29.12.2009 | 23:54
Það liggur skýrt fyrir segir Steingrímur Joð,
að hann ætli að festa flokk sinn endanlega í ICEsave fýlupytti Samfylkingarinnar.
En er það svo skýrt????
Vilja flokksmenn hans festast í því fúafeni???
Langar þá örugglega ekki að teljast til ærlegs fólks á komandi árum?????
Er ekki á meðal flokksmanna hans fólk, sem hefur metnað til góðra verka og mikilla metorða í íslenskri pólitík???
Úrhrök, jafnt pólitísk, sem önnur úrhrök eru aldrei kosin á þing.
Dettur nokkrum heilvita manni í hug að unga fólk VG sé ekki að hugsa sína stöðu???
Jafnvel að leka upplýsingum og ýta undir óróa????
Dettur nokkrum manni í hug að fórnfýsi þess í þágu ESB draums Samfylkingarinnar sé svo sterkur að það vilji sitja uppi með þann þunga kross að hafa svikið kjósendur sína og íslensku þjóðina á ögurstundu??
Vissulega trúa örfáar hræður á hina nýju uppbyggingu, en þegar hús er brennt til grunna, þá þarf peninga til að endurbyggja það. Þeir sem nota peninga sína til að borga bretum og Hollendingum, byggja ekki upp að nýju. Þeir mega teljast heppnir að fá tjald til að skýla sér. Og hafi þeir í leiðinni kveikt í hjá nágrönnum sínum, þá bíður þeirra útskúfun úr samfélaginu.
Eins er það með kjósendur VG, þeir eiga eftir að vakna upp við hrollkalda veruleika niðurskurðar og niðurbrots velferðarkerfisins. Og það lifir enginn á íhaldshatri til lengdar á grautardisk sínum.
Til að lifa þurfa menn fisk og kjöt, og lýsi út á. Ekki hatur og heift.
Nei, ICEsave er pólitískt sjálfsmorð VinstriGrænna.
Og það liggur alveg skýrt fyrir.
Kveðja að austan.
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2009 kl. 00:25 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.