21.12.2009 | 10:21
Stórrtíðindi, fréttaveita Samfylkingarinnar sér fram á uppgjöf í ICEsave.
Og þá er gripið til gamalkunnra dómsdagsráða sem ýmsir hafa notað í gegnum tíðina þegar þeir hafa horft framan í ósigur. Eldur og brennisteinn mun verða hlutskipti hina óverðugu.
Hvað sagði Hoxa ekki í síðustu ræðu sinni áður en Albanar sendu hann í langþráð frí. Átti ekki gjörspilltur kapítalismi að leggja alþýðu landsins í hlekki ef landið yrði gert að vestrænu lýðræðisríki. Hvað sagði ekki Hitler þegar hann sá fram á ósigur sinn. Átti ekki þjóðin að farast með honum því annars biði hennar þrælahlekkir sigurveganna, dálitið hlálegt því í dag er Þýskalanda öflugasta land Evrópu.
Og hvað er sagt í lygaveitum Norður Kóreu eða Írans??? Að illir óvinir bíði við landamærin, reiðubúnir að leggja löndin undir sig ef lýðræði og mannréttindi þegnanna sé virt.
Og hvað segja Bretavinir á Íslandi????
Hér muni allt farast ef þjóðin tekur ekki á sig óbærilegar skuldaklafa. Og til þess eru dregnir fram allskonar lygamerðir sem segja að ís brenni og eldur frysti. Að stóraukin skuldabyrði sé eina ráð til að fá erlenda lánafyrirgreiðslu, eina ráðið til að lánshæfimat hækki sé að vera það skuldugur að þú getir ekki greitt þær án þess að selja eignir og afhenda auðlindir landsins erlendum lánadrottnum.
Og þessi hótun hefur komið áður. Þegar Argentínumenn ákváðu einhliða að endurskipuleggja sínar erlendu skuldir á þann hátt að þjóðin gæti greitt af þeim án þess að allt velferðarkerfi þjóðarinnar væri lagt í rúst, þá barst þeim þessi aðvörun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum:
"During the weekend of October 12, 2004, at the annual meeting of the International Monetary Fund/World Bank, leaders of the IMF, the European Union, the Group of Sevenindustrialised nations, and the Institute of International Finance(IIF), warned President Kirchner that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, andimpose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment."
En hvað gerðist í Argentínu??? Gekk þessi hótun eftir, lifir þjóðin þar við hörmungar í dag vegna þess að stjórnvöld þar höfðu þann manndóm að taka þjóðin fram yfir erlenda handrukkara????
Nei, hið þveröfuga gerðist, efnahagur landsins tók strax að braggast þegar blóðmjólkun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra handrukkara lauk. Fimm ár í röð var hagvöxtur að bilinu 8-10% og "and the return of foreign investment (which brings fresh currency from abroad) " svo ég hafi þetta upp á útlensku.
Fjárfestingar koma þar sem viðskipti eru blómleg. Þau koma ekki þar sem allur peningur er soginn jafnóðum úr landi af erlendum lánardrottnum. Einfaldara orsakasamhengi er ekki til því eldur brennir og ís frystir.
Þetta reyndu hinu virtu erlendu hagfræðingar Michael Hudson og Joseph Stiglitz að segja okkur þegar þeir heimsóttu landið. "Semjið við skuldunauta ykkar þegar þið hafið eitthvað til að semja um". Ef þið bregðist við skuldakreppunni með því að taka á ykkur ennþá meiri skuldir að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá eigið þið aðeins auðlindir ykkar og almannaeigur til að borga með. Og eftir það semur enginn við ykkur því þið hafið ekkert til að semja um.
Leppar auðmann hjá viðskiptaráði eru þegar farnir að kyrja sinn eignasölusöng, þeir tillögur við fjárvanda ríkissjóðs var að selja Landsvirkjun og aðrar ríkiseigur. En í dag eru þessir menn aðeins viðrini, á morgun eru þeir fulltrúar þeirra sem ráða.
Erlendra lánardrottna og í hópi þeirra eru gamlir húsbændur þeirra, íslenskir auðmenn.
Engir erfiðleikar sem bíða okkur, ekkert sem okkur er hótað, getur verið eins hryllilegt og sú framtíðarsýn að þeir sem komu þjóðinni á kaldann klaka, séu þeir sem munu stjórna hér í umboði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þess vegna segir þjóðin Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Útiloka ekki að Icesave verði hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.