14.12.2009 | 16:07
Gylfi forseti vælir og skælir.
Gylfi forseti var fremstu í flokki þeirra sem þaggaði niður í ungum og velmenntuðum hagfræðingum, sem strax eftir bankahrunið bentu á hvað yrði að gera til að rétta við efnahag landsins þannig að komi mætti í veg fyrir djúpa kreppu og með tilheyrandi hörmungum og blóðfórnum. Þar voru fremst í flokki tveir doktorar í hagfræði, þau Jón Daníelsson og Lilja Mósesdóttir.
Bæði komu fram með vel rökstuddar tillögur, byggðar á nýjustu rannsóknum þar sem mistökin sem gerð voru í fjármálakreppunni í Asíu höfðu verið krufin.
En litlir kallar eins og Gylfi forseti töldu sig vita betur, þeirra leið var leið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þrautreynd mistök þar sem hagur alþjóðlegra fjárfesta og skulda þeirra hafði algjöran forgang.
Þessar þrautreyndu mistakaleiðir má skipta í fjóra meginflokka.
1. Stórhækkun stýrivaxta til að skapa trúverðugleika á gjaldmiðli. Á mannamáli er þetta skilvirk leið til að frosið erlent fjármagn fái góða ávöxtun og um leið þá kæfir þetta niður þann þrótt sem þó er til staðar í efnahagslífinu. Svipuð taktík og þegar manssalsdólgar uppdópa fórnalömb sín svo þau sætti sig betur við svívirðuna sem bíður þeirra.
2. Skattahækkanir og niðurskurður í velferðarkerfinu til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Og þar með er vont gert ennþá verra. Skattahækkanir sjúga til sín fjármagn sem er nauðsynlegt til að skapa nýja veltu í hagkerfinu, og niðurskurður ríkisútgjalda er ekki náð nema með uppsögnum og þar með auknu atvinnuleysi. Oft er þessi niðurskurður harðastur í því sem AGS kallar lúxus, það er menntun og heilsugæslu. Um gagnsemi þessa má ráða að ekkert ríki fór þessa leið nema þau sem lentu i klóm björgunarliða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
3. Algjör forgangur á greiðslu erlendra skulda. Sjóðurinn veitir stórfelld gjaldeyrislán til að hægt sé að greiða út spáfé á sem hagstæðustu kjörum fyrir spákaupmenn. Önnur ríkisútgjöld eins og velferðarkerfið eru afgangsstærð.
4. Einkavæðing og sala ríkiseigna. Og hjá kreppuríkjum, þar sem gjaldmiðill hefur hrunið og allt innlent hagkerfi stendur á brauðfótum, þá eru kaupendurnir alþjóðlegt græðgifjármagn sem hefur þann eina tilgang með fjárfestingum sínum að ná inn sem mestum hagnaði á sem stystum tíma. Hagsæld almennings og langtíma uppbygging atvinnulífsins eru algjört aukaatriði í hugum þessa fjárfesta.
Það íslensk verkalýðshreyfing skuli skipuð fólki, sem kallaði á aðstoð þessara spellvirkja og rústagerðarmanna, er með miklum ólíkindum. Jafn mikil fáráð eins og hið unga gyðingaríki hefði á sínum tíma kallað á SS liða sér til aðstoðar við uppbyggingu hins nýja ríkis. Eða eins og hjá bóndanum sem réð mink sem varðhund í hænsnabúi sínum.
Vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heggur nærri lífi og lífsgrundvelli skjólstæðinga verklýðsforystunnar. Því hin þrautreyndu Óráð sjóðsins hafa allstaðar skilið eftir sig sviðna jörð sem bitna harðast á hinum venjulega manni, þá alltaf megi finna feita þjóna innanum sem eru ágætlega haldnir við að sveifla svipum og lygum.
Og ríkisstjórn Íslands sem hefur skuldbundið sig til að framfylgja stefnu sjóðsins, hún fær svo blóðugar skammir frá Gylfa forseta. Manninum sem bauð Óbermunum inn fyrir dyr þjóðarheimilisins.
Lægra er ekki hægt að leggjast í lágkúrunni.
Manninum væri nær að sjá sóma sinn að hætta þessum handþvotti og kannast við sína ábyrgð, og sýna þann manndóm að segja "fyrirgefið" við umbjóðendur sína og segja síðan tafarlaust upp störfum.
Því sumt gera verkalýðsleiðtogar ekki.
Að styðja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er eitt af því.
Kveðja að austan.
Samstarf við stjórnvöld í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.