30.12.2009 | 15:46
Eru engin takmörk fyrir þeim hálvitagangi sem Samfylkingin notar til að réttlæta ICESave???
Magnús Orri Scram skrifar lúmska áróðursgrein í Morgunblaðið í dag. Þar vitnar hann í sekan þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki ennþá gengist við sinni ábyrgð á þeim hörmungum sem stefna fyrri ríkisstjórnar var í ICEsave deilunni, og því bulli sem hann lét úr út sér þegar hann var að reyna réttlæta þá skuldsetningu.
En látum það vera, sá drengur er að þroskast þó hann sé ekki ennþá búinn að fatta að ICEsave er ólöglegur gjörningur samkvæmt íslenskum og evrópskum lögum.
En lítum á heimsku Magnúsar:
"Við þingmennirnir höfum tekist á um ýmislegt í vetur en erum þó sammála um að erlend fjárfesting og erlend fjármögnuner ein lykilforsenda þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýju ári og þar gegni lúkning Icesave lykilhlutverki. En leiðir slíkt af sér verri lífskjör til lengri tíma? Væri ekki hyggilegra að freista þess af öllum mætti að koma atvinnulífinu í gang við fyrsta tækifæri? Stækka þannig kökuna sem er til skiptanna og greiða af Icesave í hagvexti, frekar en að fara leið sjálfstæðismanna og dýpka kreppuna í von um betri samning (sem er alls óvíst) og þannig herða í snörunni utan um íslenskt atvinnulíf. Það er óspennandi óvissuferð."
Hvað hefur drengurinn fyrir sér í þessu???
Hver var erlend fjárfesting á Íslandi á árunum 1995-2007????
Í stuttu máli þá var hún óveruleg fyrir utan fjárfestingu álfyrirtækja í álverum. Stór skýring þess er sú að erlendum aðilum er bannað að fjárfesta í sjávarútveginum, og fátt annað er til að fjárfesta í.
En samkvæmt röksemdum Magnúsar Orra, þá var ekki fjárfest þessi ár vegna þess að Ísland hafði ekki samþykkt ICEsave samninginn núna í sumar. Sem sagt atburður framtíðar hefti fjárfestingu í fortíð.
En ef íslenska þjóðin gengst undir drápsklyfjar ICEsave, þá mun menn koma hér í röðum og fjárfesta i íslensku atvinnulífi.
Og þá spyr ég bara og vona að flest skynsamt fólk geri það líka. Í hverju eiga þessir útlendingar að fjárfesta??????
Í sjávarútveginum??? Í gjaldþrota fyrirtækjum fyrir slikk????? Í orkufrekum iðnaði???
Ef svarið er sjávarútvegi, þá þarf að breyta lögum landsins. Ef svarið er í gjaldþrota eignarhaldsfélögum, þá vona ég það að við verðum aldrei svo ógæfusöm að vilja hræætur til landsins, en það er kannski draumur félagshyggjunnar að fá það versta í alþjóðlegu auðvaldi til landsins og veita því hér griðastað.
Og ef svarið er orkufrekum iðnaði, þá spyr ég einfaldlega, fyrirfinnst einhversstaðar á Íslandi nógu mikill hálfviti sem trúir því að álfyrirtækin séu að spá í ICEsave þegar þau vilja fá hagstæða íslenska orku í heimi þar sem orka er takmörkuð auðlind?????
Viti einhver um þann hálfvita, þá væri gott að fá nafn og símanúmer, það hlýtur að vera hægt að flytja manninn út sem sýningargrip.
Og forsenda allra fjárfestinga, jafnt innlendra sem erlendra er arðsemi þeirra, ekki hvort Ísland sé þrælanýlenda breta eður ei.
Og síðan mega menn hugsa dæmið enn lengra og spá í hvaða arðsemi þarf til að hún vegi upp á móti 35-50 milljarða útgreiðslu á ári út úr þjóðarbúinu???? Það er til dæmis mikið deilt um hvort Kárahnjúkavirkjun, stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, sé að skila 0 kr. á ári, eða á bilinu 2,5-5 milljarða á ári í hreina innkomu í þjóðarbúið. Það þarf með öðrum orðum 6-10 Kárahnjúkavirkjanir til að dekka ICEsave, og hvar er sú orka ónotuð????
En grein Magnúsar var lúmsk, og fer örugglega ágætlega ofaní það félagshyggjufólk sem vill lifa með fáfræðinni að leiðarljósi, og fórna sjálfum sér og öðrum fyrir flokkshollustu sína.
En svona málflutningur meikar engan sens.
Það er aldrei hagvöxtur hjá hálfgjaldþrota þjóð sem ræður ekki við afborganir sínar af erlendum lánum og skuldbindingum. Það þarf fjármagn til að skapa hagvöxt, ekki skuldir.
Og skuldir sem eru teknar beint út úr hagkerfinu og færðar vinum Samfylkingarinnar að gjöf, þær skapa enga veltu, engan arð í þjóðfélaginu.
Það að samþykkja ICEsave þýðir samdrátt í þjóðarframleiðslu, ekki hagvöxt. Þetta vita allir hagfræðingar þó flestir sú þær lyddur að ljúga að þjóðinni fyrir pening. En lygi breytist ekki í sannleik þó það sé borgað fyrir hana.
Og svona lygi á í jafn alvarlegu máli á að varða við lög.
Eða allavega á að banna slíka heimsku.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 15:26 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blesaður Ómar,
Ætli hann sé ekki að meina væntanlegar fjárfestingar eða sölu auðlinda okkar eins og vatnsréttinda hvar fordæmin eru í Hafnarfirði og Snæfellsbæ og svo "fjarfestingasamningar" við hugsanlega gagnaverseigendur sem bráðvantar ódýra orku.
Nýárskveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.1.2010 kl. 10:27
Blessaður Arinbjörn.
Nákvæmlega, og að hindra þau ósköp er brýnasta mál morgundagsins, það er ef vitiborið fólk fer að vinna að þjóðarsátt í ICEsave deilunni.
Og það er eitt mál sem er alvarlegast af þeim öllum, og það er hið erlenda eignarhald bankanna, og þá sérstaklega að stór hluti þeirra skuli vera kominn í eigu blóðþyrsta villimanna, sem hafa verri orðstír en herir Gengis Kahn höfðu á sínum tíma.
ICEsave sem slíkt er þvílíkt lögbrot og kúgun, að þeim samningi verður rift um leið og íslenska þjóðin losnar við fulltrúa hins erlenda innrásarliðs úr stjórnarráðinu, þar eru alþjóðlög öll okkar megin. Engin þjóð er skuldbundin af samningum sem Leppar erlendra stjórnvalda gera.
En þetta er öllu snúnara með bankanna, sökum slitanna milli þeirra nýju og þeirra gömlu.
En í þessu eignarhaldi liggur hin raunverulega ógn sjálfstæðis Íslendinga og hreint með ólíkindum hvað þjóðin sefur í því máli. Og það skuli finnast sómakær Íslendingur, hvað þá af vinstri kantinum sem styður þau ósköp, hvað þá vinnur af framgang þeirra.
Og ég veit það ekki, umræðan hefur örugglega farið fram hjá mér að hluta, en mér finnst eins og það séu bara Steingeitur á móti þeirri svívirðu, sérstaklega ég og Hádegis Móri. Og hver hefði trúað því að íslensk þjóð væri orðin svo dauf af áratuga velmegun, að hún snýst ekki til varnar í svona lífshagsmunarmáli, að örfáir einstaklingar geti hreinlega gefið þjóðarauðinn amerískum vogunarsjóðum. Og harðasta andstaðan skuli koma frá fyrrverandi stjórnmálamanni sem flesti höfðu sett út af sakramentinu.
Hvað er af restinni af liðinu??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????
En þetta segir bara eitt, gömlu bandalögin hafa riðlast, og þörf er á nýjum, ekki til að gera upp fortíðina, heldur til að hindra endalok þessara þjóðar. Að hún hafi þó eitthvað um sína framtíð að segja, og hafi tök á að gera upp sína fortíð.
Ánauðir skuldaþrælar, í eign breta og illmenna, þeir vinna og halda kjafti.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2010 kl. 21:01
Blessaður Ómar
Ég er steingeit, fæddur 29.12.1960
Hvar er restin liðinu spyrðu? Réttmæt spurning. Mér sýnist Ómar að svo mikið gangi á að menn vita ekki lengur hvaðan á þá stendur veðrið. Það dregur úr fólki kraftinn því þá veit það ekki hvað það á að gera og gegn hverju. Á hverjum degi berast nýjar fregnir af nýjum spillingamálum og nýjum hneykslum, nýjum lygum og blekkingum. Þjóðin er farin að skammast sín og það dregur úr henni kjark og baráttuvilja. Því miður hef ég á tilfinningunni að það sé enn langt í að neistinn kvikni en með hverjum degi nálgast sá tími. Vonandi er styttra í þann dag en ég held.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.1.2010 kl. 17:43
Blessaður Arinbjörn.
Já, það er eitthvað í eðli Steingeita að sætta sig ekki við ytri kúgun.
En ég tel að við verðum að horfast í augun á þeirri staðreynd, að allt þetta spillingartal er markvisst notað til að setja þjóðina í hlekki erlends auðvalds, sem við munum aldrei hafa neitt yfir að segja, það var þó alltaf hægt að reka hitt úr landi með skömm.
Ég er alveg sammála því að hlutirnir eru ekki fagrir, en munurinn á mér og mörgum öðrum er sá, að ég tel að þetta hafi alltaf legið fyrir, öllum augljóst sem sjá vildu, og reyndar eðlileg afleiðing þess græðgiþjóðfélags sem Ísland var orðið.
Og ég harðneita þeirri söguskoðun að einhver óeðlileg spilling hafi átt sér stað. Langar að vísa í umræðu í fremsta þræði mínum um friðarslitin. Og þá er það spurningin hvort ég sé kominn í mótsögn við sjálfan mig, því ekki ber ég heldur á móti því sem þú ert að segja.
Þá langar mig að vísa í gömlu söguna um gullkálfinn og Móses í biblíunni, hún segir svo margt í stuttu máli sem hægt væri að skrifa langa ritgerð um. En kjarni málsins er sá, afhverju felldi Móses gullkálfinn í stað þess að láta guð brenna dansaranna, restinni af þjó Jave til viðvörunnar??????
Svar, það hefði verið til lítils, því aðeins hefðu nýir dansarar komið ef gullkálfurinn hefði fengið að standa, sem og hitt, það var kálfurinn sem glapti fólkið, ekki innri spilling þess.
Með öðrum orðum þá felldi Móses kerfi græðgi og Nýfrjálshyggju og en refsaði ekki fólkinu sem lét glepjast af því. Því það sem við köllum spilling í þessu kerfi, er ósköp eðlilegt samkvæmt þeim leikreglum sem þar giltu.
Framkoma og hegðun manna gat ekki verið á annan hátt. Ef þú leyfðir kerfið (þjóðin), þá er til lítils að koma seinna meir og fordæma hegðun leikenda, en láta kerfið standa.
Og það er það sem er að gerast.
Og jafnvel óspilltasta þjóð heims, hefði orðið gullkálfunum að bráð, um leið og hún leyfði laun upp á 900 milljónir til eins manns á 5 árum, auk áhættulausra hlutabréfaviðskipta sem gátu gefið margfalda þá upphæð, ef selt var í tíma, áður en gullkálfurinn hikstaði.
Þetta er alltaf spurning um orsök og afleiðingu og i mínum huga, frá unglingsaldri þá hefur kerfi græðgi og siðblindu, kerfi mannlegra fórna og hörmunga, verið rangt. Og rangt þýðir rangt.
En talsmenn Gullkálfsins, hafa með blekkingum sínum og leiguþýi, fengið þjóðina til að eltast við fortíðina, í stað þess að verjast árás fylgismanna hans, og í framhaldinu að steypa honum af stalli, vonandi fyrir fullt og allt.
Því það er Gullkálfurinn sem elur af sér spillinguna og siðleysið.
Og ég er ekki að tala um neinn kommúnisma í staðinn eða eitthvað þvílíkt. Hagfræði Gullkálfsins hefur akkúrat ekki neitt með kapítalisma og frjálsan markað að gera. Og raunverulega framíð þjóðarinnar er bundin við að hún átti sig á þessari staðreynd. Og berjist gegn þrælasamningi ICEsave, eignarhaldi erlendra vogunarsjóða á bönkum okkar, og verjist ásælni erlends auðvalds í auðlindir okkar.
En þeir sem eru bugaðir vegna þess að þeir neyðast til að horfast í augun á vitleysu Nýfrjálshyggjunnar, ranglega kennda við kapítalisma, þeir enda sem þrælar, þrælar auðvalds og illmenna.
Og það fyndnasta við stöðuna í dag, er sú staðreynd, að ég, gamli rótæki miðjumaðurinn, á meira sameiginlegt með félagsmönnum frjálshyggjufélags Reykjavíkur, og gömlum fjandvinum úr Vöku, en gömlum baráttufélögum af vinstri væng stjórnmálanna.
Og fyrr hefði ég trúað að háþróuð þota frá árdaga Atlantis hefði fundist í Atlantshafinu, en að ég myndi einhvern tímann lenda í þessari stöðu.
En ég tel mig ekki hafa svikið bjargfastar hugsjónir mínar og andstöðu við siðlaust græðgi og mannhatur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.1.2010 kl. 21:16
Belssaður Ómar
Takk fyrir þetta Ómar minn.
Kv, ari
Arinbjörn Kúld, 4.1.2010 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.