Um ICEsave þarf að semja.

En þeir samningar þurfa að vera i samræmi við íslensk lög og þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að.  Sérstaklega þurfa þeir að standast þá mannréttindasáttmála sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað upp á, mannréttindasáttmála sem tryggja þegnum þjóðríkja grundvallar mannréttindi gegn ofurvaldi stjórnvalda og banna alla ánauð, þar á meðal skuldánauð.

Og samningurinn um ICEsave þarf að standast ákvæði EES samningsins.

Núverandi samningur uppfyllir ekkert af þessum skilyrðum.  Hann brýtur gegn stjórnarskrá Íslands, hann gengur gegn mannréttindasáttmálum sem banna skuldánauð og hann gróflega brýtur réttarúrræði EES samningsins.  Og svo brýtur hann gróflega gegn tilskipun ESB um innlánstryggingar.

En hvernig nást samningar við erlend kúgunaröfl sem beita fyrir sig villimennsku handrukkarans??

Fyrsta skrefið er að láta Íslendinga semja fyrir Íslands hönd, ekki þjónustumenn hinna erlendu kúgara.  

Það er augljóst mál að það nást ekki samningar við breta og Hollendinga sem standast lög, nema íslenska þjóðin skiptir út ríkisstjórn sinni.  Íslenska ríkisstjórnin þarf að vera skipuð fólki sem trúir á rétt þjóðar sinnar og ver hagsmuni hennar gegn ólögum og kúgun.

Síðan á hún rétt samkvæmt EES samningnum að ESA og EFTA dómsstóllinn taki réttarágreining um tryggingarsjóð innlána til efnislegrar meðferðar og felli upp úrskurð á grundvelli laga og reglna, ekki pólitísks þrýstings eins og gervi gerðardómurinn gerði haustið 2008.

Falli dómur gegn Íslandi, þá er ljóst að mörg önnur lög falla í Evrópu en bein niðurstaða þess úrskurðar er málshöfðun á hendur ESA og ESB vegna villandi lagasetningar sem varð þess valdandi að íslensk stjórnvöld voru í góðri trú um sína lagasetningu.  Það er ekki hægt að setja lög um ótakmarkaða ríkisábyrgð án þess að það sé tekið fram í lögunum, og skýr ákvæði séu sett um hvernig þjóðir geti varist þeirri ábyrgð.

Og í kjölfar þess málarekstrar verður samið við breta og Hollendinga á grundvelli alþjóðlaga um fullveldi þjóða og neyðarrétt þeirra til að vernda tilveru sína.  Hvað sem út úr þeim samningum kemur, þá er ljóst að Ísland er ekki bundið til að sæta afarkostum sem ganga gegn fullveldi þjóðarinnar.

En falli dómur samkvæmt lögum og reglum réttarríkisins Evrópu, sem líður ekki eftir á túlkun laga, og líður ekki ótakmarkaða ábyrgð einstakra þjóða á skuldum sem misvitrir stjórnmálamenn gætu samið um í glapræði sínu, þá verða íslensku lögin um tryggingasjóð innlána staðfest.

Og þá er næsta skref íslensku ríkisstjórnarinnar að höfða skaðabótamál gegn yfirstjórn ESB í Brussel, og gegn hollenskum og breskum stjórnvöldum.

Því svona haga siðaðar þjóðir sér ekki.

En ef enginn heldur fram málstað íslensku þjóðarinnar, þá þarf hún að sæta hvað afarkostum sem er.

Þess vegna þarf að losna við alla Leppa erlends valds úr öllum áhrifastörfum á Íslandi.

Síðan að semja á grundvelli laga og réttar, og um þá niðurstöðu þarf enginn að óttast.

Vilji Steingrímur Joð Sigfússon hræða íslensku þjóðina, þá á hann að sækja um hlutverki í hvalaskoðunarmorðmyndinni númer 2.  Þar getur hann fengið útrás fyrir þörf sína að hræða og skelfa, ekki með því að níðast á þjóð sinni sem fjármálaráðherra og sérlegur þjónn breskra stjórnvalda.

Það þurfa bara allir að finna sína réttu hillu í lífinu.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður pistill Ómar og hitti naglann á höfuðið.  Við munum koma innlendum handrukkurum fyrir erlend öfl burt úr stjórn að lokum.  Og þau munu þurfa að lifa við útskúfun úr stjórnmálum og kannski sæta sektum ef ekki verra.  

Elle_, 13.12.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég held að erfiðast sé að lifa við fyrirlitningu samborgara sinna, og ef þetta fólk heldur að hægt sé að ræna svona stórum hluta þjóðarauðsins, án þess að það komi ekki niður á almenningi, þá er það í meira lagið grunnhyggið.

Þeirra auðna felst í því að vera stoppuð af í tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 2038
  • Frá upphafi: 1412737

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1791
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband