11.12.2009 | 09:29
Stigðið skrefið til fulls og segið sannleikann.
Ályktið gegn böðlum þjóðarinnar.
Gott er að hafa þessi upphafsorð á grein virts bandarísks prófessors í Fréttablaðinu í huga þegar þið semjið næstu ályktun.
Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla).
Handbendi þessara árásarafla heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og hann er hér á landi í einum tilgangi, sjá til þess að stjórnvöld framfylgi efnahagsstefnu sem miðar aðeins að einu, og það er að erlendir kröfuhafar fái allt sitt greitt með vöxtum og vaxtavöxtum, alveg óháð því hvort þær skuldir sem þeir innheimta séu þjóðarinnar eður ei.
Og sjóðurinn sýnir almannaþjónustu enga miskunn. Nú þegar hafa Óráð sjóðsins leitt til þess að ríflega 30% af tekjum ríkissjóðs eru áætlaðar í vexti af lánum og hlutfall vaxta og afborgana mun fara yfir 50% fljótlega ef áætlanir sjóðsins ganga eftir. Ekkert velferðarkerfi stenst slíka byrði, og margt lífsnauðsynlegt mun undan láta, þar á meðal ykkar merka starf.
Ef þið trúið ekki þessum orðum, þá skuluð þið kynna ykkur reynslu Argentínumanna, sem voru neyddir til að borga og borga, og ekki einu sinni þegar greiðsluhlutfallið af erlendum lánum var komið hátt í 70% af tekjum ríkisins, þá var Argentínska ríkið samt krafið um hærri greiðslur. Og þá sagði það nei, og lét hagsmuni þjóðarinnar og velferðarinnar ganga fyrir hagsmunum fjárbraskara. Og þeir ráku Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi með skömm og fyrirlitningu.
Hvorki þið leikskólakennarar eða aðrar nauðsynlegar stéttar velferðarkerfisins, megið láta flokkstryggð ykkar við VinstriGræna eða Samfylkinguna villa ykkur sýn, það er verið að vinna óhæfuverk á íslensku samfélagi, en það þarf ekki að vera svo.
Ekki ef þið hafið manndóm til að segja satt.
Þið getið kannski haft þessi orð ykkar til hliðsjónar þegar þið gerið upp hug ykkar gagnvart flokkstryggð ykkar. "Þegar þrengir að í samfélaginu er öruggt og öflugt skólakerfi ein mikilvægasta stoðin til að tryggja börnum góða menntun, umönnun og skjól."
En til þess þarf pening og sannleika.
ICEsave vextirnir eru um 100 milljónir á dag, og þeir eru aðeins brot af því sem ríkisstjórn okkar ætlar að greiða erlendum fjárúlfum úr okkar sameiginlegum sjóðum.
Ef þið eruð ekki tilbúin að vinna kauplaust, þá skulið þið kalla hlutina réttum nöfnum.
Krefjist velferðar almennings, ekki velferð fjárbraskara.
Krefjist þess að ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segi af sér, og landsstjóri sjóðsins verði gert að yfirgefa landið tafarlaust.
Gerið það áður en skaðinn er orðinn varanlegur.
Kveðja að austan.
Telja eins langt gengið og hægt er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:40 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.