Ekkert mál að borga skuldir segir Landstjóri AGS á Íslandi.

Þið hættið að flytja inn óþarfa eins og bíla.  Ef skuldirnar hafa forgang, þá er ekkert mál að greiða.  Flytjið þið ekki nógu mikið út, þá virkið þið meira, og meira og meira.  Og hættið að eyða starfskröfum ykkar í þjónustu og annað slíkt (eins og skóla og heilsugæslu) sem ekki skilar arði, álið er málið (í boði VG).

Og  ríkið mun geta staðið við sínar skuldir, það þarf að eins að forgangsraða,  borga skuldirnar fyrst, svo er það löggæslan og fangelsi, og ráðuneytin, og ef eitthvað er eftir, þá eru örugglega til einhverjar skuldir sem við getum komið á ykkur (sbr. einu sinni auðtrúa fífl, alltaf auðtrúa fífl, ætlaði Steingrímur Joð ekki að stjórna næstu 15 árin????).

Og hagur heimila og fyrirtækja mun vænkast mjög þegar réttir eigendur eru komnir að bönkunum, amerískir vogunarsjóðir eru þekktir fyrir manngæsku og skilning gagnvart fórnarlömbum sínum.  Engar áhyggjur þar,  þeir borga sem geta borgað og hinir, ja þeir vonandi borga líka það sem þeir geta borgað upp í skuldir sínar, en eignir þeirra munu finna sér skjól hjá nýjum borgunarmönnum.

Og ekki má gleyma albestu fréttunum, bráðum er hægt að borga út krónubréfaeigendur með erlendum gjaldeyri því nú liggur ICEsave lausnin fyrir og þar með mun íslenska ríkið fá öll þau lán sem það þarf til að endurheimtar allar  þessar krónur sem lágu frosnar inná allskonar reikningum og gerðu ekkert annað en að heimta vexti.  Og þar sem álið er málið, þá er ekkert mál að borga þessi lán til baka, svo má alltaf virkja meira og meira og meira og meira.

Með öðrum orðum var þetta góður blaðamannafundur hjá Landstjóranum og manni létti öllum við hans bjarta boðskap.  Með frið í hjarta heldur maður inn í jólin en ef einhver gremja gerir vart við sig þá má alltaf skjóta frá sér einum og einum nöldurpistli.

Til dæmis um konuna sem sagði í Fréttaaukanum í gær að hún ætlaði að flytja af landi brott, hér væri ekki boðið upp á annað en "skuldafangelsi og eymd".   Kannski á maður að nöldra yfir því að sjónvarpið sé að eyðileggja jólastemmingu Skjaldborgarinnar, enda eins og unga konan, sem fékk að vera menntmálaráðherra ef bara hún brosti og segði já, þá er það bara jákvætt að fólk flytji af landi brott og afli sér þekkingu og reynslu.  Og eins og sérfræðingur Seðlabankans svaraði fréttamanni þegar hann var spurður hvort ekki væri hætta á að skuldaþrælar flýðu land, þá svaraði hann eins og rétt er, "það kemur alltaf maður i manns stað".  Það er til fólk í fátækum löndum sem teldi sig heppið að fá að vinna hér í álbræðslum og fiskiðjuverum fyrir hina nýju herra.  

Og það er rétt, ekkert böl er svo slæmt að ekki megi finna annað verra.  Og í Fréttaaukanum kom líka fram að Skjaldborg Jóhönnu ætlaði að leyfa þessari fjölskyldu að halda jólin á heimili sínum.

Og þá spyr maður, er hægt að fara fram á meira af Leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Þeir ráða jú engu, eins og Flanagan staðfesti i dag, en reyna samt að milda hið óumflýjanlega.

Og þegar allt kemur til alls, þá er það hinn sanni andi og vilji til góðra verka sem skiptir öllu.  Hitt er bara aukaatrið, eins hvort það eigi að vera lífvænlegt í landinu, eða fólk sé í hundraða tali rekið út á göturnar.

Það fegnu þó allflestir að halda jól heima hjá sér.

Og sá sem bjóst við meiru þegar hann ljáði Jóhönnu og Steingrími atkvæði sitt, ja ... hann ætti bara að læra æðruleysisbænina. 

Eða mæta á Austurvöll og mótmæla.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Samkomulag um aðra endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill Ómar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Friðrik.

Ég hefði kannski átt að taka það fram að þessi pistill er byggður á upplýsingum Andstöðu hópsins sem fór og hitti Flanagan og náði kallinum á spjall (ég vona að hann verði ekki rekinn fyrir hreinskilnina, sá næsti getur verið alveg samviskulaus og siðlaus, sem Flanagan er þó ekki, alla vega ekki alveg).  Útdrátt má finna í bloggi Ástu  Hafberg "Frá fundi okkar með Flanagan, aftur", sem birtist fyrst i bloggröðinni sem tengdist við þessa frétt.  Eins má lesa mjög góða úttekt eftir Helgu Garðarsdóttir á Kreppuvaktinni, 

http://kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/990371/

Mín útfærsla er kannski aðeins stílfærð háðsádeila en segir i kjarna það sama og Flanagan sagði á þessum fundi.

Reyndar veit ég Friðrik að þú þekkir vel til þessa fundargerðar, en ég setti inn þessa athugasemd fyrir aðra þá sem áhuga  hafa á þeim örlögum sem bíða okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er linkurinn á Kreppuvaktina beintengdur.

http://kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/990371/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilldarpistill!.. Þú kannt að koma orðum að Því Ómar...það er eiginlega ekkert við þetta að bæta, þú segir allt sem þarf...

Óskar Arnórsson, 14.12.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Óskar.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 15.12.2009 kl. 06:36

6 Smámynd: Elle_

Já, við þurfum að koma AGS rukkurunum burt úr landinu, kæra fólk.  Og sannur og vel skrifaður pistill, Ómar, eins og þín er venja. 

Elle_, 15.12.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1657
  • Frá upphafi: 1412771

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1476
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband