Stoltir Íslendingar mættu niður á Austurvöll og héldu fram rétti sínum.

Rétti sínum sem manneskjur og rétti sínum sem ríkisborgarar þessa lands, rétti sem stjórnarskrá Íslands veitir þeim.

Rétti sem erlent græðgiauðvald ætlar að taka af okkur með aðstoð félaga í VinstriGrænum og Samfylkingunni.

Vissulega mættu ekki margir vegna þess að þjóðin er ennþá dofin eftir síðustu bylgju áróðurs og ófrægingarherferðar ríkisstjórnar Íslands gegn þjóð sinni.  Ríkisfjölmiðlarnir, Fréttablaðið, DV (les það annars nokkur???), hagfræðidvergar og nokkrir keyptir prófessorar úr hugvísinda og félagsvísindadeild, hafa lagst á árarnar fyrir hið erlenda auðvald, sem ásælist þjóðarauð okkar og ódýrt vinnuafl, og látið síbylju lyga og blekkinga dynja á þjóðinni, reynt að sannfæra hana um að hún sé sek, því hún hafi af sér skelfilega menn að þeir fengu peninga að láni og reyndu að reka banka með skelfilegum árangri, og sekt fólk á ekkert betra skilið en að afplána í vinnubúðum auðvalds.

Og við fáum gott kaup fyrir að lemja ykkur áfram þrælarnir ykkar er svo viðkvæðið þegar ófrægingaröflin eru spurð.

Og alveg eins í Frakklandi forðum daga þegar erlend ógnaröfl höfðu næstum dregið alla döngun úr þjóðarsálinni með aðstoð innlendra Leppa, kennda við Vichy, þá þora fáir að standa í lappirnar og mótmæla.

Það voru ekki margir sem héldu til London með De Gaulle, og það voru ekki margir sem löbbuðu yfir fjöll og dali með Maó formanni, en þessu fáu Stoltu voru samt  upphafið af frelsun þjóða sinna.

Eins er það með þennan fund á Austurvelli.  

Núna mæta bara Stoltir Íslendingar, lausir við leiguliða Baugs eins og síðast þegar fólk mætti með potta og pönnur og þeir með grjót.   Núna er þetta ómenguð hreyfing fólks, sem trúir á rétt sinn og krefst réttlætis. 

Núna mæta ekki auðtrúa krakkagemlingar sem trúðu orðum Steingríms Joð Sigfússonar að sælan yrði þeirra, aðeins ef hann fengi völdin.  Þeir sitja núna út í horni og hugsa sinn gang, skelfilegur grunur um að misnotkun hefur læðst að þeim, og þau íhuga að leita til Barnastofu, sem hefur sérhæft sig að taka á allskonar misnotkun, vonandi líka þeirri að vera látin  berjast fyrir hrottalegri kúgun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á foreldrum þeirra og rústun sinnar framtíðar.  Ef Barnahúsið getur ekki veitt hjálpina, þá er víða til reynsla, eins og hjá mannúðarsamtökum í Afríku sem hafa hjálpað misnotuðum barnahermönnum.  Þær ættu að geta veitt gagnleg ráð um uppbyggingu ungs fólks sem hefur sætt grófri misnotkun.

Og þegar sárin gróa, þá munu börnin mæta, jafnvel orðin svo stór að þau láta engan misnota sig framar, og halda fram rétti sínum til mannsæmandi lífs, og lausn frá skuldoki fjárbraskara og fjárúlfa, sem hafa lagt undir sig land okkar.

Þegar Stoltir Íslendingar og æska landsins sameinast, þá mun Leppunum ekki vera stætt lengur og þeir hrekjast frá völdum með smán og skömm.

Og þá mun þjóðin loks fá valdið til sín, eins og til stóð hjá því góða fólki sem mætti með pönnur og potta í vetur og krafðist þess að Nýtt Ísland yrði byggt upp úr rústum auðmannaskrípisins sem hér var orðið.  

Þá verður hlustað á Hagsmunasamtök heimilanna og aðra þá sem hafa gott til málanna að leggja.

Vonandi gerist þetta áður en margir jarðarfarir í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram.   Og það er ekki langur tími til stefnu, reynsla sjóðsins segir að vonleysið og uppgjöfin fara að bíta innan tveggja ára.  Annars hefur sjóðurinn verið of manneskjulegur og ekki náð sínum markmiðum.

Þess vegna er það skylda allra sem koma því við að mæta niður á Austurvöll.  Munum að Lepparnir og þjónar þeirra er örsmár minnihluti, studdur af nokkrum þúsundum blindum Evrópusinnum.  Já, og svo er það líka nokkur hundruð manns sem hafa það eðli að þjóna röngum málstað og láta illt af sér leið, ef valið stendur um gott eða illt.

En við þjóðin, erum hátt í þrjúhundruð þúsund.

Þess vegna er valdið okkar ef við aðeins skynjum hjá okkur Hvöt að gera eitthvað sjálf og standa saman.

Þá fær ekkert stöðvað þjóðina.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Halda baráttunni áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband