Setjum þetta í samhengi.

Hver af Riddurum heimskunnar vælir hæst í fjölmiðlum um að íslenskir öryrkjar, aldraðir Íslendingar, þeir af samlöndum okkar sem eru sjúkir og þurfa á góðri umönnun heilbrigðiskerfisins að halda, að þessir hópar eigi að búa við stórlega skert kjör vegna þess að þjóðin eigi að borga ólöglegar fjárkröfur breta og Hollendinga.

Og hver beitir til þess ítrekuðum lygum og blekkingum og matar vitgranna fréttamenn á röngum upplýsingum svo þeir leggi sig fram að birta frekar það sem er rangt í ICEsavedeilunni, en staðreyndir mála.

Jú, það er maðurinn sem hefur framfærslu sína af því að  kokka spuna fyrir Samfylkinguna.

Enda ætlar hann ekki að borga krónu.

 

Og þetta dæmi má setja upp í stærra samhengi.   Hver man ekki eftir þeim aumkunarverða manni, sem lifir á framfærslustyrk skattgreiðanda sem einhver prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, og taldist því hæfur til að vinna álit fyrir meirihluta fjárlaganefndar (lesist Samfylkinguna), og þáði stórfé fyrir.  Þegar þessi meinti háskólamaður skrifaði grein í Morgunblaðið um þann siðferðisbrest sem hann fann í þjóðarsálinni þar sem hún neitaði að borga það sem hann kallaði þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands í ICEsave deilunni, þá var hann ekki að taka það fram að hann væri leigupenni Samfylkingarinnar, og þáði fyrir það há laun frá ?????, nei ekki Samfylkingunni, heldur skattgreiðendum.  

Þessum sömu skattgreiðendum sem honum fannst hollt, eins og hann orðaði það í Silfri Egils, að borga 100 milljónir á dag í vexti af þessari hollustu.  

Það eru keypt leiguþý sem tala um þjóðréttarlegar skuldbindingar og meinta siðferðisbresti þjóðarinnar.  Samfylkingin heldur þeim úti á vertíð við að brjóta niður sjálfsmynd þjóðarinnar og koma inn hjá henni sektarkennd vegna framferðis auðmanna hennar.  

Þessir menn eru ekki að banka á dyr hjá auðmönnum og biðja þá að borga reikninga sína.  Nei, það gæti skaðað framtíðartekjuflæði, þeir banka upp hjá öldruðum og öryrkjum og telja þeim í trú um að þeir hafi sukkað svo mikið, jafnvel haft kjöt í matinn tvisvar í viku, og eigi því að borga fyrir það sukk.

Þessir menn eru sómi og skjöldur Samfylkingarinnar í stríði hennar við íslenska alþýðu.  

Og þessir menn eru aðeins toppurinn á ísjakanum.  Hvernig var það með hagfræðinginn sem lét Stefán og Lárus flengja sig opinberlega í Morgunblaðinu eftir að hann fullyrti í blaðagrein að skýr lög og reglur Evrópusambandsins væru "lagatæknileg atriði".  Hvar fékk hann vinnu????  Eða lögfræðingurinn sem kom í fínu dragtinni sinni í Silfur Egils og talaði þar niður til ötuls baráttumanns Hagsmunasamtaka heimilanna, hann slitinn og tekinn eftir lífsins ólgusjó, hún svo elegans enda á háum launum hjá Samfylkingunni, afsakið ríkinu, við að finna leiðir til að rakka niður tillögur Hagsmunasamtakanna.  Og á meðan blæða þúsundir heimila, sum til örendis, vegna þess að fólk fellur fyrir glansmynd spunakokka.

Hvernig er það með hagfræðingana sem koma í umvörpum í sjónvarpssal, fá þar háa púða til að setjast á svo sjónvarpsmyndavélarnar nái andlitsmynd, og byrja síðan að mæra Helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart þjóð okkar.  Og rakka niður alvöru hagfræðinga, sem þurfa ekki púða til að myndast, enda ekki hagfræðidvergar, jafnt innlenda sem erlenda sem vara við Óráðum sjóðsins og þeirri gífurlegri skuldasöfnun sem hann þvingar upp á þjóðina.

Hvar fá þessir hagfræðingar sína aukasporslur????  Hverjir eru þeirra styrktaraðilar????  Hvaða menn fá stjórnvöld til að spinna skýrslur á kostnað skattgreiðanda?????

Svarið er allavega ekki þeir sem halda fram málstað meðbræðra sinna, og benda á skynsamar leiðir sem gætu rifið þjóðina upp úr hjólförum kreppunnar.

 

Þó þessi styrkur til spunakokks hafi ekki verið hár sem slíkur, þá er hann eins og risasveppurinn sem er ein stærsta lífvera jarðar, þú sérð bara einn agnarlítinn anga upp úr jörðinni, en ef þú byrjar að toga með þeim aðferðum að hann slitnar ekki, þá gerir þú ekkert annað en að toga og toga, og toga og toga, og alltaf kemur ný og ný Samfylkingarspilling í ljós.

En sveppurinn lifir á örverum, en spunakokkar Samfylkingarinnar á skattgreiðendum.

Hvor er sníkjudýrið??????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki skal tekjufæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband