28.11.2009 | 18:48
Er nýr forystumaður að fæðast????
Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur sýnt mikinn styrk í umræðunni um ICEsave þjófnað breta, fullnustaðann með atbeina íslenskra þjóna þeirra í Samfylkingunni, já og svo auðvita Gungunum.
Hennar helsti styrkur er rökfestan og mikil snerpa í gagnrýni á þau ógæfuvinnubrögð sem munu rústa efnahag þessarar þjóðar, ef þau ganga eftir.
Og Ragnheiður talar mannamál, ekki klisjumál, eins og svo mörgum stjórnmálamönnum hættir til.
Ragnheiður Elín sagði að málið væri það stórt að menn ættu að útskýra afstöðu sína, þó ekki væri nema fyrir barnabörnin sín. "Amma þú varst á þingi þegar Icesave-málið leyst. Hvaða sagðir þú? Það væri pínlegt ef maður segði við barnabörnin sín. "Æ, ég hafði bara ekkert um þetta mál að segja,"" sagði Ragnheiður í ræðu sinni.
Stærri spurningar er ekki hægt að spyrja, "hvað ætlar þú að segja þínum barnabörnum????"
Áþekktrar spurningar eru nokkrir fyrrverandi þingmenn í Argentínu að reyna svara barnabörnum sínum. Af hverju þeir voru næstum því búnir að senda allan almenning á öskuhagana sér til framfærslu.
Og svona spyrja bara leiðtogar.
Kveðja að austan.
Hvað sagði amma um Icesave? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 787
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alþingismaður. Hvernig var hægt að skapa annað eins fífl?
axel (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:49
Blessaður Axel.
Skil ekki. Þó er ég sérfræðingur hins torskilda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 22:54
Blessaður Ómar
Ég spurði mig sömu spurningar á fyrsta degi í hruni, hvað mun ég segja við barnabörnin mín og hvað get ég gert? Er ég þó engin leiðtogi, það verður þessi þingmaður seint. Lýðskrum frá aðalhrunflokknum. Þeim hefði verið nær að spyrja þessarar spurningar 19 árum fyrr!
En kær kveðja að norðan minn kæri
Arinbjörn Kúld, 29.11.2009 kl. 17:13
Blessaður Arinbjörn.
Ég var kannski ónákvæmur í orðalagi, ekki var ég að tala um þjóðarleiðtoga, heldur í forystu Sjálfstæðisflokksins.
Og þú ættir að vera farinn að þekkja mig það vel til að vita, að hjá mér renna öll vötn til ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2009 kl. 23:06
Ég er að vísu sammála Ómari að Ragnheiður E. talar mannamál og lít ekki á hin sterku rök og sterku varnir stjórnarandstæðinga sem neitt annað en heiðarlegar varnir. Hef fylgst nánast með hverju orði í Alþingi í Icesave málinu, ýmist beint eða í upptökum, og það er enginn vafi í mínum huga að stjórnarandstaðan hefur í heild lagt mikla hugsun og vinnu í andstöðuna og ræðurnar gegn nauðunginni.
Hvet fólk til að fara inn í upptökur af ræðum eða þingfundum í heild sinni og hlusta og horfa. Og það er nákvæmlega sama úr hvaða flokki fólk kemur að mínum dómi ef það kemur með heiðarlegar varnir og ver okkur gegn Icesave fjárkúguninni. Þarna er líka fjöldi af nýju frábæru fólki í Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Og nefni þar Ásbjörn Óttarsson, Gunnar Braga Sveinsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Sigurð Inga Jóhannesson og Vigdísi Hauksdóttur + + +
ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:55
Blessuð Elle.
Já, margt ungt og gott fólk er að hasla sér völl í stjórnmálum. Og það hefur vaxið í ICEsave málinu.
Og það er mjög mikilvægt að við skiljum, að þetta er fólkið sem er á Alþingi og stendur þar varnarbaráttu þjóðarinnar. Og það væri sorglegt að við styddum það ekki, bara vegna þess að við erum ósátt við það út af öðrum málum, eða stefnu flokka þeirra í gegnum tíðina.
Einmitt á þau mið róa VG liðar. Segja að við verðum að verða þrælar breta vegna þess að Sjálfstæðismenn vildu það. Nú, í dag vilja Sjálfstæðismenn það ekki, og af hverju þurfa þá vinstrimenn að taka þá upp hanskann fyrir þrælastefnuna?
Væri ekki frekar lag að sameinast um nýja hugsun og nýjar leiðir á forsendum þjóðarinnar.
Kannski er þetta það sárasta við Hrunið, fólk kaus ekki að læra af hörmungunum, það kaus frekar að halda áfram sínum deilum og átökum, nú á sko að ná sér niður á þeim "gömlu". En hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá eru þessir "gömlu" með stuðning stórs hluta þjóðarinnar. Og klofin þjóð kemur engu góðu til leiðar.
En hver segir að ekki sé lag og fá fram hugarfarsbreytingu, og ný vinnubrögð, og nýja hugsun hjá þeim gömlu???? Erum það bara við hin sem höfum vit til þess????
Þessi hugsunarvilla er meginskýring þess að hér fór allt í háa loft, og útkoman er að fara úr öskunni í eldinn, að gera illt óbærilegt, að gera skuldir Björgólfs og Björgólfs að skuldum Jóns og Gunnu.
Bara vegna þess að þeir sem krefjast breytinga hafa ekki þann innri þroska að ná fram sátt og samstöðu, að grafa fortíðina með viðhöfn á túnum og engjum nýrrar framtíðar, betri framtíðar.
Og fyrst að ég get talað vel um íhaldið, þá hljóta allir að geta það. Það eitt er víst.
En núverandi harmleikur á Alþingi er að færa því öll völd aftur í fyllingu tímans. Því nú er það íhaldið sem ver hagsmuni þjóðarinnar, ekki breytingaröflin.
Og það er sorglegt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 14:33
Algerlega sammála Ómar. Og maður á ekkert að þurfa að draga úr góðum hlutum sem gott fólk er að gera bara af því gamall pólitískur flokkur framdi voðaverk. Og ég var að draga úr að ofan vegna þess á okkur hefur verið ráðist fyrir að vera víst Sjálfstæðismenn -_- og við sem vorum bara svona illa svikin af hinni hrikalegu vinstri stjórn.
Hefði líka viljað nefna Birgittu Jónsdóttur, Höskuld Þórhallsson, Guðlaug Þór, Illuga Jökulsson, Ólöfu Nordal, Pétur Blöndal, Sigmund D. Gunnlaugsson, Tryggva Herbertsson - Pétur og Tryggvi hafa verið ómissandi í að koma með stórhættulega stærfræðiútreikninga gegn Icesave - Unni Brá Konráðsdóttur, Þór Saari, Þráin Bertelsson þegar hann barðist fyrir Icesave etc. Öll hafa þau staðið fast í fæturna gegn Icesave.
Og bendi á pistil Marinós G. Njálssonar þar sem skrifar gegn mætingu stjórnarliða í Icesave: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/984815/
ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:09
Og Jón Gunnarsson (nýr maður) hefur líka verið sterkur í andstöðunni gegn Icesave og gat ekki sleppt honum, Ómar. Hann er að tala núna.
ElleE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:29
Já, Elle það er dugur í þeim.
En á sama tíma þá ná þau ekki að virkja þjóð sína með sér.
Og þau taka ekki af skarið, að segja sannleikann umbúðalaust.
Og á vissan hátt verða þau samsek, ef þau ganga ekki út ef ICEsave verður samþykkt.
Þá er tími friðarins úti, þá hefur valdarán verið framið og landið selt hæstbjóðanda.
Og þeir sem sitja undir, því gerast sekir að samneyta húsi með landráðafólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 22:57
Ómar, langar bara að vita hvað þú meinar með þessum orðum, hvað þau eru ekki að segja okkur að þínum dómi: "Og þau taka ekki af skarið, að segja sannleikann umbúðalaust." Og já, þau ættu að ganga út ef Icesave verður samþykkt og skil að vísu ekki af hverju enginn getur stoppað þetta núna þar sem þetta er ólöglegt.
ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 07:27
Blessuð Elle.
Já, hvað meina byltingarmenn?
Tökum dæmi úr sögunni, minnir að það sé úr skáldsögu eftir Dumas yngri. En á stéttaþinginu 1789 í Frakklandi, þá voru konungsmenn með eitthvað múður, stilltu þingmönnum þriðju stéttar upp við vegg, nú samþykkið þið tillögur konungs og ríkisstjórnar um nýja skatta og hættið þessu væli um stjórnarfarsumbætur, ella hafið verra af. Í stað þess að lúffa eins og barðir rakkar, þá gengu fulltrúar þriðju stéttar út og hófu þingfundi annars staðar. Og þar með var tilgangur konungs með stéttarþinginu í uppnámi, því það þurfti samþykki þingfulltrúa til að löghelga nýja skatta. Með öðrum orðum þá voru konungsmenn ekki í aðstöðu til að hóta, því það voru þeir sem þurftu löghelgunina. Og þeir urðu að fallast á skilyrði þriðju stéttar til að hún kæmi aftur á þing. Síðan var eitthvað sverðaglamur og bylting, og björgun fagrar yngismeyjar.
Í raunveruleikanum voru orsakatengslin öllu flóknari en Franska byltingin var afleiðing þessarar kúgunar konungsmanna, ef þeir hefði ekki verið að drepast úr hroka, þá hefðu þeir ekki dáið vegna hans nokkrum vikum seinna undir fallöxinni.
ICEsave er stærsta mál lýðveldisins, í því liggur rökstuddur grunur um lögbrot, bæði á landráðakafla hegningarlaga (bannað að vinna fyrir erlent ríki að hagsmunum þess gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, ekkert ríki heims leyfir slíkan gjörning) sem og á stjórnarskránni.
Síðan hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að kröfur andstæðinga okkar byggjast á kúgun, ekki lögum. Þar komum við að öðrum mjög alvarlegum hlut, sem lítið pláss hefur fengið í umræðunni, en það er sú staðreynd að á meðan andstæðingar okkar gera ekki tilraun til að trúa sinni eigin lygi, þá vinna ráðherrar, alþingismenn og embættismenn, ásamt almennum stuðningsmönnum þeirra út þjóðfélaginu, að því hörðum höndum að telja almenningi í trú um lögmæti þessarar kúgunar.
Bara þetta eitt er fullnægjandi ástæða til að þessu fólki væri vikið frá með atbeina lögreglu og dómsyfirvalda og mál þess rannsakað. Engin alvöru þjóð myndi leyfa slíkan vinnugang. Það er hvergi hægt að komast upp með að ljúga, og nota til þess launaða starfsmenn almennings, ríkisábyrgð upp á þjóð sína, án þess að menn séu látnir sæta ábyrgð. Til dæmis á Norðurlöndum þá segja ráðherrar af sér þegar þeir eru staðnir að því að fara rangt með staðreyndir til að réttlæta einhverja ákvörðun sína.
Hér er hægt að fylla heila bók með ummælum ráðherra, þingmenna og embættismanna, sem eru hreinar og klárar lygar.
Og síðan Elle þegar við setjum þetta mál í það samhengi að samþykkt þess gæti stórskaðað efnahags landsins, og mun valda miklum samdrætti í allri almannaþjónustu, þá er um grafalvarlegt mál að ræða.
Og á móti þessum lögbrjótum og lygurum er reynt að halda uppi málefnalegri umræðu. Stjórnarandstaðan reynir að starfa eftir reglum þingræðisins, á meðan stjórnin starfar eftir reglum ofríkisins, eða einræðisins.
Og þá er tími til kominn að segja satt og rétt frá, segja hvað þetta fólk er að gera, og ganga út. Halda þingfundi lýðveldisins Íslands annars staðar. Og alveg eins og Lúðvík 16. gat ekki fengið sína skatta án stéttaþingsins, þá getur ríkisstjórn Íslands ekki löghelgað þennan gjörning með 33-35 þingmönnum, á meðan 28-30 þingmenn funda niðri í Iðnó og krefjast þess að stjórnarskrá landsins sé virt og almenn hegningarlög gilda um þingmenn eins og aðra.
Er ég of dramatískur???? Vissulega geri ég mér grein fyrir að fáir sjái málið sömu augum og ég. En hvað var Árni Páll að segja í útvarpinu í gær???? Jú, hann þarf að skera niður grunnþjónustu til fatlaðra á næsta ári, og heilbrigðisráðherra þarf að skera meira niður á spítölunum. Þó er sá niðurskurður nú þegar kominn niður fyrir þolmörk.
Vissulega getur þurft að gera slíkt á neyðartímum, en þá standa menn saman um neyðina og vinna bug á henni samann. En núna er verið að framkvæma þennan niðurskurð, sem mun hafa mannslát samborgara okkar í för með sér, á sama tíma og Alþingi með minnsta hugsanlegu meirihluta, er að taka þessa peninga sem fást með niðurskurðinum, og vill senda þá úr landi, til annars ríkis, bara vegna þess að þetta ríki bað um það.
Elle, þetta er aðför að lýðveldinu Íslandi, og þetta er aðför að lífi og limum almennings.
Ég tel að ég sé ekki að dramisera hlutina, hinn stóri meirihluti neitar að horfast í augun á því sem er að gerast og er verið að gera okkar samborgurum.
Síðan ef bætum við atburði gærdagsins þegar ríkisstjórnin gaf banka í okkar eigu einhverjum óskylgreindum aðilum, sem hún hefur ekki haft svo lítið fyrir að kynna fyrir þjóðinni, þá sjáum við að landinu er stjórnað af mafíu, meira segja þegar Yeltsin var sem fyllstur, þá var ekki svona gert. Þar vissu menn jú alltaf hverjir í mafíunni fengu gjöfina.
Og einu viðbrögð fólksins á Alþingi, sem hefur hlotið umboð sitt frá þjóðinni, er að tala. Þetta kalla ég að vera samsekur um glæp, þegar öllum á ljóst að vera, að það er verið að brjóta stórlega á þessari þjóð, og aðeins málþófi er beitt til að hindra það.
Þetta var nokkurn veginn sú hugsun sem að baki lá þessum orðum mínum Elle, en þú hlýtur að skilja, að ég get ekki alltaf verið svona langorður, það tekur tíma til að skrifa þetta niður. En ég tel það ekki eftir mér að orða hugsanir mínar nákvæmar, ef það gæti orðið einhverjum öðrum til gagns og fróðleiks. Það var einu sinni jú dýpri tilgangur þessa bloggs, þó núna sé ég að hafa mig í að forma lokaorð mín í ICEsave deilunni.
En ég viðurkenni það fúslega að ég á ekki von á alvöru andófi á þingi. Það er einu sinni þannig að það þarf kjark til að vera manneskja, og það krefst sjálfsvirðingar að láta ekki bjóða sér ólög og kúgun. Síðan þarf reisn til að standa upp og tala tæpitungulaust gegn þeim sömu ólögum og kúgun. Jón Sigurðsson hafði þá reisn þegar hann stóð upp og sagði "vér mótmælum allir".
Sömu reisn höfðu systkinin Hans og Sophie Schol þegar þau sögðu í fyrsta dreifibréfi Hvítu Rósarinnar "Ekkert sæmir verr menningarþjóð að gefa sig mótþróalaut á vald einræðisklíkur og myrkrasveitum hennar." Svo ég sé nákvæmur þá gerðu þau þetta á samt nokkrum öðrum vinum sínum og staðurinn var Munchen 1942. Seinna sögðu þau: "þjóðin þegar svo spillt og sundruð dýpst í sinni, að án þess að hreyfa hönd sína, slegin blindu, ..., leggi hún í sölurnar hið æðsta sem menn eiga, og skilur þá frá öðrum lifandi verum - fórni frjálsri hugsun, frjálsri lífsskoðun. ..... Nú virðist ásýnd þjóðarinnar fremur bera vitni um grunnhyggna og viljalausa hjörð, sem innsti mergur hefur verið soginn úr, og fús er að láta teyma sig í glötun."
Þeim fannst þetta þurfa að segjast og margt annað, og þau höfðu kjark til þess að segja það og guldu fyrir það lífi sínu. Og þau dóu með reisn þess sem veit að gerði það sem rétt er.
Árni Þórarinsson lætur eina söguhetju sína í bókinni Dauði Trúðsins, segja um dóttir sína, sem hafði ánetjast eiturlyfjum, og hlakkaði í þegar keppinautur hennar var myrt, "við ólum hana upp til að finna til samúðar og samkenndar með öðru fólki".
Þegar Páll Blöndal bloggari skrifaði pistil um gjöfina til "vogunarsjóðina", þá skrifaði hann að "bankar eru að drepa fólk í dag", og rökstuddi það. Og það er öruggt að núverandi ástand mun leiða til hörmunga, og örugglega til mannfalls þeirra sem veikast standa.
Elle, ég er ekki að gera mikið. En ég hef næga reisn til að segja satt, þó geri mig að fífli í augum margra. Tala tæpitungulaust um það sem er að gera. Það er óþarfi að bíða eftir jarðarförum til að fólk sjái loksins að það lifir á örlagatímum, öll hin gömlu gildi, allt það sem var viðtekið sem eðlileg háttsemi, allt þetta víkur þegar fámenn klíka vélar hluta þjóðar sinnar í gröfina, og stærsta hluta þjóðar sinnar í fátæktargildru.
Það er ekkert að því að vera fátækur við erfiðar ytri aðstæður, og ekkert að því að þurfa vinna sig út úr erfiðleikum. En það er mikið að því ef öll sú vinna fer í vasa þrælaeiganda. Gegn slíkum kjörum hefur fólk alltaf gert uppreisn. En við eigum líka að gera uppreisn þegar er verið að níðast á meðbræðrum okkar og samborgurum. Þessi stjórn varð strax "ill" þegar hún neitaði heimilum landsins um aðstoð og réttlæti. þá átti almenningur að grípa inn í.
Og allt sem síðan hefur gerst hefur verið skelfilegt.
Og þá reynir á sjálfsvirðingu, kjark og reisn.
Og fyrsta skrefið er að segja satt.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 10:10
Kæri Ómar.
Ég er á því að það ætti að klóna þig og dreifa a.m.k. einu eintaki inn á hvert heimili á Íslandi. Hér kemur þú með þína langbestu færslu frá upphafi og felur hana sem svar #11, endurskrifaðu þetta og settu sem færslu. Þvílík röksemdarfærsla.
Umrenningur, 1.12.2009 kl. 11:10
Blessaður kæri Umrenningur minn.
Aldrei fór það svo að ég yrði ósammála öllu sem þú segir.
Í það fyrsta vill mamma mín engum svo illt að ég sé til í fleiri eintökum. Telur að ekki allir hafi þann styrk að eiga svona erfiðan son, hefði kannski verið skárri ef ég hefði ekki verið yngsta dekurdýrið.
Í öðru lagi þá er þeim sem hafa áhuga á betri heimi, og leggja sitt að mörkum að svo verði, engin vorkunn að lesa færslu númer #11 á bloggi mínu. Flest mín gullkorn liggja í athugasemdakerfum, bæði hér, hjá Arinbirni og víðar.
Í þriðja lagi þá hvarflar ekki að mér að setja svona fram sem pistil, það myndi eyðileggja æru mína sem stríðara.
Og í fjórða lagi þá gleymdir þú að segja "mér finnst", meira að segja ég get ekki stofnað til ágreinings um það orðalag, þó Vaðlvíkingur sé.
Ég er montnastur af pistlum mínum um "Guð blessi Ísland", þar tókst mér, manni með bílpróf, að setja saman heillegan greinaflokk um Hver væri vandinn, og Hvernig þyrfti að bregðast við honum, og á Hvaða forsendum. Hann leiftraði ekki að stíl, en hugmyndafræði hans var hann rétt, það er ef fólk vill ekki borgarstyrjöld eins og nú stefnir í. Og þú last svar mitt við Elle, út af einni setningu, sem ég orðaði í fljótheitum, um mun dýpra mál, sem mætti íhugast, en í þessum pistlaflokki, sem var mjög langur, þá treysti ég mér í umræðu eða debat um hverja einustu setningu við hvern sem er. Og ég lýg því ekki Umrenningur minn, að það urðu mér mikil vonbrigði að engin skyldi vera tilbúinn að líta hlutina sömu augum, sérstaklega markhópur minn sem var stuðningsfólk Borgarahreyfingarinnar. Svo uppgötvaði ég að ég tala ekki sömu tungum eins og flest aðrir, mín sýn á vandann, er jú mín sýn, en ekki margra annarra.
Og þar með lauk mínum alvöru bloggferli, og fíflagangurinn tók við, í bland við alvöru reyndar.
En það sem ég stoltastur af er sú "formun" á forsendum mínum og heimspeki sem að baki býr, og þá um ástæður þess að ég lít á baráttu okkar sem anga af þeirri baráttu sem mannkynið þarf að há fyrir tilverurétti sínum. Er ég þar að tala um mörg "spjöll" mín við Arinbjörn í sumar og haust, athugasemdir hans og lífsviðhorf náðu að kveikja þannig í mér að ég náði að móta heillega hugsun, sem þannig séð er sögð í heilli bók ef það þá dugar, um mannúð og mennsku, og síðan um hvað baráttan snýst. Þar tel ég mig góðan og fleiri mættu spá í þessi spil, ef þeir á annað borð hafa hug á að leika sér við barnabarna börnin sín, eða þá barnabarnabarnabörnin sín.
Og ég hef rétt fyrir mér að það er þörf á nýrri siðbyltingu. Álíka og það risaskref þegar menn ákváðu að það væri allra hagur að hætta éta hvora aðra. Núna þurfa menn að átta sig á því að tími frelsisins til manndrápa er liðinn. Ég orðaði það í bréfi til Jóns Vals, að þessi bylting hefði verið lengi í undirbúningi, og forsendur hennar ítarlegar ræddar í margar aldir. Þess vegna fékk Meistarinn frá Nazert sína hugljómun fyrir 2.000 árum, en ekki í dag. Í dag eru orð hans nothæft vopn, eða réttara sagt sú hugsun sem að baki býr, í þeirri baráttu sem verður háð um sjálfa tilveru mannkyns.
Og þeir sem á annað borð hafa áhuga á svona lestri og pælingum, þeir þefa þetta uppi, en hinir þeir halda áfram að trúa því að það séu bara "hinir" sem séu vondir.
Og þú veist að vænst þykir mér um pistil minn um Breiðavíkurdrenginn, þar tókst mér vel upp að orða hugsanir mínar, án þess að nota til þess marga tölvuskjái.
En besti ádeilupistill minn er ein samfelld skammarræða sem ég hélt yfir þingi og stjórn út af lögunum um greiðsluaðlögun. Þar tókst honum Árna Pál, pennavini mínum (að vísu einhliða) að kveikja í mér heilaga reiði, og þar sagði ég hluti sem þurfti að segjast og fólk að spá í.
Það væri heldur ekki væntanleg borgarastyrjöld ef menni skyldu þá hugsun sem að baki býr.
Og þegar ég var að setja þessa setningu niður á lyklaborðið, þá fatta ég að þema þessa langa innslags, sem aftur kom út af einni setningu, er "ég er misskilinn", og ég hreinlega skil ekkert í því.
En takk enga síður kæri Umrenningur, þú veist að mér þykir vænt um hrósið, því ég veit að það er mælt af einlægni. Ég er nefnilega ekki svo viss um mitt eigið vit, sérstaklega vegna þess að ég fæ ekki miklar undirtektir þegar mér finnst ég mæla af viti, þó vissulega megi deila um framsetningu mína á köflum, ég hefði til dæmis geta tekið málefni vogunarsjóða öðrum tökum en þeim en að bendla þá við sjálfan djöfulinn, haldið þeirri samlíkingu út af fyrir mig, en manndráparar og mannætur hafa alltaf farið í taugarnar á mér, já og núna held ég áfram með setninguna, já ég er ekki það viss um vitið, að ég þurfi ekki feedback á það.
Þau skrif mín sem er hugsuð til að hafa áhrif, þau geta oft misst marks, til dæmis vegna þess, að það skilur mig enginn. Og það er gáfulegra fyrir að fjallið að elta Múhameð, í stað þess að bíða endalaust að hann kíki við í heimsókn. Áróður er til lítils ef enginn meðtekur hann.
En hins vegar þá tel ég að svona skrif séu aðeins til íhugunar, ég vísa kannski í hugsunina í styttra máli, eins og í Aftur blessi Guð Ísland, en það þjónar engum tilgangi að vera of alvarlegur.
Svona innslög eru betur til þess fallin, að spjalla án ábyrgðar, án þess að ég sé tilbúinn að fara í debat út af þeim. Maður veit jú aldrei hvenær andskotar þjóðarinnar mæta á svæðið, og þá er eins gott að sýna engan veikleika.
Við erum jú að "stríða".
En annars er ég að hita mig upp fyrir lokapistla mína, hugsanavélin klikkaði dálítið í gær, eftir hina stífu klaustursvist, og ég finn að ég er aftur, enn einu sinni að gleyma einfaldleika þess sem ég sagt vildi hafa, ég hefði betur skrifað niður pistilinn þegar ég formaði hann endanlega í huganum aðfaranótt Sunnudags.
Ef hann verður ekki góður, sem ég er farinn að hafa miklar áhyggjur af, þá segi ég bara eins og góður drengur sagði einu sinni í partí, "þetta er mjög góður brandari, ég kunni bara ekki að segja hann".
Þess vegna er dagur spjallsins í dag, ég er að reyna höndla aftur hugsanaflæðið, að hugsanir mínir orðist með þeim orðum sem fanga þær, þannig að aðrir skilji mig, og jafnvel hugsi um það sem ég er að segja.,
Annars endurprenta ég bara Churchil.
Kveðja, Ómar.
PS, fáðu köttinn til að hjálpa þér að lesa þessa langloku ef sjónin er þreytt i kvöld.
ÓG.
Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 14:35
Ómar, loksins fann ég hvar það nú var sem þú varst að spjalla við mig í dag, akkúrat hér í þessum pistli, hélt ég ætlaði aldrei að finna það og geta haldið uppi þessu spjalli við þig -_-
Nei, þú ert ekki of dramatískur. Og undarlega ertu þarna líka að svara spurningu sem ég spurði í morgun í öðrum pistli þínum: Guð blessi Ísland, aftur, kl. 07:50. Og fjöldi fólks er ekki að horfast í augu við hættuna sem vofir yfir. Sjálf er ég dauðskelkuð og hef verið það síðan sl. vetur. Ætli við séum ekki gjaldþrota og að verða yfirtekin af ógnaröflum? Það kæmi mér ekki neitt á óvart. Grátlegt og hefur oft dottið í hug að flýja land með son minn. Og fyrr skal ég dauð liggja en vera rukkuð fyrir Icesave hryllinginn. Flyt heldur í kofa út á land og fel mig fyrir sköttunum svona svipað og ungur sonur hans Jóns stakk upp á að gera.
ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:20
Ætla að bæta við Ómar og Umrenningur að ég held jú að landinu stýri mafía eins og Ómar lýsir. Og stjórnarandstaðan ætti að fara að ganga út úr Alþingi á þeim forsendum að verið sé að fremja glæpi gegn þjóðinni og gera alvöru úr rannsókninni sem þeir töluðu um gegn framkvæmdavaldinu/stjórnarflokkunum.
ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:37
Blessuð Elle, er að kvitta fyrir mig áður en ég fer að sofa. Erfiður dagur á morgun, þá ætla ég að láta mína Ögurstund renna upp, nenni ekki lengur að bíða eftir endanlegu landsali.
En ég las þig í morgun, um mínútu eftir að athugasemd þín lak inn í tölvupóstinn. Vissi bara ekki að þú værir að spyrja mig, hélt að þetta væri svona almennt, svona svipað eins og drama mitt í lok "blessunarpistilsins". En ætlum við verðum ekki að stöðva þetta fólk með einhverjum ráðum, halda áfram okkar baráttu, núna er visst logn, en svo gerist eitthvað.
En vonandi fellur þursinn, en ekki ef aðeins liðleskjur, auk gamalmenna verða eftir. Var ekki nóg að flýja skattaálögur Haralds hárfagra fyrir 1.100 árum síðan. Á þjóðin núna að flýja skattaálögur Steingríms skeggprúða og snúa aftur til hinna forna heimahaga??? Verður þá ekki bara til ný Palestína?? Ekki látum við þá sem pössuðu óðulin, meðan við vorum í burtu, hirða þau endanlega.??
En kannski er þetta allt saman farið í eyði.
En fólk þarf að skynja alvöru lífsins, til að haga sér eins og fólk. Stjórnarandstaðan hefur ekki ennþá gert það.
En við gerum það, miðað við að mér sýnist þú nokkuð sátt við svar mitt.
En takk fyrir mig og góða nótt.
Ómar.
Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.