Birtu þessi bréf Steingrímur

Eða slepptu svona hræðslutali.

Og hvernig heldur þú að þeir sem brjóta EES samninginn geti rekið Ísland úr samstarfinu fyrir að vilja fara eftir lögum og reglum samningsins. 

Gleymum aldrei því sem stendur í EES samningnum  um hvað eigi að gera ef til ágreinings kemur:

 

Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 

 

Það að krefjast þess að skýr ákvæði milliríkjasamnings um úrlausn réttarágreinings séu virkjuð, það getur ekki valdið brottrekstri úr klúbbi þeirra þjóða sem standa að honum.

Þeir sem trúa því, þeir trúa öllu, á jólasveininn, álfa og tröll.  Og ættu að sinna leiðsögumannastörfum fyrir trúgjarna ferðamenn. 

Ekki að stjórna þjóðinni á erfiðleikatímum.

Bara þessi ummæli Steingríms ætti að vera næg ástæða fyrir stjórnarandstöðuna að krefjast þess að forsetinn víki manninum frá störfum á meðan hann lætur athuga í sér trúgirnina.

Og að þessi trúgirni kosti 1.000 milljarða fjárskuldbindingu, er með öllu óforsvaranlegt.

Er ekki hægt að gera þá kröfu til fulltrúa ríkisstjórnarinnar að þeir haldi sig við staðreyndir í ICEsave deilunni.  Brot þeirra á þjóðinni er nógu alvarlegt þó hún þurfi ekki að sitja undir bulli og blekkingum.

Nú er mál að linni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segir Breta hafa hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott hjá þér nafni. Rétt að halda mönnum við efnið. Og Aurasníkir og álfarnir hans eiga vitanlega að reyna allt til að létta þessum birgðum af þjóðinni.....

Ómar Bjarki Smárason, 17.12.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála nafni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 314
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 6045
  • Frá upphafi: 1399213

Annað

  • Innlit í dag: 266
  • Innlit sl. viku: 5121
  • Gestir í dag: 250
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband