10.12.2009 | 21:53
ICEsave grúppía vill félagshyggju í Reykjavíkurborg.
Sóley Tómasdóttir vill borga bretum og Hollendingum 100 milljónir á dag í vexti af ólöglegri kröfu breta og Hollendinga vegna ICEsave reikninganna. Þetta er tekjuskattur rúmlega helmings skattgreiðanda
Það kallar hún uppgjör við Nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.
Síðan vill hún félagslegan jöfnuð!!!!
En fyrir hvaða pening?????
Skatttekjur þess helmings þjóðarinnar sem fer í ICEsave hítina?
Eða skatttekjur þess helmings þjóðarinnar sem flýr land þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með dyggri aðstoð flokksbræðra Sólveigar verður búinn að rústa hér lífskjörum, 40% kjararýrnun á næstu 2 árum spáir Víglundur Þorsteinsson.
Vissulega er það rétt að í draumaríki Sovétsins ríkti ákveðinn félagslegur jöfnuður, og þá í Gulaginu. Þar var farið jafnilla með alla vinnuþræla.
Er kannski jöfnuður skuldaþrælsins sá félagslegi jöfnuður sem VinstriGrænir vilja berjast fyrir. Þreyttir á að berjast fyrir jöfnuði velmegunarþjóðfélagsins og kjósa því frekar Nýfrjálshyggju Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem allsstaðar hefur haft ákveðinn jöfnuð í för með sér.
Að vísu jöfnuð örbirgðar almennings, en jöfnuð engu að síður.
En höfum eitt á hreinu, það er ekki fyrst hægt að svíkja og afhenda erlendum þjófum þjóðarauðinn, og koma síðan eins og blásaklaus engill og tala um allt það góða sem hægt er að gera í velmegunarþjóðfélagi.
Því þjóðfélag velmegunar og jöfnuður var það fyrsta sem VinstriGrænir seldu fyrir ráðherradrauma sína.
Ef menn trúa mér ekki, þá skulu þeir spyrja Lilju Mósesdóttur og Ögmund Jónasson hvað valdagræðgi flokksdindla eins og Sólveigar Tómasdóttir þýða fyrir þjóðina.
Og ekki eru þau í Sjálfstæðisflokknum.
Kveðja að austan.
Sóley vill leiða lista Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 360
- Sl. sólarhring: 763
- Sl. viku: 6091
- Frá upphafi: 1399259
Annað
- Innlit í dag: 305
- Innlit sl. viku: 5160
- Gestir í dag: 283
- IP-tölur í dag: 280
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað hefur þú fyrir þér í því að kröfur Hollendinga og Breta séu ólöglegar?
Þú ert bara gasprari sem segir eitthvað út í loftið og níðir niður konu sem þú veist ekkert um. Svona óvönduð skrif og hugsunarháttur er að fara með þessa aumu þjóð í sorann....
baldurkr (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:04
Já sæll vertu. Vel sammála þér í mörgum atriðum Ómar. Þessa manneskju vil ég alls ekki sjá í pólitík.
Grunnatriði í pólitík er að stjórnmálamaður í meirihluta verður að vinna fyrir alla þegna. Ekki bara kjósendur sína. Heldur einnig líka andstæðinga sína. Gæti það ekki reynst "actívista" eins og Sóleyju Tómasar erfitt? Og jafnvel gjörsamlega ómögulegt?
Er ekki mögulegt að ástríðan og actívisminn fyrir sérhagsmunamálum Sóleyjar muni ráða allri för hjá þessari konu?
25 ára (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 22:18
Nú, það stangast á við alþjóðleg lög, baldur kr að ríki skuli ábyrgjast innistæður tryggingasjóðs.
HH
Halldóra Hjaltadóttir, 10.12.2009 kl. 23:24
Blessaður Baldurkr.
Ég er læs, það er meira en hægt er að segja um þig og þina sem kalla það nið um manneskju að benda á stuðning hennar við mesta níðingsskap Íslandssögunnar. Þú ert kannski einn af þeim sem heldur að 100 milljónir á dag vaxi á trjánum í Hljómskálagarðinum?????
Og hvernig getur læs maður aflað sér upplýsinga?????
Jú, með því að lesa þau lög og reglur sem um málið gilda. Í tilskipun ESB nr. 94/19 stendur þetta skýrum orðum:
En um skýr lög má deila, og sjálfsagt má finna keypta lögfræðinga sem munu geta fyrir góða borgun, dregið það í efa að það sé bannað að keyra yfir á rauðu ljósi. En jafnvel hjá Stalín þá voru dómsstólar til að takast á við ágreiningsatriði. Og EES samningurinn er afdráttarlaus kvað það varðar og ekki hægt að deila um hvernig á að takast á við ágreiningsefni sem upp koma vegna þess samnings. Og þau réttarúrræði nýttu bretar og Hollendingar ekki, og þess vegna er krafa þeirra ólögleg. Það er engin munur á ólögum þeirra en ef til dæmis ég kæmi til þín og tæki af þér bíl þinn með þeim orðum að þú skuldaðir mér pening. Til þess þarf ég fyrst uppáskrift dómsstóla sem meta lögmæti minnar kröfu.
Fyrst að Stalín skyldi þetta, þá hljóti þið í VinstriGrænum að skilja þetta líka, jafnvel þó þið berið við ólæsi. Og ef ske kynni að þú færir á lestrarnámskeið á morgun, þá skal ég láta fylgja með beina tilvitnun í þann hluta EES samningsins sem fjallar um hina lögformlegu leið réttarágreinings.
Ég vona það þín vegna Baldur að þú lærir að lesa áður en þér gefst tækifæri til beins stuðnings við ICEsave þjófnað breta og Hollendinga, til dæmis með því að kjósa VinstriGræna, sérstaka aðstoðarmenn þeirra við framkvæmd þjófnaðarins, því það er þannig að þó hið fornkveðna segi að glæpir borgi sig ekki, þá fara þeir líka alveg rosalega illa með samviskuna.
Og það er ljótt að bera beina ábyrgð á hruni þess velferðarkerfis sem tók fyrri kynslóðir tugi ára að byggja upp.
Með vinsemd og virðingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2009 kl. 23:49
Blessaður "25" ára.
Sólveig á sér sjálfsagt margar hliðar, bæði góðar og slæmar. En ég er einfaldlega benda á hlut sem mun dynja á þessu fólki það sem það á eftir ólifað. Það sveik. Sveik hugsjónir sínar, stefnu og íslenskan almenning, og er síðan svo óforskammað að koma fram í fjölmiðla með skítkasti í garð annarra, og ætlar síðan í þokkabót að nota bretapeningana til að byggja upp "félagslegan jöfnuð".
Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Þú þjónar ekki svívirðulegu fjárplógsauðvaldi og kemur síðan með englasvip til fórnarlamba þinna gjörða og spyrð hvort þau eigi bágt, en þú þurfir umboð þeirra til að geta haldið áfram að níðast á þeim.
Flóknara er þetta nú ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2009 kl. 23:55
Halldóra. Ertu alveg viss?
http://www.tryggingarsjodur.is/
Eysteinn Þór Kristinsson, 10.12.2009 kl. 23:55
Blessuð Halldóra.
Lögin, sem krafa ICEsave krafa breta stangast á við, eru ótalmörg. Bæði íslensk lög, lög ESB, alþjóðlega mannréttindasáttmála, og alþjóðalög.
Enda hvarflar ekki að þessum þjóðum að leita til réttbæra dómsstóla, þær treysta á keypt leiguþý eins og VinstriGræna, sem hafa selt sál sín og framtíð þjóðar sinnar fyrir ráðherradraum Steingríms Joð.
En eins og ég bendi Baldur á í fullri vinsemd, þá er krafa strax ólögleg ef hún er innheimt án staðfestingu þar til bæra dómsstóla. Þó að öll lög heims styddi fjárkröfur þeirra á hendur þjóð okkar, þá yrði hún samt ólögleg vegna þess að þeir leituðu ekki fyrst til ESA og EFTA dómsstólsins.
Meira að segja Rómverjar höfðu vit á að löghelga rán sín. Og hvað, eru 2.000 ár síðan? Og þetta er öllum ljóst nema þeim sem hafa mjög annarlegra hagsmuna að gæta.
Já, og svo íslenskum fjölmiðlamönnum, en vitið þar er ekki meira en guð gaf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.12.2009 kl. 00:04
Blessaður Eysteinn, þú kemur seint inn í umræðuna.
Þar sem ég veit að þú ert læs, taktu þér þá tíma í að lesa þessi lög. Þar stendur að tryggingasjóður er sjálfseignarstofnun, sem þýðir á mannamáli að eigendur/eigandi hans er ekki í ábyrgð fyrir skuldbindingum hans. Og þessi lög eru nákvæmlega í samræmi við tilskipun ESB nr 94/19 sem þú getur lesið þér til um á vef stjórnarráðsins. Eða Googlað hann og fengið upp enska textann, franska eða nefndu það.
Og EES samningurinn er skýr hvað það varðar að aðildarríki verða að framkvæma þær tilskipanir sem ESB setur. Hefðu íslensku lögin ekki verið í samræmi við tilskipunina, þá bar ESA að koma með rökstudda kvörtun þar um og krefjast úrbóta. Lögin voru sett 1999, og slík kvörtun hefur ekki komið ennþá, þó málarekstur breta sé í gangi. Það þýðir aðeins eitt, ESA skildi lögin líka sem svo að fjármálakerfið ætti að fjármagna tryggingakerfið, og aðildarríki væru ekki í ábyrgð eins og skýrt kemur fram í þeim texta sem ég peistaði í fullri vinsemd til Baldurs.
Og það er ekki heldur skrýtið að ESA héldi slíkt. Lög annarra Evrópuþjóða eru keimlík, enda sá enginn fyrir kerfishrun þegar þau voru sett.
Og þú breytir ekki lögum eftir á.
Slíkt er aðeins gert á tvennan hátt, með hervaldi, eða keyptum þjónum þeirra sem ávinning hafa af þjófnaðinum. Og krafa breta er þjófnaður, framkvæmdur á allan hátt eftir aðferðafræði eiturlyfjahandrukkara.
Líkur sækir líkan heim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.12.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.