Opið bréf til Ögmundar Jónassonar.

Frá ungri móður, sem ofbauð það sem á að gera börnum hennar. 

Kjarnakonan Elle, sem fastir lesendur þessa bloggs þekkja mög vel af skeleggri baráttu hennar víðsvegar  um Netheima  gegn ICEsave ólögum ríkisstjórnarinnar, skrifar Ögmundi Jónassyni opið bréf á bloggi sínu http://eeelle.blog.is/blog/eeelle/.  Bréfið er kjarnyrt og segir sannleikann umbúðalaust, sannleikann um hvað er verið að gera þjóðinni ef þessi ólöglegi gjörningur kemst í gegnum Alþingi.

Og ég fékk leyfi Elle til að birta þetta bréf sem lið í að koma því sem víðast um Netheima.  Því vopnið gegn fáfræði stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar er þekking, og rökræða gegn falsrökum stjórnarliða.  Þetta er okkar leið í Andstöðunni til að vega á móti einhliða pípi ríkisfjölmiðlanna og þáttastjórnenda þeirra sem hafa fyrir löngu selt sálu sína andstæðingum þessarar þjóðar.  Og ég vil skora á fólk að koma þessu bréfi sem víðast í dreifingu með þeirri von til handa hinum fáfróðu, að "Sannleikurinn gerir yður frjálsa".

Kveðja að austan.

 

ÖGMUNDUR, HAFNIÐ ICESAVE

HAFNIÐ ICESAVE KÚGUNINNI

Ögmundur, við skuldum ekki Icesave.  Enginn, ekki færustu lagaprófessorar, hafa getað vísað í nein lög sem gera íslensku þjóðina og ríkissjóð Íslands ábyrgan fyrir Icesave, ekkert frekar en bresku og hollensku ríkissjóðina og þjóðirnar.   Bretar og Hollendingar fóru með eftirlit bankans í þeirra löndum ekki síður en við og eru jafnsekir fyrir mistökunum.  

Það er ekki ykkar að velja hvort við verðum pínd inn í þrælasamning að ólöglegri kröfu Evrópubandalagsins, Breta og Hollendinga.  Það er ekki ykkar, Breta eða Hollendinga að ráða því að tekin séu af okkur þau sjálfsögðu mannréttindi að verja okkur fyrir dómi.  Sigurður Líndal og fjöldi lögspekinga hefur neitað lagalegri ábyrgð okkar fyrir Icesave.  Og siðferðileg skylda okkar er ENGU STÆRRI en Breta og Hollendinga sjálfra og Evrópubandalagsins í heild sinni.    

Hafnið þessari nauðung.  Haldi Bretar og Hollendingar sig hafa löglega kröfu á ríkissjóð munu þeir sækja okkur fyrir dómi.  Það vilja þeir þó ALLS EKKI vegna þess að þeir vita að Icesave krafan er ólögleg kúgun.  Við fórum eftir EVRÓPULÖGUM.  EES lögum sem segja skýrum orðum að EKKI MEGI gera ríkissjóði landa ábyrga fyrir innlánstrygginum hafi yfirvöld framfylgt lögunum eins og við gerðum.  Þeir vilja að við gjöldum laga þeirra sem gerðu ekki ráð fyrir allsherjar-bankahruni heils lands.  Þeir vita að ef þeir geta ekki gert okkur sek í hugum fólks muni fólk gera áhlaup á alla banka í Evrópu.  Þeir vita að EKKERT land getur staðið undir allsherjar-bankahruni.   Þeir vita upp á sig sökina, enda búnir að endurskrifa lögin og ætla aftur á bak með ólöglega kröfu á okkur.  Og aum íslensk stjórnvöld vilja ekki hafna nauðunginni.  Og Jóhanna Sig. hótar enn vetrarfrosti og öllu illu ef við ekki borgum reikning sem við skuldum ekki.  Glæpur út af fyrir sig.       

Hafnið þrælasamningi gegn litlum börnum og ófæddum börnum, foreldrum og gamalmennum þessa lands ef þið ekki viljið að allir flýji.  Hafnið Icesave alfarið og hættið að ræða þessa upplognu skuld í Alþingi.  Rukkið aðalskuldara Icesave, Björgólf Thor Björgólfsson Londonbúa og haldið okkur utan við Icesave.  

Og svo ég noti gömul orð Steingríms Joð: Það eru gungur og druslur sem ekki standa í lappirnar gegn yfirgangi.  Ykkur hefur ekki verið hótað lífláti og ykkur verður því ALDREI fyrirgefið ef þið ætlið að hleypa óendanlegri nauðunginni í gegn til að Jóhanna og co. geti dregið okkur niðurlægð inn í Evrópubandalagið til óvina okkar Breta og Hollendinga og til að þið getið haldið vinstri stjórn.  Það yrði ekki löng vinstri stjórn, Ögmundur.  Við látum ekki fara svona með okkur.
 

 

ES: Skrifaði þetta bréf í síðu Ögmundar Jónassonar í dag, 29. nóv., 09

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vonandi vill Ögmundur ekki láta stimpla sig sem "gungu og druslu".....

Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 23:45

2 identicon

Nei, ég segi það sama, Ómar.  Vonandi hefur hann stærri æru og ég hefði nú haldið það. 

ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

 Blessuð.

Ég vil líka benda á að Ögmundur Jónasson hefur alla sína starfsævi stefnt að því að vera gildandi stjórnmálamaður á vinstri væng stjórnmálanna.  Þegar ferill hans er skoðaður þá er áberandi að hann hefur aldrei fallið ofaní gryfju skammtímasjónarmiða fyrir stundar vinsældir.  Og hann hafði alltaf kjark til að standa gegn "veislunni".  Frægt er til dæmis þegar hann benti á, að ef valið stæði milli öflugra bankakerfis, á kostnað grunnforsenda velferðarkerfisins, þá mættu bankarnir skammlaust fara sín vegna. 

Þeir væru ekki forsenda þess að fólk gæti lifað góðu lífi á Íslandi.  

Og í dag stendur Ögmundur frammi fyrir þessari stóru spurningu, á hann að taka sannfæringu sína fram yfir hag ríkisstjórnarinnar?????

Á vinstri vængnum er hjarðhegðunin orðin slík að fólk hefur fyrir löngu misst sína dómgreind og gleymt öllu sínu fyrra tali gegn öfgum Nýfrjálshyggjunnar.  Ef Ögmundur meinar þeim að vera hækja hennar meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur fram sínum helstu áhugamálum, velferðarkerfi fjármálamanna í stað velferðarkerfis almennings, þá mun skella á honum heljardemba svívirðinga og svikabrigsla, "þú ert maðurinn sem sleist okkar góða sambandi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þú ert maðurinn sem sveikst vinstri stjórnina".

Og það er erfitt að standa gegn félögum sínum og samstarfsmönnum og segja þeim að leikfangið þeirra sér úr aspet, húða með PCD og myndi blásýru ef það blotni.  Því hvaða barn skilur svoleiðis þegar um draumaleikfangið er að ræða?????

En afleiðingar þess að standa með stjórninni eru ákaflega einfaldar fyrir Ögmund.  

Allt hans ævistarf er í rúst.  Ímynd hins óspillta stjórnmálamanns, sem tekur hugsjónir sínar og hag umbjóðenda sinna fram yfir stundarvinsældir og pólitísk hrossakaup, hverfur út í suðaustan rokið og mun aldrei sjást aftur.

Dagar hans í pólitík verða taldir.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 09:27

4 identicon

Ég tek undir hvert orð í bréfi Elle.

Baráttukveðja, Toni

Toni (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Það geri ég líka, og vildi sjá það sem víðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband