Hæstiréttur á að skera úr um lögmæti ICEsave samningsins.

Því það er um grundvallar spurningu að ræða.

Þá spurningu hvort stjórnvöld megi skrifa undir hvaða samninga sem er, óháð afleiðingum þess sem það hefur á líf og kjör almennings.

Má skuldsetja þjóðina út í það óendanlega án þess að hún sé spurð álits?????

Má leggja á hana það íþyngjandi skatta vegna milliríkjasamninga að eðlilegt mannlíf geti ekki þrifist í landinu????

Ef það má, þá er ICEsave samningurinn löglegur.  

En þá þarf þjóðin ekki stjórnarskrá sem kveður á um réttindi hennar.   Þau eru aðeins falleg orð á blaði þegar hinn bitri raunveruleiki er fátækt og þrældómur.  Ef það er leyfilegt að nota stærsta hluta af skattfé almennings til að greiða skuldir einkaaðila eða í önnur gæluverkefni stjórnvalda sem koma skyldum þess gagnvart almenningi ekkert við, þá er réttindi þegnanna eins og ókeypis heilsugæsla, grunnmenntun, eða framfærsla sjúkra og aldraða, einskis virði.

Því þessi réttindi kosta peninga, og þess vegna er sátt í samfélaginu um sanngjarnar skattgreiðslur.  

En stjórnvöld mega gera það sem þeim dettur í hug, bara ef þau hafa tryggt til þess stuðnings 33 þingmanna, þá býr þjóðin við alræði fámennisstjórnar sem má fara sínu fram, bara ef það stangast ekki á við bókstaflegt orðalag stjórnarskráarinnar.  Það er ekkert í stjórnarskránni sem bannar 110% skattheimtu eða að stjórnin i  nafni þjóðarhagar semji við ítölsku mafíuna að landið sé líffærabanki auðmanna. 

Það er nefnilega þannig að ekki er hægt að orða nákvæmlega alla þá mannvonsku sem siðspilltum stjórnmálamönnum dettur í hug að framkvæma, og  ef aðeins er farið eftir orðanna hljóðan, þá er ekki til sú illska sem ekki er hægt að orða á þann hátt að hún stangist ekki á við stjórnarskrána.

Þess vegna er um grundvallar mál að ræða.  

Hvað mega 33 þingmenn að gera þjóð sinni????????

Og til hliðsjónar er gott að hafa í huga 76. grein sem kveður á um grundvallarrétt þegnanna.

 

76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)

 

Þessa grundvallarskyldu getur ríkisvaldið ekki uppfyllt ef tekjuskattur um 50% skattgreiðanda fer aðeins í vexti af ICEsave ábyrgðinni. 

Og við umfjöllun sína um þessi stóru álitamál getur hæstiréttur leitað til Evrópudómsstólsins og Mannréttindadómsstóls Evrópu og fengið álit þessa dómsstóla því úrskurður Hæstaréttar þarf að standast alþjóðlög og mannréttindasáttmála.

Og þá þarf bæði Evrópudómsstóllinn að taka afstöðu til þeirrar lagatúlkunar á tilskipun ESB um innlánstryggingar að hún feli í sér ótakmarkaða ábyrgð einstakra aðildarríkja á skuldbindingum tryggingasjóða sinna.  Ef svo er þá er um tímamóta útskurð að ræða, i fyrsta sinn frá dögum Rómverja er hægt að setja lög sem kveða á um ótakmarkaða ábyrgð ríkja og þar með að skuldaeigendur geti gert upp viðkomandi ríki og tekið eigur þess og almennings upptækar til lúkningar sinna skulda.

Og síðan þarf Evrópudómsstóllinn að útfæra það hervald sem fullnusta slíkum dómi og fá síðan blessun Mannréttindadómsstóls Evrópu fyrir afnámi allra mannréttinda þegna þeirra ríkja sem þessi ótakmarkaða ábyrgð lendir á.

Því ICEsave krafa breta þurfti ekki að vera upp á 650 milljarða, hún gat alveg eins verið upp á 65 milljarða, eða 6.500 milljarða, eða 65.000 milljarða, því það eru engar takmarkanir í löggjöf Evrópusambandsins á stærð banka, og engin ákvæði í tilskipun ESB um innlánstryggingar sem takmörkuðu þessa ábyrgð. 

Í stað þess var látið nægja að segja "Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum".

Þess vegna þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinum grundvallarúrskurði sem færir vald ríkja og ríkjabandalag aftur til réttarheimilda hina fornu Rómverja, enda höfðu þeir skýr lög um þrælahald sem auðveldaði þessa ótakmörkuðu ábyrgð almennings á þeim skatti sem samfélög þeirra voru krafin um.

Í dag eru aðrir tímar, og það gilda skýr lög í Evrópu og Íslandi.  Ekkert stjórnvald getur gengið gegn rétti þegna sinna á þann hátt sem Evrópusambandið krefur íslensk stjórnvöld um. 

En það er tími kominn á að valdsjúkir stjórnmálamenn þurfi að lúta landslögum.  Fyrsta skrefið í þá átt er að Hæstiréttur dæmi um lögmæti ICEsave samkomulagsins.  Næsta skref er að virkja þau ákvæði landráðakafla hegningarlaganna sem bannar þegnum þessa lands að vinna fyrir erlend ríki við rán og gripdeildir á eigum og skattfé almennings

Ef alþingismenn og fjölmiðlamenn þrá svona heitt að vinna fyrir bresk stjórnvöld þá eiga þér að hafa vit á að flytja til Bretlands og sækja þar um vinnu.  En þeir skulu átta sig á því að í Bretlandi gilda líka lög.

Þar er stranglega bannað að stunda rán og gripdeildir.

Menn enda alltaf í fangelsi fyrri slíkt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Veita ekki álit um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Ómar fyrir þessar upplýsingar. Var akkúrat að velta þessari Þjóðréttarslegri skyldu sem er vinsælasta orðið núna hjá Fjármálaráðherra.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 11:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að velta þessari þjóðréttarslegri skyldu fyrir mér, átti að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Sveinsson

sæll ómar

já það er með ólíkindum hvað stjórnvöld vilja niðurhlæja þegna sína, F rá mér séð þá eru þingmenn og ráðherrar ábyggilega einhverstaðar viðriðnir hrunið og þess vegna tekur það ekki enda nema að reina að fela sín eigin skinn frá þessu því ekkert má láta upplýsingar um hverjum eða hverjir séu sekir firr en eftir 90 ár,hvílíkur viðbjóður.(Alt uppi á borðinu )það þurfti bara að reka þennan og hinn og þjóðinni er reddað þetta er svo mikil skömm,Að hafa svona stjórnvöld er ekkert annað en(kem ekki orðum til að lýsa þessu vegna reiði minnar orðin er ekki hægt að setja á prent svo slæm eru þau) Alt hugsandi fólk og réttlát sjá þetta svo ekkert er að marka sem þessi stjórn gjörir.         Bið að heilsa og lifið heil öll sem einn.

Jón Sveinsson, 11.12.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Afsakið hve ég kem seint inn.

Ég vil vitna í blogg mitt hér á eftir þar sem ég bendi á að við þurfum að semja, en sá samningur á að standast lög, bæði okkar og Evrópusambandsins.

Og Íslendingar hafa reynt að uppfylla sínar skyldur með setningu neyðarlaganna þar sem innlán hlutu forgang á aðrar kröfur.  En síðan átti ríkisstjórnin að æskja samstarfs við þjóðir ESB um rannsókn á hvað varð um alla þessa peninga, og hvort saknæmur undandráttur átti sér stað.   Einnig átti tafarlaust að stefna bretum vegna beitingu hryðjuverkalaganna, því sá gjörningur gerði ekkert annað en að rýra eignir Landsbankans.

Ef ólöglegar eignir auðmanna, og eignasafn Landsbankans hefði verið verndað, þá er mér til efs að mikið hefði vantað upp á að öll innlán hefðu endurheimst, en það sem út af stóð átti að vera og á að vera  á sameiginlegu forræði EES landanna.  Innri markaðurinn er einn og heill, og því á bakábyrgðin að vera það líka.

Og við megum aldrei gleyma því að regluverkið á fjármálamarkaðnum var evrópskt, og því er um evrópskt vandamál að ræða ef svona bankahrun á sér stað.  Aðeins sú ákvörðun hefði getað stoppað frekari hrun, því það er ekki útséð um næstu hrunöldu.

Við vorum aðeins fyrstir, og brauðfætur bankakerfis annarra landa eru að gliðna.  Það þarf ekki nema eitt stórt Bööö, og það fellur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband