14.12.2009 | 16:53
Ef þið nefnið ekki skýran rökstuddan niðurskurð,
þá skuluð þið þegja, og læra heimavinnu ykkar.
Eins og þessi frétt er uppbyggð þá er það eina sem kemur fram í henni sú staðreynd að ríkisútgjöld jukust um 50% á síðustu 10 árum.
En hvað á svona auglýsingamennska að þýða????
Segja frá því hvað þið voruð frábær????
Eða þá að tilkynna að þið séuð sérfræðingarnir í niðurskurði, því þið jukuð útgjöldin???
Eða á þetta að vera réttlæting á ykkar ábyrgð á uppbyggingu þess græðgiþjóðfélags sem endaði upp á skeri hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu????
Svona orðagjálfur er aðeins sandkassaleikur óþroskaðra einstaklinga.
Þið vitið mætavel að ríkisútgjöld jukust svona mikið því góðærið var markvisst notað til að lagfæra kjör ríkisstarfsmanna, bæta eftirlaunakjör þeirra og leggja til hliðar fyrir henni í stað þess að ávísa skuld upp á framtíðina, og eins var ýmis þjónusta stórbætt, til dæmis við fatlaða.
Þessir peningar fóru ekki í einhverja blýantsnagara í stjórnarráðinu, sem má reka ef einhverjum þóknast svo.
Niðurskurður þýðir aðeins tvennt. Lækkun launa ríkisstarfsmanna, sem má vel vera nauðsynleg aðgerð. Eða það er dregið úr þjónustu eða hún lögð niður.
Að segja út í loftið, "skerið niður" er jafn gáfulegt eins og segja "ég get flogið til tunglsins". Orðagjálfur nema rökstuðningur fylgi.
Hvaða laun viljið þið lækka, hvað þjónustu viljið þið skera niður?
Beinar staðreyndir eða þegið ella.
Það þarf fullorðið fólk til að takast við þann mikla vanda sem við blasir.
Kveðja að austan.
Útþensla ríkisins gagnrýniverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 435
- Sl. sólarhring: 685
- Sl. viku: 5441
- Frá upphafi: 1401268
Annað
- Innlit í dag: 364
- Innlit sl. viku: 4705
- Gestir í dag: 339
- IP-tölur í dag: 331
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.