Er maðurinn fífl??????

ESA kemst að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld voru í fullum rétti að grípa til ráðstafana til að endurreisa íslenskt bankakerfi.

Það var gert með því að stofna nýja banka á á grunni þeirra gömlu.  Og skiptingin milli nýju og gömlu bankana var sú að innlend starfsemi gömlu bankanna var færð til nýju bankanna.  Þessi skipting náði til allra eigna og skulda þar á meðal innlána.  Þjóðerni eiganda innlánsreikninga eða búseta þeirra skipti engu máli, á meðan þeir áttu reikninga í  bönkum sem störfuðu á íslenskum fjármálamarkaði.  

Neyðarlögin tóku ekki á starfsemi íslenskra banka erlendis því íslenska ríkið hefur ekkert vald til að skipa málum þar eins og það vill.  Þó það geti flutt innlán frá gamla Landsbankanum til hins nýja, þá getur það ekki flutt innlán frá útibúum Landsbankans í Englandi til þarlendra banka, til dæmis Royal Bank Of Scotland.  Það hefðu bresk stjórnvöld geta gert, en þau kusu að takmarka aðstoð sína við banka með bresku eignarhaldi.  

Hvort sú ráðstöfun standist lög ESB, á eftir að skera úr um.  En íslensk neyðarlögin gerðu ekki upp á milli banka eftir eignarhaldi þeirra, þau tóku aðeins á vanda íslensks fjármálamarkaðar.

Og þar fyrir utan þá fólu þau ekki í sér neina ríkisábyrgð, aðeins yfirlýsing forsætisráðherra fylgdi til að róa íslenska sparifjáreigendur.  

 

Þetta er öllu ljóst sem lesa íslensku neyðarlögin, og fyrir leikmenn þá má benda á greinar eftir þá Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal.  Þar er málið útskýrt og sagt til um að ESA myndi komast að þessari niðurstöðu.

 

En á Íslandi hefur risið upp stétt fífla, fyrrverandi alþingismanna, sem eiga það sameiginlegt að fá góð eftirlaun frá ríkinu, og verða annað hvort orðnir örvisa gamalmenni eða þá ekki á meðal vor, þegar að ICEsave greiðslum kemur.  

Og þeir vilja ólmir láta þjóðina borga, þannig gera þeir upp sín gömlu sárindi og pólitíska ósigra.  Telja sig vera meiri menn á því að öskra á ljónið innan öruggra víggirðingar svo vitnað sé í hetjur safaríferða.  

Í Noregi voru svona gamalmenni lokuð inn á hæli þegar hernámsstjórn Þjóðverja var brotin á bak aftur.  Á Íslandi, þá hömpum við slíkum vitleysingjum, birtum greinar eftir þá og eltumst við rökleysur þeirra og vitleysur.

Hér er enginn maður með mönnum nema hann stuðli að jarðarför sinna minnstu bræðra.  

Hér er fíflunum hampað.  

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Jafngildir 1.100 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist Kristinn einmitt vera að segja að skv. þessum úrskurði sé engin ástæða til að gera eitthvað Icesave "samkomulag", og bara vísa til laga um tryggingar innistæða, sama hvort um sé að ræða íslenskan eða erlendan kúnna íslenskra banka.

Geir Ágústsson, 9.12.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ekki er það svo.  Kristinn er einn af þeim sem reyndi að sannfæra almenning að regluverk EES krefðist þess að Íslendingar greiddu ICEsave ábyrgðina.  Þegar hann sá að regluverk ESB sagði hið þveröfuga, þá hélt hann því fram að neyðarlögin krefðust þess, og við værum heppin að sitja ekki uppi með öll ICEsave innlánin.  

Og út frá þessu lagaáliti ESA, þá fær hann þetta út:

 Fyrirsjáanlegt er að ESA telji að sama ábyrgð verði að vera á öllum innstæðum í Landsbankanum óháð þjóðerni eigandans og óháð því í hvaða útibúi bankans peningarnir voru vistaðir.

Og þar teygir hann sig mjög langt.  Lýgur því til að Ísland hafi ábyrgst innlendar innistæður, og fullyrðir að jafnræðisregla sé æðri neyðarrétti.

Þess vegna er maðurinn fífl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Sá þetta ekki fyrr en ég las pistil Kristins, og finnst boðskapur hans ekki koma nógu vel fram í mbl-fréttinni um hann. Raunar þveröfugt. 

Þeir eru til sem telja að þessi neyðarlög séu ástæða þess að íslenskir skattgreiðendur "eigi" að greiða fyrir Icesave að kröfur Breta og Hollendinga. Ég er ósammála, en vantar lagalegu rökin. Sýndist að Kristinn hafi bent á að ESA hafi nú gefið til kynna að íslenskir skattgreiðendur séu ekki allt í orðnir skuldbundnir til eins né neins, rétt eins og orðhljómur ESB-laganna er. 

Kv.

Geir

Geir Ágústsson, 9.12.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Kristinn er einn af þeim dómsdagsspámönnum sem hafa logið því í vitgranna fjölmiðlamenn að ef við greiðum ekki ICEsave, þá eigum við á hættu að þurfa að greiða allan pakkann.  Eins og hver eigi að dæma okkur til þess????

Hafa menn ekki þá lágmarksdómgreind á fjölmiðlum að sjá fáráð þess að hér komi nokkrir menn með hárkollur, og geri eigur þjóðarinnar upptækar???  ICEsave hefði getað verið 6.000 milljarðar.  Það er eins og þetta vesalings fólk haldi að það sé ennþá upp i á dögum Rómverja, eða þá að það haldi að réttarfar og réttindi þjóða og almennings hafi ekki þróast frá þeim tíma, þegar íbúar borga voru í persónulegri ábyrgð með frelsi sínu fyrir skattgreiðslum sem hver borg átti að standa skil á.  

En með þessum ljóta blekkingaleik manna eins og Kristins H Gunnarssonar, þá hafa margir trúað á hina miklu ICEsave skuld, og talið þjóðina heppna að sleppa með ríkisábyrgðina upp á 20.000 evrur.  Nafni minn Ragnarsson er dæmi um svona auðtrúa mann sem notar sitt útbreidda blogg til að blekkja landsmenn, en reyndar í góðri trú, því hann er sjálfur fórnarlamb þessa lygaþvættings.

Og við erum að tala um 100 milljónir á dag í ICEsave skatt.  

Þess vegna er tími silkitungunnar liðinn á þessu bloggi.  

Þó læt ég mér nægja að kalla manninn fífl, en í raun eru gjörðir hans mun alvarlegri en sú afsökun dugi honum.  

Hann er heppin að vera ekki Frakki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband