16.12.2009 | 15:01
Björn Valur er snillingur.
Engin annar hefði getað sagt hlutina svona á sjómannamáli, ekkert málskrúð, bara hreint út.
Vitnum í Morgunblaðið.
"Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, sagði að því tímabili í sögu þjóðarinnr væri vonandi lokið á Íslandi að ríkiseignir væru afhentar vinum og kunningjum ríkisstjórna. "
Já núna eiga ekki vinir og kunningjar að eignast bankana í skjóli nætur, núna eru það Amerískir Vogunarsjóðir.
Bankarnir í dag, Landsvirkjun á morgun og restin af eigum ríkisins svo þegar kemur að því að þurfa að greiða lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til baka.
Já, mikill er máttur stefnu VinstriGræna, og það alfyndnasta er að þeir hófu þetta stjórnarsamstarf með digurbarkalegum yfirlýsingum um Nýfrjálshyggjuna. En það er þó bót í máli, að eftir þessa nýju vini þeirra, og ljósi yfirlýsinga VG um Nýfrjálshyggju og hið alþjóðlega auðvald, þá er ljóst að menn hætta að núa Þorsteini Má því um nasir að Guggan eigi að vera Gul.
Núna verður sagt, sögðu VG liðar ekki að "Nýfrjálshyggjan væri dauð"?????
Og ennþá má finna aumkunarvert fólk sem styður þessa svikara stefnu sinna og hugsjóna.
Ja, hérna.
Kveðja að austan.
Segir bankana selda í heimildarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef löngu farið að stórefast um vit þess manns, Björns Vals Gíslasonar, Ómar. Maður sem komið hefur fram í Alþingi hvað eftir annað með stórundarlegar fullyrðingar og óskiljanlega keyrir Icesave með ofbeldi og ósvífni í gegnum Alþingi og styður þar Steingrím Joð í dyggri eyðileggingarstefnu hins heilabilaða flokks Jóhönnu og Össurar. Og styður nauðungarstefnu AGS gegn okkur.
Elle_, 16.12.2009 kl. 17:21
Blessuð Elle.
Enda var ég svona létt að hæðast að manninum.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 16.12.2009 kl. 18:42
Já, ég vissi að þú værir að hæðast að mótsögnunum í honum og VG. Maðurinn er fáránlegur og hefði ég vitað minnstu skil á honum og Árna Þór og hvað Steingrímur Joð ætti eftir að verða að úlfi, hefði ég aldei kosið þann flokk. -_-
Elle_, 17.12.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.