30.12.2009 | 08:16
Nú voru þetta ekki hryðjuverkamenn?
Hvað erum við búin að heyra marga pistla frá London, þar sem Ruv hefur samviskusamlega lapið upp allar ávirðingar þess fólks sem settu mig og þig á lista með mönnum eins og þeim sem reyndu að sprengja upp flugvélina núna um daginn.
Átti sér ekki stað sú glæpsamlega hegðun að þessi banki var að mergsjúga breskt fjármálakerfi????
Svo þegar á reynir þá á bankinn fyrir öllum sínum skuldum og vel það.
Eru þetta ekki alveg skelfilegar fréttir fyrir félaga Össur???
Össur nýbúinn að finnast undir skrifborði sínu í utanríkisráðuneytinu, þakinn skjölum frá Reya, sem hefðu getað gagnast íslensku þjóðinni í varnarstríði sínu. Þau máttu ekki fréttast, því það á að semja, fyrirgefið gefast upp með góðu eða illu.
Það er svo að íslenska þjóðin geti iðrast synda sinna sagði virtur prófessor á Akureyri.
En núna eru staðreyndir lífsins að eyðileggja þá iðrun. Við vorum ekki sek um annað en að reka banka í Englandi. Banka sem fór á hausinn í ölduróti hinnar alþjóðlegu bankakreppu, ásamt hundruðum annarra banka.
Vissulega voru tekið við innlánum og af þeim greiddir vextir. En það gerir bankamenn aðeins seka ef þeir játast undir boðskap kóransins. Liggur í því misskilningur breta???? Héldu þeir að við værum múslímar að brjóta okkar eigin siðaboðskap?? Og myndum því í iðrun okkar búa til sprengjur og sprengja upp City.
Kannski, en hvaða máli skiptir hvað bretar hugsa??? Svona fyrir utan áhyggjur fréttaritara Ruv í London af þeim þankagang.
Það sem íslenska þjóðin þarf að hafa áhyggjur af er hvort það sé ennþá rúm fyrir fleiri skjöl undir skrifborði Össurar, núna þegar hann hefur verið dreginn undan því og látinn standa fyrir máli sínu niður á Alþingi.
Á að fela þessar staðreyndir eins og aðrar??'
Eða á að nýta sér þessar upplýsingar og lögsækja bretana fyrir gerræði og lygi og skemmdarverk og hryðjuverk og djöfulskap og fyrir að múta íslenskum vitleysingum???
Eða á að kæfa þessa umræðu eins og aðra með aðstoð vitgrannra fréttamanna???
"Eru ekki allir orðnir leyðir á ICEsave??? Ræðum bara um mann ársins????"
Hvað eru 1.000 milljarðar á milli vina????
Bretarnir munu hugsa um sig og sína.
Kveðja að austan.
Bankinn enn með 60 milljarða eigið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 15:23 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 29
- Sl. sólarhring: 530
- Sl. viku: 5035
- Frá upphafi: 1400862
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 4369
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.