12.12.2009 | 10:18
Koma svo, koma.
"Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla)."
Fulltrúar Andófsins hittu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðins núna í vikunni og ræddu við þá um stöðum Íslands, og þeirra sýn á vandann.
Niðurstaða þess samtals er hrollvekjandi, sérstaklega þegar það er haft í huga að þessir kallar eru þjálfaðir í að draga upp bjarta mynd af störfum sínum og gjörðum, raunveruleikinn hefur svo alltaf reynst mun dekkri en en þeirra "björtu" orð.
Fulltrúar Andstöðuhópsins hafa birt fundagerð sína víða í netheimum og hér ætla ég að vitna í skýrslu sem birtist hér http://kreppuvaktin.blog.is/blog/kreppuvaktin/entry/990371/.
Hópurinn gaf þeim Rozwadowski og Flanagan það ekki eftir að svara með klisjum og þess vegna er samantektin nokkurs virði fyrir okkur hin sem viljum vita hverjar eru fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjálfri finnst mér þessi orð vera merkilegust vegna þess að þau staðfesta að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar en ekki ríkisstjórn Íslands, sama hver hún er:
Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðsluþjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessa myndi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.
Með öðrum orðum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert áætlun um að höggva markvisst niður þjónustusamfélagið sem Íslendingar völdu sér að byggja upp og koma á samfélagi færibanda þar sem fólk vinnur við framleiðslu á vöru sem verður flutt til útlanda, hugsanlega til frekari vinnslu þar og atvinnusköpunar. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá að hráefnið í vöruna eru auðlindir Íslands. Gjaldeyristekjunum, sem Íslendingar munu afla með útflutningi, mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggja inn á reikninga Breta, Hollendinga og annarra sem telja sig eiga ógreidda reikninga hjá íslensku þjóðinni. Um réttmæti þess að Íslendingar munu ekki njóta tekna af vinnu sinni, verður ekki spurt! Innflutningur mun að mestu eða öllu leyti einskorðast við það sem þarf í vöruframleiðsluna, s.s. hráefni fyrir álbræðslurnar, vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun rækta af alúð þær skyldur sem hann hefur tekist á hendur fyrir fjármálaheiminn, þ.e. að draga hverja krónu sem hægt verður út úr hagkerfinu á Íslandi.
Liður í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að höggva niður þjónustusamfélagið er að loka deildum á Landspítalanum, en gert er ráð fyrir að skera þar niður um 20% og kæmi ekki á óvart þótt það hlutfall yrði hækkað. Samhliða því að skera niður heilbrigðisþjónustu verður menntakerfið líka skorið niður og dregið verður úr eða felld alveg niður ýmis þjónusta sem er haldið úti fyrir opinbert fé. Einhver hrópa vafalítið upp yfir sig: "Þvílík svartsýni". Þau um það! Þau sem eru í vafa geta aflað sér upplýsinga um ástandið í Lettlandi, að ekki sé talað um lönd í Afríku og Suður-Ameríku sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn "hjálpaði".
Ef þessa bjarta sýn AGS hreyfir ekki við fólki, þá á tafarlaust að kalla á barnaverndarnefnd Evrópu.
Því þér erum við sem þjóð ekki hæft að ala upp börn.
Látum alþjóðlega ræningja og innlenda Leppa þeirra í ríkisstjórn Íslands ræna framtíð þeirra.
Allt vegna okkar eigin gunguskapar.
Kveðja að austan.
Mótmæli boðuð á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 31
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 2050
- Frá upphafi: 1412749
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 1803
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé engin SMS frá VG ungliðum núna ?....
Nei...alveg rétt...þeir voru ekki að mótmæla ástandinu síðast. bara að koma sínu fólki að í ríkistjórn. Hafi ræikistórn SF og íhaldsins þurft að fara, þá þarf þessi líka að fara !
Koma svo allir.... ( jamm ég er bjartsýnn)
afb (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:38
Hver fékk þessi SMS? Ég fékk aldrei nein, samt stóð ég þarna frá morgni til kvölds....sem fyrrverandi kjósandi Samfylkingar fannst mér það mín ábyrgða að koma IGS og rest frá, tókst ekkert fullkiomlega ég viðurkenni það enda mun ég aldrei kjósa Samspillinguna aftur.
Einhver Ágúst, 12.12.2009 kl. 13:12
Blessaðir félagar.
Þá er bara að mæta.
Þessi mótmæli snúast um að verja framtíð barna okkar, ekki að gera upp fortíðina.
"Árásarliðinu tókst að komast inn fyrir borgarmúrana með aðstoð heimamanna. Þeir hafa hreiðrað um sig í ráðhúsinu, og þangað á að stefna. Henda þeim út úr húsi og síðan að neyða þá til að yfirgefa borgina."
Svona var þetta alltaf í Prins Valiant í gamla dag og ef menn eru ekki klárir á vinnubrögðunum, þá er hægt að skella sér á næsta bókasafn og lesa sér til um varnir borga. Ef Valiant er horfinn úr hillum bókasafnsins, þá má alltaf læra af Ástrík.
Koma svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.12.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.