8.12.2009 | 15:45
Á Ögurstundu þurfum við að þekkja keypta fjölmiðla óvinarins.
Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla).
Eitt helsta vopn andstæðinga okkar er að brjóta niður sjálfvitund og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Stanslaus áróður í helstu fjölmiðlum landsins telur þjóðinni í trú um að hún sé sek og eigi skilið sína refsingu.
Og svo eru keyptir fræðingar eða þá einhver úr röðum Riddurum heimskunnar fenginn til að telja þjóðinni í trú um að 100 milljónir á dag, eða skatttekjur um 75 þúsund manns séu eitthvað sem þjóðin eigi að borga í syndaaflausn, og sú syndaaflausn sé lítið mál. Jafnvel forsendar framtíðarhagvaxtar.
En hin meinta krafa breta og Hollendinga er ólögleg. Hún styðst ekki við lög ESB, ekki við lög EES samningsins, ekki við íslensk lög, og ekki við alþjóðalög. Á mannamáli kallast slík gjörð þjófnaður, og þeir sem aðstoða við hana, þjófsnautar.
Og þjófsnautarnir ljúga í þjóð sín að um þjóðréttarlega skuldbindingu sé að ræða, þeir blekkja hana með rangfærslum að hún sé siðferðislega ábyrgð fyrir gjörðir bankamanna sinna, og með beinum rangfærslum er því haldið fram að önnur lögmál gildí í efnahagsmálum á Íslandi en annars staðar í heiminum. Hér sé ofurskuldsetning nauðsynleg forsenda endurreisnar landsins.
Fullyrðingin um þjóðréttarlega skuldbindingu Íslands á ICEsave reikningunum hefur verið markhrakin. Tilskipun ESB um innlánstryggingar var sett til að koma meintum mismunaráhrifum vegna stærðar aðildarríkja út úr samkeppni á bankamarkaði. Þess vegna var komið á fót tryggingarkerfi þar sem fjármálafyrirtækin sjálf sáu um fjármögnun tryggingakerfisins og þar var skýrt tekið fram að:
Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.
Það þarf mjög keyptan áróðursmann til að lesa þessi orð og fullyrða síðan að ICEsave ábyrgðin sé samkvæmt regluverki ESB. Þá var gripið til blekkinga. "Við leyfðum bönkunum að starfa erlendis og þar blekktu þeir fólk til að leggja fé inn á innlánsreikninga". Á það er treyst að fólk hugsi ekki út í þessar fullyrðingar, hugsi ekki þau fáráð sem þar liggja að baki.
Sannleikurinn er sá að við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu þá fengu bankar á Íslandi leyfi til að starfa annars staðar á svæðinu, frelsi til að starfa þar sem fyrirtæki kjósa, er ein af grunnreglum hin sameiginlegs markaðar sem hið Evrópska efnahagssvæðið er. Og um þetta val höfðu ríkisstjórnir ekkert að segja, hvorki ríkisstjórn heimalands, eða ríkisstjórn gistilands. Eina krafan var sú að bankarnir uppfylltu skilyrði um rekstur á svæðinu og færu eftir reglum viðkomandi lands. Og það var gistiríkja að fylgjast með nánari útfærslu á starfsemi þeirra.
Þetta vita allir, það þarf mjög keyptan leiguliða til að halda öðru fram. Og hvað gera bankar svona almennt??? Er það ekki að taka móti peningum sem innlán og lána þá aftur út????? Samt er því haldið að íslensku þjóðinni að um mjög óeðlilegan verknað hafi verið að ræða. En jafnvel keyptasti landráðamaður á erfitt með að halda þessu fram án þess að roðna. Vitleysan er slík. Þjóðin sé sek vegna bankar í eigu íslenskra aðila hafi tekið á móti innlánum í öðrum löndum.
Hvað áttu þeir að gera???? Standa fyrir utan útibú sín með bauka í hendinni og biðja um styrki???
En þeir fóru á hausinn og fólk tapaði miklum peningum er þá sagt. Og það er alveg rétt, það að geta farið á hausinn er ein af grundvallarreglum hins frjálsa markaðar. Og hundruð banka hafa farið á hausinn frá því að fjármálakreppan hófst. Það að banki í íslenskri eigu fer á hausinn, gerir ekki íslensk stjórnvöld eða íslenska þjóð ábyrga fyrir skuldum þeirra.
En annars staðar var bönkum komið til bjargar??? En það er ekki algilt, hvorki í Evrópu eða Bandaríkjunum, og á Íslandi var eitt ljóst, þjóðin hafði ekki afl til að bjarga sínum bönkum. Og ennþá er ekki ljóst hvort breska eða bandaríska alríkisstjórnin hafi haft afl til sinnar björgunar.
Því kreppan er aðeins rétt að byrja.
En samt dynja á þjóðinni í fréttatímum, fréttaskýringarþáttum og á síðum dagblaðanna þessar lygar og rangfærslur um hina meintu sekt íslensku þjóðarinnar. Dæmin er fjölmörg á degi hverjum. Ég ætlaði í þessum pistli að rekja nokkur, en tíminn er hlaupinn á brott.
Kjarni málsins er sá að það varðar við landráðakafla hegningarlaga að blekkja vísvitandi, eða gera mönnum kleyft að hafa uppi fullyrðingar og athafnir sem skaða íslensku þjóðina. Þetta er alveg skýrt.
Og það þar mikla heimsku að taka þátt í þessum hildarleik gegn íslenskri þjóð, án þess átta sig á að áróðursmennirnir fara með staðleysur einar. Í ljósi þess að hildarleikurinn hljóðar upp á 100 milljónir á dag af tekjum þjóðarinnar, og mun kosta miklar hörmungar þegar hann er tekinn út úr velferðarkerfinu, þá er mér það til efs að fjölmiðlavitringar okkar geti borið heimsku við.
Segjum bara satt, það getur enginn verið svona nautheimskur.
Og þetta fólk á að stöðva.
Það er alveg óþarfi að bíða eftir jarðarförunum áður en við stöðvum þennan hildarleik.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 16:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 699
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.