Íslands gæfu verður allt að vopni.

Með hverjum mánuðinum verður það ljóst að Íslenska hagkerfið gengur mjög vel án þessa svokallaðra lánafyrirgreiðslu AGS og Norðurlanda.

Með hverjum mánuðinum söfnuðum við fleirum og fleirum Evrum og Dollurum í gjaldeyrisvarasjóði okkar til að standa skil á sannarlegum skuldbindingum okkar.

Og það er ekki til önnur leið til þess, það er engin önnur leið til þess en að flytja meira út en inn og greiða af lánum með sjálfsafla fé.  EF afborganir eru of stífar þarf að semja um þær að nýju, það hafa önnur ríki gert með góðum árangri, án þess að nokkuð slæmt hafi hent þegna þeirra.

Hin leiðin, leið Jóhönnu Sigurðardóttur, er leið fátæktar og örbirgðar.

Mikill skuldavandi er aukinn með því að tvöfalda hann þegar allt er talið.

Þetta er ekki einu sinni leið Bakkabræðra, alla vega ekki þeirra gömlu.

Þetta er leið heimskunnar sem siðlaust erlent auðvald er að troða inn á þjóðina í trausti þess að hún fylgi ráðamönnum sínum í blindni skoðunar og hugsunarleysis. Og til að tryggja þetta tómlæti fyrir kjörum sínum og framtíð, þá fengu Lepparnir í ríkisstjórn Íslands að eyða um efni fram í tvö ár áður en skuldbúrinu er kastað yfir þá.

Og þá er engin miskunn.  Hver einasta hugsandi mannvera, líka Evrópusinnar Samfylkingarinnar, sjá það í hendi sér hvernig ástandið verður hér eftir 5 ár, þegar búið er að skera núverandi fjárlagafrumvarp niður um 100 milljarða auk þess sem þarf að skera niður til að mæta hinum nýju lánaafborgunum.

Það getur enginn verið svo illviljaður gagnvart náunganum að sjá ekki þau ósköp sem þessi lánastefna AGS/ICEsave mun leiða yfir þjóðina.

Það er ekkert í heiminum sem réttlætir það.  Engin jafnræðisregla, engar fyrri yfirlýsingar ráðamanna, EKKERT.

Því að bak við þessar tölur sem þarf að skera niður er fólk, lifandi fólk, SAMBORGARAR OKKAR.

Þess vegna segi ég það og stend við það.

AGS hvað?????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hin leiðin, leið Jóhönnu Sigurðardóttur, er leið fátæktar og örbirgðar.

Mikill skuldavandi er aukinn með því að tvöfalda hann þegar allt er talið.

Þetta er ekki einu sinni leið Bakkabræðra, alla vega ekki þeirra gömlu.

Þetta er leið heimskunnar sem siðlaust erlent auðvald er að troða inn á þjóðina í trausti þess að hún fylgi ráðamönnum sínum í blindni skoðunar og hugsunarleysis. Og til að tryggja þetta tómlæti fyrir kjörum sínum og framtíð, þá fengu Lepparnir í ríkisstjórn Íslands að eyða um efni fram í tvö ár áður en skuldbúrinu er kastað yfir þá.

Um hvað ertu að tala.

Hver er þessi leið sem þú vitnar til? Sem þú kennir við Jóhönnu. Hvaða aðra leið en að borga þær skuldir sem samfélag þjóðanna krefst af okkur er fær. Hver er svo að fara skera samborgara okkar,hvað gengur hér eiginlega á.

Banjó (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Banjó, og takk fyrir innlitið.

Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um að aðeins fáfræði gæti útskýrt afstöðu Samfylkingarfólks til ICEsave deilunnar, og núna sé ég eftir að hafa lesið innslag þitt að  aðeins fáfræði útskýrir stuðning fólks við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, fáfræði um afleiðingar hennar og fáfræði um hinn valkostinn sem er leið skynseminnar og er farin víða um heim, eiginlega allstaðar annars staðar en hjá fórnarlömbum sjóðsins.

Og þetta kallar greinilega á annan pistil  um fáfræði.

En þar sem það er sjálfsögð kurteisi að svara því sem til manns er beint, þá skal ég mjög stuttlega útskýra hvað ég á við. 

Um skaðsemi núverandi efnahagsstefnu hafa margir mætir menn skrifað, en ég ætla að peista til þín grein eftir Lilju Mósesdóttir, sem hún skrifaði á Smuguna þegar hún tók þátt í forvali VG fyrir síðustu Alþingiskosningar.  Lestu hana og mundu að þarna er hámenntaður doktor í hagfræði að skrifa um nákvæmlega sömu hlutina og aðrir hámenntaðir doktorar eru að gera um allan heim, því þetta orsakasamhengi sem hún Lílja bendir á er bara heilbrigð skynsemi, svona svipað eins og tveir puttar + tveir puttar eru fjórir puttar.

http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/1134

Hvað varðar þá spurningu þína um hvað er hægt að gera, þá geta ég bent þér á leið Argentínu eftir að þeir ráku vitleysingana úr landi, um það get ég vísað þér á bloggpistil minn þar sem ég tók saman nokkrar staðreyndir um hvað gerðist þar, en í stuttu máli þá var tæplega 10% hagvöxtur 5 ár í röð, í stað samdráttar og fyrirsjáalegan ennþá meiri samdráttar þegar ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var framfylgt.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984299/

Og ef þú vilt lesa meira um þá framtíð sem vitleysinganna ráð mun skila okkur þá er ágætis umfjöllun um þá á Kreppuvaktinni.

http://kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/990371/

Einnig mun ég benda þér á Banjó að þú munt vera mikið fórnarlamb í hugsun ef þú hefur þann sið að borga skuldir sem einhver krefur þig um.  Flestir, þar meðal ég og allir sem ég þekki hafa þann sið að borga skuldir sem við höfum samþykkt með undirskrift okkar á löglegum pappírum, trúðu mér það er hin venjulega leið.  Sama gildir líka um þjóðir, þær borga ekki skuldir sem einhverjum dettur í hug að krefja þær um, þær borga þær skuldir sem þær hafa samþykkt.

Og að lokum þá þýðir setningin "Því að bak við þessar tölur sem þarf að skera niður er fólk, lifandi fólk, SAMBORGARAR OKKAR" ekki að það eigi að skera niður fólk, það eru skurðlæknar sem gera slíkt, og líklegast í merkingunni að skera upp.  En líklegast skilur þú hana ef þú bætir inn kommum; "Því að bak við þessar tölur, sem þarf að skera niður, er fólk, lifandi fólk, SAMBORGARAR OKKAR".  Og já það er því miður þannig að niðurskurður á fjárlögum snertir líf fólks, þegar niðurskurðurinn skemmir velferðarkerfið þá hefur það hörmulegar afleiðingar í för með sér.

En njóttu pistlanna sem ég vísaði þér á, þeir eru ágætis meðal við fáfræði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 454
  • Sl. sólarhring: 727
  • Sl. viku: 6185
  • Frá upphafi: 1399353

Annað

  • Innlit í dag: 383
  • Innlit sl. viku: 5238
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 347

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband