Réttmæt ábending Ragnars.

 

Hvet fólk til að lesa þessa umfjöllun Morgunblaðsins.

Munum alltaf að það er framtíð barna okkar sem er í húfi.

Loksins hefur hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands stigið fram og tekið undir sjónarmið þjóðarinnar í ICEsave deilunni.  Hann tekur undir sjónarmið virtra erlendra hagfræðinga sem hafa ítrekað bent á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé að leiða þjóðina út í ófærur erlendra skulda sem hún mun aldrei rísa undir.  

Og Ragnar er með þessari skýru afstöðu sinni að aðgreina sig frá hagfræðidvergunum sem hann vinnur með, mönnum eins og Þorvaldi Gylfasyni og Þórólfi Matthíassyni, mönnunum sem okkar ágætu vitgrönnu fjölmiðlamenn Ruv fá aldrei leið á að ræða við um alþekktar staðreyndir eins og jörðin sé flöt, og leið út úr skuldakreppu sé að bæta á sig ókleyfum skuldabagga ICEsave og risalána Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Og þar með er Ragnar Árnason genginn til liðs við okkar bestu hagfræðinga af ungu kynslóðinni, doktor Jón Daníelsson og doktor Lilju Mósesdóttur, bæði sérfræðingar í kreppufræðum og kreppustjórnun, sem ítrekað hafa varað við ICEsave skuldabagganum.

En gefum Ragnari orðið.

Í dag sé heildarvirði íslensks sjávarútvegs um 3-400 milljarðar sem sé tvisvar sinnum minna en Icesave-ábyrgðin. ,,Samt á ekki einu sinni að láta á það reyna hvort okkur beri einhver lagaleg skylda til þess að borga. Málið er bara keyrt í gegn og þjóðin á ekki að fá tækifæri til þess að segja af eða á. Samt er afkoma og framtíð þjóðarinnar jafnvel háðari Icesave en hún er landhelginni. Sýn forsjármanna landsins virðist vera eitthvað brengluð,« segir Ragnar. Eðlileg vinnubrögð væru að standa á rétti Íslands til hins ýtrasta og bera því við að þetta væru slíkar byrðar að engin þjóð gæti staðið undir þeim og því ættu önnur lögmál við.

Hreinir smámunir

,,Að segja að aðild að EES og möguleg aðild að Evrópusambandinu séu í hættu, að hugsanlega fengjum við ekki lán frá AGS, eru hreinir smámunir í samanburði við Icesave,« segir Ragnar. Spurður um viðbrögð annarra þjóða ef Icesavesamkomulagið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu svaraði Ragnar að hann hefði ekki næstum eins miklar áhyggjur af því og hvað myndi gerast af samningarnir yrðu samþykktir. Þeir væru alvarleg atlaga að efnahagslegri framtíð þjóðarinnar.

 

Og höfum það hugfast að Snatar Samfylkingarinnar í Netheimum munu reyna að skíta út persónu Ragnars út af alls óskyldum málum.

Munum að þessum aumkunarverðum sálum geta ekki séð inn í framtíð sína án þess að sjá sig auðmjúka skuldaþræla breta og Hollendinga. 

Þannig telja þeir sig munu uppskera sælu himnaríkis ESB.

En annars heims mál eiga ekki að brengla dómgreind okkar gegn þeirri vá sem samþykkt ICEsave ríkisábyrgðarinnar er.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sýn forsjármanna brengluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 481
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6212
  • Frá upphafi: 1399380

Annað

  • Innlit í dag: 408
  • Innlit sl. viku: 5263
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 370

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband