2.12.2009 | 23:25
ICEsave þjófnaður breta er aðför að siðmenningunni.
Hinn ólöglega krafa breta á eigur íslensks almennings er ekki bara þjófnaður með aðstoð innlendra Leppa. Stuðningur þjóða Evrópu við þessi grímulausu lögbrot á lögum og reglum Evrópusambanksins og EES samningsins, þar sem varnarlausri smáþjóð er stillt upp við vegg, og neydd til að samþykkja Nauðungarsamning, án þess að fá tækifæri til að láta lögbæra dómsstóla til að fjalla um, er siðlausasta athæfi sem framið hefur verið í Evrópu í um 70 ár, eða frá því að skríll fasista og nasista fótumtróð lög og rétt í Evrópu.
Um þessa atlögu að siðmenningunni hef ég bloggað áður og mig langar til að birta hér brot úr pistli sem fjallaði um það sem við getum sagt, hin dýpri rök ICEsave deilunnar.
Augljóst mál segja hinu íslensku Landráðar og vitna í hina alþekktu illsku Þriðja ríkisins. En gallinn er sá að það sem vitum í dag um þá illsku, var ekki vitað þá þegar menn eins Churchill og De Gaulle, fóru gegn hinum viðteknum sjónarmiðum alþjóðasamfélagsins.
Þeirra sjónarmið snérust um spurninguna hvað væri Rétt og hvað væri Rangt.
En Alþjóðasamfélagið spurði aðeins um það hvað væri þægilegast og taldi Rangindi ekki skipta miklu máli. Hefði það skilið forsendur siðmenningarinnar og lögmál réttarsamfélagsins, þá hefði illska þriðja ríkisins aldrei fengið að þróast og hið mikla mannfall og hörmungar seinna stríðsins aldrei orðið.
En sagan gerir aldrei neitt með HEFÐI, og það gerðist sem gerðist. Illskan óx og dafnaði vegna ístöðuleysis hin siðmenntaða heims og miklar hörmungar urðu áður en böndum varð á hana komið.
Aldrei meir, aldrei meir sögðu menn þá í Evrópu. Síðan liðu rúm 60 ár og lítil þjóð út í ballarhafi lenti í miklum hörmungu, hin kalda hönd Nýfrjálshyggjunnar hafði snert hana. En þegar hún var hjálpar þurfi, þá hafði Evrópa gleymt forsendum siðmenningarinnar. Hin smáa eyþjóð mætti aðeins kúgun og lögleysu. Evrópa glímdi við vanda og í stað þess að horfast í augun á honum, þá kaus hún að krossfesta hina smáu þjóð.
En hún gætti ekki að því að um leið þá krossfesti hún siðmenninguna. Forsendur hennar, lög og regla sem vernda hinn smáa gegn kúgun og ofríki hins sterka, urðu undir þegar hagsmunir fjármálakerfisins voru látnir ráða í aðförinni að Íslandi.
Við megum nefnilega aldrei gleyma því að ICEsave Nauðungin er ekki aðeins glæpur gegn íslenskri þjóð og fullveldi Íslands, hún er líka glæpur gegn réttarríki Evrópu og þar með glæpur gegn siðmenningunni. Síðasta glæpaalda gegn siðmenningunni í sögu Evrópu, byrjaði líka á litlu prinsippmáli;
Spurningunni um hvað er rétt og hvað er rangt.
Þegar ég samdi þennan pistil þá var mér hugsað til orða annars fórnarlambs svipaðs siðleysis sem mætti á fund Þjóðarbandalagsins fyrir nákvæmlega 73 árum og 5 mánuðum betur. Í bók AB um aðdraganda þeirra hörmunga sem siðleysi hið fyrra í Evrópu olli, þá segir þetta um ræðu hans.
En orð Haile Selassies hljómuðu lengi í hugum fulltrúanna á þingi þjóðabandalagsins. Hann sagði að það sem væri einkum í húfi væri siðgæði í samskiptum þjóða, traust allra þjóða á hvers konar samningum og mati þjóða, einkum smáþjóða, á gildi loforða um að tilvera og sjálfstæði yrði virt og tryggt.
Í þetta sinn vorum það við sagði hann. Næst kemur röðin að ykkur.
Það veit nefnilega engin hver er næstur. Ef grundvallarreglur siðmenningarinnar eru brotnar, þá er aðeins eitt sem er öruggt, miklar hörmungar munu fylgja í kjölfarið.
Harmur íslensku þjóðarinnar er aðeins brot af heimsins harmi, og þó við teljum okkur það miklar mannleysur að við viljum ekki berjast núna, því við óttumst þá erfiðleika sem af þeirri baráttu munu hljótast, þá er aðeins um stundargrið að ræða.
Skrímsli villimennskunnar munu fyrr eða síða banka upp aftur, og þá mun hægri höndin ekki duga til að seðja þá, þeir munu vilja gleypa allt með húð og hári.
Og þá munum við spyrja okkur af hverju við vorum ekki menn til að taka á móti því þegar það bankaði fyrst á dyr, því þá var auðveldara að vega það. Og þá vorum við heldur ekki búin að jarða svo mörg fórnarlömb hinnar fyrstu blóðfórnar.
Og svo megum við aldrei gleyma því, að ef við bregðumst ekki við, þá munu börnin okkar gera það, og berjast, því þrælalífið mun aldrei verða þeirra valkostur.
Og aðeins aumingjar láta börnin sín berjst í sinn stað.
Kveðja að austan.
Litlar breytingar á fylgi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Skrímsli villimennskunnar munu fyrr eða síða banka upp aftur, og þá mun hægri höndin ekki duga til að seðja þá, þeir munu vilja gleypa allt með húð og hári."
Hvað ætli það sé þarna sem valdníðslu-flokkarnir skilja ekki, Ómar? Vilja þeir ekki bara hafa komma-ofurvald og ofurskatta og fátækt við lýði??? Það er ekki hægt að skilja það neitt öðruvísi sama hvað maður brýtur heilann.-_-
ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:03
Blessuð Elle. hvað sem má segja um þessa aðför að þjóð okkar, þá kemur hún kommum ekkert við. Hvaða gráglettni örlaganna dró Steingrím inn í þetta feigðarflan veit ég ekki, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki kommastofnun síðast þegar ég vissi.
Og Steingrímur er vinnumaður hans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 15:38
Nei, fólk er bara orðið hálf-ruglað og skilur ekki það ógnarafl sem er á bak við þetta og veltir fyrir sér gömlum öflum sem hafa beitt sínar eigin þjóðir valdníðslu. Og það hafa kommúnistar gert. Og þannig komst ég að þessum punkti, Ómar. Veit ekki hvað er satt þarna og finnst þó undarlegt að jafnóðum og vinstri stjórn kemst á í landinu séum við beitt ótrúlegu ofbeldi af okkar eigin stjórn. Og þó ég viti vel að utanaðkomandi ógnin er ekki af kommúnistavöldum.
Leiðinlegir þessir lituðu kassar sem eru komnir inn í commentakerfið fyrir IP-tölur.
ElleE (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:57
Blessuð Elle.
Nenni ekki aftur að finna mínar ótal tilvísanir í Hudson og Stiglitz, eða Lilju. En Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stendur fyrir skattahækkanir og niðurskurð. Þolir ekki tímabundinn fjárlagahalla, við erum fyrsta dæmið þar sem slíkt var leyft i tvö ár, og það var vegna lymsku, svo ástandið yrði ekki strax óbærilegt, á meðan átti að fá þjóðina til að selja sig.
Og ef íhaldið hefði þraukað með Samfylkingunni, þá væri ég að minnsta kosti að skamma það fyrir nákvæmlegu sömu hlutina. Sem er þjónkun við illmenni AGS.
Og ef viljum börnum okkar vel, þá þurfum við að ná frelsisbaráttu þjóðarinnar upp úr hjólförum flokkspólitíkur. Og þetta snýst ekki baun í bala um hægri og vinstri.
Þetta snýst um rétt og rangt, það sem má og það sem má ekki.
Ég er það gamall að ég náði í rassinn á vinstrarótækninni, og kem frá mjög rótækum bæ. En ég las bókina "Ég kaus frelsið" og sá að alræði og mannfyrirlitning kommúnismann var ekki lausnin. Og ég las líka bækur eins og "Ég lifi". Og ekki orðinn 14 ára. Síðan var ég svo heppinn að mannvinur af gamla skólanum var fermingarpresturinn minn, og síðan hefur þetta legið nokkuð ljóst fyrir mér.
Það sem er rangt, er rangt. óháð því hver sem gerir það.
En ef fólk er endalaust að benda á "hina", en sér í gegnum fingur sér á "sínum", þá gætum við alveg eins verð í sandkassa. Röfl og bull um ekki neitt. Og meðan þrífst og dafnar illskan. Hún er nefnilega það lúmsk, að hún er til í margra kvikindalíki, en þrátt fyrir gervið, getur þú þekkt hana á einu, hún lyktar eins og daunill táfýla.
Og ég held mig við þá skilgreiningu, meðal annars vegna þess að ég vil lífvænlega framtíð fyrir drengina mína. Það þýðir að ég hef ekki efni á "við"/"þeir" hundalógík.
Ég læt nefið ráða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 23:25
Já, við þurfum að losa okkur við Alþjóðaglæpasjóðinn. Það mikið er ég allavega viss um.
ElleE (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:37
Blessuð Elle.
Já, það á að þekkja húsbændurna. Og mér vitanlega þá veit ég um tvo dæmi þar sem vinstrimenn hafa verið svona einarðir stuðningsmenn Helstefnu sjóðsins, hér og svo var maður sem lét kjósa sig til forseta í Bolivíu á fölskum forsendum, og gat gert mikinn skaða áður en hann var hrakinn frá völdum.
En ég er ekki að ræða þessi mál að gamni mínum, til dæmis í þeim tilgangi að allir hugsi hlutina eins og ég. Því fer fjarri, en ef fólk samþykkir þær forsendur mínar sem koma fram í Ögurstundu pistlum mínum, þá hafa menn ekki annað vopn en sannleikann og skynsemina á lygina og þá illsku sem þrífst í skjóli hennar.
Til dæmis þá má ætla að um þriðjungur þjóðarinnar er hlutlaus í þessari deilu, hann er kannski á móti ICEsave í hjarta sínum, en trúir ráðamönnum okkar að þetta sé það illskásta í stöðunni, þá vinnur þú ekki þennan hóp með augljósri lygi.
Steingrímur Joð Sigfússon og flokkur hans erfði þessa aðgerðaráætlun AGS, þeirra svik eru að fara í einu og öllu eftir henni, ekki það að þeir hafi mótað þessa stefnu. Að halda öðru fram er álíka trúverðugt og rök Nýnasista að útrýmingarbúðirnar hafi verið sumarbúðir fyrir lata gyðinga.
Og það verður enginn vendipunktur gegn AGS ef Andstaðan, þar á meðal stjórnarandstaðan, fær ekki stuðning þessa stóra hóps óákveðinna. Þannig ef menn skynja alvöru Ögurstundarinnar, þá vanda menn sig, taktíst séð.
Og svo sem er ennþá alvarlega við þennan áróður, er sú einfalda staðreynd að hann kemur öllum ofaní skotgrafirnar, og enginn tekur rökum. Þetta er höfuðveikileiki ICEsave stjórnarinnar, þó hún hefði rétt fyrir sér frá A til Ö, þá voru svik hennar við "sáttina" (sem ég var aldrei sáttur við, og græt ekki að hafi eyðilagst), til að þjónka bretum, hennar grundvallarmistök. Hún hefur ekki lengur afl til breytinga. Vandinn er það alvarlegur að ekkert jákvætt mun gerast meðan þjóðin logar stafna á milli í ICEsave ófriðarbáli.
Og núverandi stjórnarandstaða er jafn heimsk ef hún heldur að hún geti eitthvað frekar stjórnað við þessi skilyrði. Grafalvarlegur vandi, eins og sá sem blasir við íslensku þjóðinni, hann leysist aldrei þegar þjóðin er klofin í tvær fylkingar. Og hvernig í ósköpunum halda menn að þeir fari í stríð við breta og Hollendinga án stuðnings þorra þjóðarinnar????
Þannig ef fólk á annað borð skynjar alvöru lífsins, þá nota menn vitglóru sína, og sýna þroska og skynsemi. Skortur á því er stóra ástæða þess hvernig komið er fyrir þessari þjóð.
Og við höfum ennþá lítið lært.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.