móti eru útí skógi.  Ekki í hendi.

2. Hún fullyrðir að Brussel viðmiðin svo séu inn í þessum nýja samningi eins og var með fyrirvörum Alþingis frá 2.  sept..  Þetta er lygi.  Ég vil vísa á bloggpistil Lofts Altice svo menn geta ef þeir vilja lesið muninn á núverandi ákvæðum og því sem stóð í frumvarpinu sem Alþingi samþykkti 2. sept.  http://altice.blog.is/blog/altice/entry/997693/´ Í stuttu máli þá falla allir fyrirvarar niður en í staðinn er stuttur texti um að ef Ísland eigi ekki að greiða þessa upphæð samkvæmt dómi þá "skal fjármálaráðherra efna til viðræðna við aðra aðila lánasamninganna, og eftir atvikum einnig Evrópusambandið og stofnanir Evrópska efnahagssvæðisins, um það hvaða áhrif slík úrlausn kunni að hafa á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins samkvæmt þeim"  Eina loforð fjárkúgaranna eru þau að þeir muni taka upp viðræður við okkur.  Þær þurfa þess vegna ekki að taka lengri tíma en það tekur að klára einn tebolla, og svo sorrý Stína.

Ingibjörg Sólrún sagði sérstaklega í sínu minnisblaði að núverandi samningur væri ekki byggður á Brussel viðmiðunum, og til hvers ætti hún að ljúga því til????  Enda sjá allir þetta sem á annað borð lesa frumvörpin og bera þau saman.

3. Hún talar um að efnahagsfyrirvararnir haldi.  Og það er hálfsannleikur.  Vissulega þá fer greiðslan ekki yfir ákveðið þak, en þá bætist það sem upp á vantar aftan á höfuðstólinn og safnar þar vöxtum og vaxtavöxtum.  Kannski eðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir telji það fullnægjandi, þessi frægi talsmaður lítilmagnans kallar það skjaldborg um heimili að bjóða þeim einmitt slíka afarkosti, en Hagsmunasamtök heimilanna kallar þá skjaldborg hengingaról.  Og eins er það með þá fyrirvara sem eru í núverandi ICEsave frumvarpi.  Þeir gera ekkert annað en að auka vandann til langs tíma og viðhalda skuldafangelsi þjóðarinnar út i hið óendanlega.

4. Blekkingartal hennar um stuðning Evrópusambandsins benda til þess að annaðhvort er hún mjög einföld, eða hún álíti stuðningsmenn sína hreinræktaða hálfvita.  Hvar er þessi stuðningur skjalfestur á bindandi hátt?????  Hjá Evrópuþinginu, framkvæmdarstjórninni???  Hvar?????

Fólk sem notar svona orðagjálfur sem rök ætti virkilega að skammast sín.

Og fleira má telja til en svæfing  tvíburanna kallar á.

Treysti á aðra mæta menn til að fylgja lygum Jóhönnu eftir.  Hún kemst kannski upp með þær núna.  En það gilda lög í landinu, og réttlætið mun að lokum elta uppi alla lygamerði ICEsave svika Samfylkingarinnar og VinstriGrænna.

Það eru rök að segja "að ég tel að þetta sé illskásti kosturinn", en hreinar lygar í svona grafalvarlegu máli varðar við öll lög og reglur landsins, þó kannski hafi gleymst að gera ráð fyrir þvílíkum svikum og rangfærslum hjá ráðamönnum þjóðarinnar.

En andi lýðræðis og réttarríkis er skýr. 

Og ræða Jóhönnu Sigurðardóttir gekk gegn þessum anda á allan hátt.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Gögnum ekki haldið frá þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Allt sem þetta konu-ómenni hefur sagt síðan í apríl eru blekkingar, heimska, lygar, rangfærslur og svívirðingar.

Elle_, 30.12.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle baráttujaxl.

Hef saknað þín.  

En gleðileg jól, og ósk um gott og farsælt nýtt ár.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Elle_

Fallega sagt Ómar, en ég var of upptekin við Icesave í Alþingi. -_-  Og til hamningju með daginn.  Núna er ég andvaka af reiði og sorg.  Þú getur ekki farið, Ómar, og gefið þetta upp við málsmetandi menn núna því við þurfum líka menn eins og þig. 

Elle_, 31.12.2009 kl. 01:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Elle, og takk fyrir hamingjuóskir þínar.

Ég er ekki farinn en ég hef ekki afl til að vinna því brautargengi sem þarf að gera.  Allt sprikl mitt síðustu daga var til að undirbyggja það að ég fengi einhvern lestur á lokagrein mína, og jú vissulega einnig til að höggva ICEsave sinna.

En vígaferli og vígamenn eru ekki það sem við þurfum á að halda akkúrat núna.  Íhugaðu aðeins orð mín í lokapistli ársins.  Heldur þú til dæmis að ef stjórnarandstaðan hefði fellt ICEsave með minnsta mun gegn hinum hluta þjóðarinnar, að ástandið hefði verið eitthvað betra????   Þó sá hluti þjóðarinn sé minni í augnablikinu, þá á komandi erfiðleikatímum, þá hefði aftur verið hægt að æsa til ófriðar, og þá að kenna falli ICEsave frumvarpsins um allt sem miður færi.  Og þar hefði atvinnurekendur, hagfræðidvergar og verkalýðshreyfingin verið í broddi fylkingar.

Það var þetta ástand sem Þorgeir sá fyrir, og orð hans hefðu alveg getað verið flutt á Bessastöðum í dag.  Það er ef vit væri þar til staðar, sem ég ætla ekki að dæma um.

Og aðstæðurnar eru alveg sömu, nema núna er það minnihluti sem aðhyllist hinn heiðna sið að fórna fólki til að blíðka guðina, sem í dag heita "traust" og "fjárfestar".  Og í dag eru það erlend öfl sem standa með heiðninni, en í den var það Noregskonungur sem bauð óvináttu sína ef hinn nýi siður yrði ekki meðtekinn.

Og það var rétt spor að veðja á siðmenninguna þá, og það er rétt spor að veðja á siðmenninguna núna.  Þó allflestir ráðamenn hins vestræna heims  séu hundheiðnir og telji mannfórnir AGS og Nýfrjálshyggjunnar vera hreyfiafl hagkerfisins, þá er það ekki svo.  Orð meistarans frá Nasarets eiga jafn vel við í dag, eins og þá.

Mannúð og mennska ásamt trú á eitthvað betra, og láta sér þykja pínulítið vænt um náungann, sem aftur á móti leiðir til þess að fólki er ekki fórnað, hvorki fyrir guði eða peninga.

Og þetta þarf fólk að skilja.

En það er ekki okkar vígamanna að útbreiða þann boðskap.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 31.12.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 445
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 6176
  • Frá upphafi: 1399344

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 5229
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband