8.12.2009 | 14:46
Á Ögurstundu þurfum við að þekkja Raddir óvina okkar.
Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram. (Prófessor Michael Hudson við Columbíu Háskóla).
Í húsi föður míns eru mörg híbýli stendur í góðri bók og á öðrum stað stendur að óvinurinn hafa margar raddir.
Ísland hefur orðið fyrir árás, í einni árásarlotunni sem kennd er við ICEsave, er þjóðin krafin um 100 milljónir í vexti á dag, upphæð sem er um það bil skatttekjur 75.000 Íslendinga. Auk þessa þá er þjóðin þvinguð til að taka 1.000 milljarða (með vöxtum og vaxtavöxtum) af láni svo hægt sé að greiða út erlendum (eða íslenskum hulduútrásarvíkingum) fjárbröskurum út krónur sínar á margföldu yfirgengi. Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði, segir að ef öll þessi áform gangi eftir, þá þurfi um 165 milljarða á ári í beinan gjaldeyri til að greiða vexti af erlendum skuldum landsins, og þá eru beinar afborganir eftir.
Þetta er árásin á Ísland í hnotskurn, og mun gera íslenska ríkið gjaldþrota og ókleyft að sinna sínum grundvallarskyldum, sem er að sinna æsku þessa lands, auk aðhlynningar á sjúkum og öldruðum. Og eigur okkar og auðlindir munu verða seldar hæstbjóðenda.
Dökk mynd, sem pistlahöfundur dregur upp, hugsa margir. En þetta eru ekki mín orð. Ég er aðeins að draga það saman sem hlutlausir (ekki keyptir eins og þeir sem segja að ofurskuldsetning sé nauðsynleg forsenda vaxtar og framtíðar landsins) erlendir sérfræðingar hafa dregið upp, ásamt innlendu hagfræðingunum Lilju Mósesdóttir, Jóni Daníelssyni, Ragnari Árnasyni og Gunnari Tómassyni. Allt fólk sem á ekki afkomu sína undir að kóa með stjórnvöldum eins og restin af hagfræðihjörð Íslands.
Svona hefur þetta orðið hjá öðrum þjóðum, svona mun þetta verða á Íslandi ef þjóðin snýst ekki til varnar.
Og hvar eru varnir þjóðarinnar??? Hvar er hin þunga reiðialda vinstri og félagshyggjufólks sem berst gegn ásælni hins erlenda auðvalds????? Hvar eru fjölmiðlar landsins???? Hvar er hin hugsandi stétt???? Hvar er almenningur?????
Jæja, núna eru liðnar 5 mínútur og ennþá er fátt um svör. Því sannleikurinn er sá að innrásaröflunum er að takast sitt ætlunarverk. Og ekki þurfti þeir að beita skriðdrekum eða flugvélum, hvað þá viðskiptabanni eða efnahagsþvingunum, þeim nægði samstarf við innlenda Leppa í stjórnkerfinu, á Alþingi og á fjölmiðlum landsins.
Og lykillinn af árangrinum var hin djúpstæða minnimáttarkennd þjóðarinnar, hún trúði Röddum hins erlenda árásarliðs þegar þeir töluðu sekt hennar og syndir vegna gjörða samlanda hennar.
Um vopn þessa erlendu ógnarafla fékk ég ágætis innslag í pistli mínum um Goðsagnir hér að framan og ég vil vitna í:
Almennt í sögunni eru háð efnahagsstríð milli efnahagseininga. Það heyrir til undantekninga ef gripið er til beinna mannsdrápa. Algengustu byrjunarvopnin í [efnahags]stríðum eru í mútur, undanróður, viðskiptaþvinganir, útilokanir. (Júlíus Björnsson)
Mútur, undirróður, þegar þetta stríð verður gert upp, munu þess orð oft koma til tals.
En ég ætla í næsta pistli, og kannski þar næsta, fjalla um þær Raddir sem eru notaðar til að blekkja, rangtúlka, hæðast að Andstöðunni og veikja varnir þjóðarinnar.
Þessar Raddir þurfum við að þekkja til að geta varist þeim. Og pistlar mínir eru hugsaðir sem innlegg sem Andstöðuöfl geti lesið og hugleitt, formað sínar athugasemdir, komið með fleiri dæmi. Og síðan kynnt öðrum þær hugsanir og þau dæmi.
Það þarf að þekkja Óvin sinn til að geta varist honum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2009 kl. 07:03 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ómar, orðin hans Júlíusar undir fyrri pislti þínum hittu beint í mark og kemur ekki á óvart að þú notir þau þarna. Eða var það undir mínum pistli??? Man það ekki -_- Held ég noti þau líka seinna:
Almennt í sögunni eru háð efnahagsstríð milli efnahagseininga. Það heyrir til undantekninga ef gripið er til beinna mannsdrápa. Algengustu byrjunarvopnin í [efnahags]stríðum eru í mútur, undanróður, viðskiptaþvinganir, útilokanir. (Júlíus Björnsson)
Elle_, 8.12.2009 kl. 23:58
Blessuð Elle.
Ef við erum í stríði, þá má hafa þetta bak við eyrað.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 9.12.2009 kl. 07:05
Já þetta er ekki í fyrsta sinn sem mönnum hefur sýnst Ísland vera úti í kuldanum.Oc efter meistaranna ordtæki, er svo setja í finar bækr, at þeim sýniz sem ver seem komnir ut or heiminum oc alteins þó svo sé, virdiz Gud at sýna oss sína mildi, einkannliga í því, er hann hefer látið os koma til kynninghar síns blezada nafns, þar med gefuit os styrka stolpa, hina helguztu Forgöngumenn heilagrar kristni, af hverra heilagleik aull nordrhálfan skínn oc liómar nær oc fiærre; þessir eru, hinn heilagi Olafr kongr oc hinn háleiti Hallvardr frændi hans, er prýda Noreg med fínum helgum domum, hinn mæti Magnus eýa iarl, er byrtir Orkneyjar med fínum heilagleik, hverjum til sæmdar eftirfarandi saga er samansett. Her med eru blezadir biskupar Johannes oc Thorlacus, hverjir Island hafa geislad med háleitu skini sinna bjartra verdleika. Því má siá at ver erum ei fjarlægir Guds miskunn, þó ver seem fiarlægir ödrum þjódum at heims vistum, oc þar fyrir eigum vær honum þakkir at geyra, sæmd oc æru alla tíma vars lífs.
Nanok (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 21:55
Ja, há Nanok.
Ég vissi að ég væri ekki fyrsti sem hafði áhyggjur.
En gaman að vita að einhver lesi svona gamla pistla.
Þessi flokkur minn í des var eiginlega sá síðasti sem ég lagði hugsun í.
Og eftirspurnin var þannig að ekki var framhald þar á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2010 kl. 22:02
Já, það er svo mikið að lesa þessar stundirnar. Annars, Það þarf að fara að gera skurk aftur og velta af okkur ólaginu og stjórnvöldum sem eru að stefna okkur í myrkrið. Við verðum að fara að sjá til sólar aftur öllsömul.
Nanok (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.