29.11.2009 | 20:01
Á hverju eiga námsmenn að lifa á sumrin???
Lofti??? Nei það virkar ekki í þrjá mánuði, en þeir geta farið heim til pabba og mömmu.
En hvað með þá sem eru farnir að búa??? Jú, þeir geta líka farið heim til pabba og mömmu, og raunar skipt byrðinni milli heimila, til dæmis eina vikuna hjá tengdó, og svo hina, líka hjá tengdó.
En hvað ef foreldrar hafa ekki tök á að halda uppi fullorðnu fólki????? Til dæmis vegna örorku, atvinnuleysis eða annars sem gerir þeim ókleyft að aðstoða fullorðin börn sín.
Nú, þá kemur snilldin, og þetta er aðeins á færi mestu snillinga að detta í hug svona einfalda lausn.
Krakkarnir flosna upp í námi, skrá sig atvinnulaus, og síðan einhver námsúrræði, svo þau eigi meiri möguleika í atvinnuleit sinni.
Og snilldin á bak við þessa snilld, er að hún er líka atvinnuskapandi. Mjög margir "fræðingar" eiga eftir að vera í fullri vinnu við að hjálpa þessum krökkum að mennta sig.
Og ég er viss um að það muni ekki hvarfla að einum einasta að leggja til að námsmenn fái atvinnuleysisbætur á meðan skólarnir eru í sumarfríi.
Þú slærð ekki á þá hönd sem fæðir þig.
Kveðja að austan.
Spara 1,5 milljarða í bótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér hér, það er ekki hugsað um hvaða afleiðingar aðgerðirnar valda áður en þær eru framkvæmdar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 08:51
Takk Ingibjörg.
Ég var að reyna, svona á minn hátt, að benda á að svona aðgerð væri aðeins tilfærsla á vandanum. Og í kreppu, þá er heimskulegasti niðurskurðurinn sem kemur niður á framtíðinni. Og það að vega að námsmönnum er dæmi um slíkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.