10.12.2009 | 21:33
Ég vil ICEsave, og ég vil gjaldeyrislán AGS.
En ég vil að aðrir borgi segir Vilhjálmur.
Vísa annars á góða grein í Morgunblaðinu eftir Víglund Þorsteinsson, þar sem hann bendir á inngrip Seðlabankans til að halda genginu lágu í þágu ICEsave og AGS lána.
Víglundur spáir 40% kaupmáttarskerðingu á næstu 2 árum.
Bein afleiðing af stefnu Vilhjálms Egilssonar og Gylfa forseta. Þeir báðu um AGS, og þeir báðu um ICEsave ábyrgðina handa bretum.
Lugu síðan í umbjóðendur sína að það væri eina leiðin til að styrkja gengið og koma hjólum atvinnulífsins af stað.
Annaðhvort ætluðu þeir að borga ICEsave með Hekluvikri, eða þá með bótum öryrkja og aldraða.
Núna þegar þeirra umbjóðendur fá reikning heimskunnar eins og aðrir, þá grenja þeir og grenja í fjölmiðlum, og kvarta yfir skattastefnu ríkistjórnarinnar.
En ríkisstjórnin er i vinnu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem aftur er í vinnu hjá erlendum kröfuhöfum útrásarbankanna.
Og þessir handrukkarar komu í boði Gylfa og Villa.
Og síðan er Steingrími Joð kennt um allt saman.
Aumingja mennirnir.
Kveðja að austan.
Verið að vísa SA frá stöðugleikasáttmálanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 33
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2052
- Frá upphafi: 1412751
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1805
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.