10.12.2009 | 17:25
Stundum er mesta skattahækkunin, að lækka skatta ef að hafa þá óbreytta.
Sú staða er í dag.
Endar æ fleiri Íslendinga ná ekki saman. En samt þarf fólk að leyfa sér eitthvað.
Spurningin er hvort sú upphæð lendi í ríkiskassann eða eitthvað annað, til dæmis á svarta markaðinn.
Að hækka áfengisgjald, er aðför að veitinga og öldurhúsum.
Að hækka beina skatta, þýðir minni afgangur í verslun og þjónustu, sem aftur leiðir til tekjutaps og aukins kostnaðar vegna atvinnuleysisbóta.
Svona má lengi telja um neikvæðu áhrif skattahækkana á miklum samdráttartímum. Og þá er samt eitt ótalið, og það er neikvæð áhrif á fólksfjölda, þegar skattahækkanir bætast ofan á skuldakreppu, þá eru svo miklar líkur á að ungt og menntað fólk leiti á önnur mið en Íslandsmið, og þá tapast bæði þekking og skattgreiðendur framtíðarinnar.
Það ber allt að sama brunni, ef heimskustu menn heims væru fengnir til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum um efnahagsaðgerðir, þá er hugsanlegur möguleiki, ekki mikill að vísu, en hugsanlegur samt, að þeir legðu til eitthvað álíka og núverandi ríkisstjórn er að framkvæma að tillögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þú læknar ekki kvef með arsenik, þú minnkar ekki fjárlagahallann með ráðstöfunum sem auka hann.
Í dag þarf að vernda veltuna í þjóðfélaginu, sjá til þess að heilu atvinnugreinarnar stefni ekki í þrot. Þetta sjá allir nema Leppar erlendra ógnarafla sem komu til landsins í þeim eina tilgangi að ganga að eigum þjóðarinnar og auðlindum. Kreppuráð sem auka vandann henta ágætlega hagsmunum þessara afla.
Því auðvita eru þessir menn ekki heimskir þó Kreppuráð þeirra bendi til þess.
Endurreisn efnahagslífsins er bara ekki markmið þeirra, eða hefur nokkur heyrt getið um handrukkara sem byggir upp í stað þess að taka og skemma???
Hins vegar er það með öllu óskiljanlegt að það finnist svo auðtrúa fólk að það fórni lífsafkomu sinni og framtíð með því að styðja Leppana í ríkisstjórn Íslands.
En sumt í sköpuninni er manni ekki ætlað að skilja.
Kveðja að austan.
Öll heimili greiða hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.