"Boðaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu ógnar öryggi sjúklinga"

Er skilaboð Félags hjúkrunarfræðinga til alþingsmanna. 

Vextir af ICEsave ábyrgðinni eru upp á 100 milljónir á dag.  Þeir peningar nást aðeins með því að skera niður í ríkisrekstri, þar á meðal heilbrigðiskerfinu.  Og þessi niðurskurður sem hjúkrunarfræðingar vara við að muni ógna öryggi sjúklinga er aðeins byrjun þess sem mun gerast ef núverandi ríkisstjórn er ekki hrakin frá völdum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn látinn yfirgefa landið í kjölfarið. 

Á næsta ári eru áætlaðir 162 milljarðar í vexti., eða um þriðjungur ríkisútgjalda.  Á sama tíma þá þarf ríkissjóður að minnka fjárlagahallann til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Og það verður ekki gert með skattahækkunum, því þær munu ekki skila því sem til er ætlast.  

Hvað kemur þetta meintum stjórnarskrár brotum ICEsave við???  Því tilefni þessa pistils er ábending Birgis Ármannssonar um meint stjórnarskrárbrot vegna afsali á dómsvaldi til erlenda dómsstóla.  

Jú, ef boðaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu gengur eftir og hjúkrunarfræðingar vara svona sterkt við, þá er skýlaust verið að brjóta 76. grein stjórnarskrárinnar en þar segir:

 

76. gr. [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]1)

Það hefur nefnilega afleiðingar að greiða 100 milljónir á dag í vexti til breta og Hollendinga, með þeim rökum að þeir báðu okkur um það.

Vissulega geta efnahagsáföll dregið úr getu ríkisins til að sinna sínu lögbundna hlutverki, en ICEsave ríkisábyrgðin styðst ekki við nein lög, hvorki íslensk eða lög og reglur EES samningsins.  Hún er hrein geðþóttaákvörðun minnihlutaflokks sem notar oddaaðstöðu sína í íslenskum stjórnmálum til að knýja fram þessa ábyrgð, því deilur um hana við Evrópusambandið gæti tafið draum þessa minnihlutaflokks um skjóta aðild Íslands að ESB. 

En draumur þessa fólks er ekki kostaður af því sjálfu.  Þegar þingmenn þeirra lýstu því yfir á Alþingi við aðra umræðu ICEsave ríkisábyrgðarinnar, að þau hefðu það þor og þann kjark að axla ábyrgð, þá var það ekki í framhaldi af yfirlýsingu þeirra um að tekjur þeirra og eignir rynnu til að greiða þessa skuldir einkabanka, nei það var skýr viljayfirlýsing um að taka pening úr heilbrigðis og velferðarkerfinu til að fjármagna draumastúss sitt

En þar með er gengið gegn lögbundnu hlutverki ríkisvaldsins, sem sjálf stjórnarskráin kveður á um, að "réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika

Ef öryggi sjúkleika er ógnað vegna þessa draums minnihlutaflokksins, þá er um skýrt brot á 76. grein stjórnarskráarinnar.  Ekki er hægt að réttlæta fyrirhugaðan niðurskurð, sem ógnar öryggi sjúklinga, með tilvísun í fjárvöntun ríkissjóðs, en á sama tíma setja skatttekjur 76.000 Íslendinga í gæluverkefni.

Fólk sem gerir svoleiðis á ekki heima á Alþingi, heldur á viðeigandi stofnunum fyrir siðblindingja sem eru hættulegir samfélagi sínu. 

Og það er tímabært að staðreyndirnar séu kallaðar sínum réttum nöfnum. 

Það er verið að fremja glæp gegn þjóðinni.

Kveðja að austan. 

 


mbl.is Telur Icesave-frumvarp brjóta gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 598
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 6329
  • Frá upphafi: 1399497

Annað

  • Innlit í dag: 513
  • Innlit sl. viku: 5368
  • Gestir í dag: 469
  • IP-tölur í dag: 463

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband