21.12.2009 | 11:27
Ég er ekki Landráðamanneskja segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Við óbærilegan þrýsting Evrópusambandsins og breta, þá stóð Ingibjörg keik gegn þeim og náði að koma ICEsave deilunni í farveg, svokölluð Brusselviðmið, þar sem alvörufólk hefði átt að ná fram réttarstöðu Íslands samkvæmt EES samningnum og ná fram viðunandi lausn fyrir alla aðila, líka Evrópusambandið. Því kúgun sambandsins á íslenskri þjóð er algerlega gegn þeirra eigin regluverki, þeirra eigin lögum og þeirra eigin réttarvenjum.
Og eins má ekki gleyma því að íslensk stjórnvöld glímdu ekki aðeins við þrýsting að utan, forystumenn atvinnurekenda og verklýðshreyfingarinnar kölluðu eftir tafarlausri uppgjöf Íslands í ICEsave deilunni. Og svo var það náttúrulega Lygaveitan, íslenskir auðmenn sáu eignum sínum best borgið í faðmi Evrópusambandsins.
Í ljósi þessa aðstæðna verður að skoða Brusselviðmiðin, vissulega gengur það gegn íslenskum stjórnrétti að taka á sig skuldbindingar án þess að úr réttarágreining er skorið samkvæmt EES samningnum, en íslensk stjórnvöld afsöluðu ekki þeim rétti að láta lögbundnar stofnanir EES skera úr um lögmæti krafna breta og Evrópusambandsins, og þau sömdu um að taka"tillit til erfiðra og fordæmalausra aðstæðna okkar."
En núverandi stjórnvöld kusu að hundsa þessi viðmið með þeim rökum að "viðsemjendur" okkar viðurkenndu ekki rök okkar. Orð þeirra voru lög, ekki þeir samningar eða lagatextar sem um málið giltu. Og það sem meira er, fulltrúar íslenskra stjórnvalda skuldbundu sig og stjórnvöld að vinna að framgangi hins ólöglega samnings. Og það eru landráð. Ekki bara á Íslandi, aðrar sjálfstæðar þjóðir hafa í lögum sínum skýr ákvæði sem banna þegnum þeirra að vinna fyrir erlend öfl gegn hagsmunum þjóða þeirra.
Rökin eru augljós, það þyrfti enga heri til að sölsa undir sig eigur eða landsvæði annarra þjóða, ef það dygði að múta ráðmönnum þeirra til að láta eigur eða land að hendi.
Og það eru íslenskir bretavinir að gera, þeir beita lygum og rangfærslum til að réttlæta að íslenskir skattpeningar séu fluttir ólöglega úr landi í ríkissjóð breta og Hollendinga og almannaeigur sé þar settar að veði.
Ein síðasta blekking Bretavina eftir að íslenskir lagaspekingar afsönnuðu fullyrðingar þeirra um að EES regluverkið gerði ICEsave kröfu breta og Hollendinga að þjóðréttarlegri skuld Íslands, var sú fullyrðing að undirskrift Ingibjargar og Geirs Harde hefðu skuldbundið þjóðina til að semja við breta á þeim kjörum og eftir þeim skilmálum sem bretar settu, og því yrði ekki haggað.
Til dæmis orðar Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri þinglokks VinstriGrænna þessa blekkingu þannig í Morgunblaðsgrein 16. desember.
"Á fyrstu dögum hrunsins, strax þann 8. október 2008, sendi forsætisráðherra Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu þess efnis að ríkisstjórn Íslands mæti mikils að bresk stjórnvöld hafi í hyggju að tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave. Jafnframt er í yfirlýsingunni ítrekað að ríkissjóður Íslands »muni styðja Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár"
Þessi blekking er sett fram í trausti þess að stuðningsmenn VG sé fáfróðir og kynni sér rökin aðeins í gegnum flokksgleraugu, hafi til dæmis ekki lesið þessi orð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessor að "Þrátt fyrir þetta er hér aðalatriðið að yfirlýsing ráðherra af þessu tagi er óskuldbindandi því henni var aldrei fylgt eftir með lögum". Það á sem sagt að kenna öðrum um landráðin.
Og undir þessu getur hin meinta landráðamanneskja, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki setið. Finnst þetta kaldar kveðjur eftir hennar þrotlausu baráttu að bjarga því sem hægt var að bjarga í nóvember þegar landið sætti efnahagslegri árás breta og Evrópusambandsins. Ingibjörg segir að núverandi samkomulag taki ekkert tillit til Brussel viðmiðanna og séu því alfarið á ábyrgð núverandi stjórnvalda.
Enda "að þó að þau feli í sér pólitíska skuldbindingu þá skuldbindi þau Ísland ekki með neinum hætti ef ný stjórnvöld vilji hafa þau að engu."
Ég er ekki landráðamanneskja segir Ingibjörg, komið ekki ykkar klúðri á mig.
Ingibjörg var virtur forystumaður í Samfylkingunni og það er ótrúlegt hvernig hennar gömlu stuðningsmenn láta VG liða klína klúðri Svavarssamningsins hins nýja á persónu hennar.
Einhver hefði kallað slíka gunguhegðun "svik í tryggðum".
Og það er ljótt.
Kveðja að austan.
Bretar sýndu yfirgang og beittu þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:49 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er frúin ekki bara að búa sig undir að taka við forsætisráðherrastólnum eftir áramót. Þá er um að gera að þvo af sér landráðastimpilinn. Samfylkingin er eins og kolkrabbi með endalausa arma, ef einn er höggvin af, koma þrír nýjir inn. Nú á að hvítþvo Ingibjörgu svo hún geti tekið við af Jóhönnu sem er orðin útötuð af sleikjuhætti og gunguskap.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 12:50
Blessuð Ásthildur.
Veistu það að þó ég sé almennt séð sammála skilgreiningu þinni á Samfylkingunni, þá held ég ekki. Ég er ekki að fullyrða að Ingibjörg líti á sig sem landráðamanneskju, óneitanlega er það mín túlkun á atburðarrásinni.
En fyrst var eftir henni haft að núverandi ríkisstjórn semdi eins og hópur sakamanna. Það eitt og sér átti að hreyfa við stuðningsmönnum Samfylkingarinnar. Og síðan er það þetta minnisblað, það segir hreint út að Svavarssamningurinn er klúður, og það sé þvættingur að fyrrverandi stjórn beri nokkra ábyrgð á því.
Vissulega getur verið að Ingibjörg sé að skapa sér nýja vígstöðu, en þá með nýju afli, ekki Samfylkingunni. Til þess er gagnrýni hennar of hörð. Jafnvel óreyndasta stjórnarandstaða ætti að geta nýtt sér hana í áróðursstríði. Til dæmis þarf lítið annað en að prenta auglýsingu með ummælum Ingibjargar, þau segja allt sem segja þarf.
En hinsvegar ef Samfylkingin er að undirbúa brottför úr ríkisstjórninni og vill ekki láta ICEsave eyðileggja framtíðarmöguleika sína í íslenskum stjórnmálum, þá er þetta sniðugt útspil. Fórna Jóhönnu og láta Steingrím og VG sitja uppi með Svarta Pétur.
En þá er mikil dýpt að baki, en reyndar eru svo djúpir menn til í Samfylkingunni. En samt, ja ég veit ekki þegar ég hugsa þetta betur.
En allavega þá eru svona ummæli ekki án tilgangs.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.12.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.