26.11.2009 | 20:30
"Það verður friður á vorum dögum"
Sagði Chamberlain við komuna til Englands, eftir svikasamninginn sem kenndur er við Munchen.
"Ríkisstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að ná hagstæðum samningum fyrir íslensku þjóðina", sagði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í dag.
"I am not a crook" sagði Nixon í frægu sjónvarpsviðtali, rétt á eftir voru spilaðar upptökur þar sem heyrðist að hann vissi allt um Watergate.
Þetta eru dæmi um fræg öfugmæli fólks sem skynjaði ekki sinn vitjunartíma.
Staðreyndin um þennan ágæta samning, að þó íslenska ríkisstjórnin hefði sent skeyti til London og beðið bresku stjórnina um að skipa samningamenn Íslands úr röðum breskra embættismanna, þá hefði það skilað betri niðurstöðu. Því þá hefðu bretarnir þurft að gæta að sinni æru og sýnt fram á að þeir svínuðu ekki algjörlega á varnarlausri smáþjóð.
En að hafa fífl að fíflum, sökin er þeirra sem treystum þeim fyrir hagsmunum sínum.
Þú uppskerð eins og þú sáir, og það gerði íslenska þjóðin svo sannarlega þegar hún veitti stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir brautargengi sitt.
Ég ætla ekki að fjalla um alla annmarka þessa samnings, bendi að eins á að hann er kolólöglegur því bretar áttu enga kröfu á hendur íslenska ríkinu, og ekki hefur verið sýnt fram á að þeir hafi beitt því valdi, eins og sprengjuárásum eða öðrum þeim meðulum sem notuð eru til að knýja þjóðir til uppgjafar, þannig að neyðarréttur réttlætir ekki ólögin.
En mig langar aðeins að fjalla um hinn auma rökstuðning Jóhönnu. Er þetta virkilega það besta sem hún gat sagt, loksins þegar hún kaus að tjá sig um stærsta mál sem komið hefur til kasta Alþingis frá lýðveldisstofnun.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í dag að verði Icesave-frumvarpið ekki samþykkt verði ekki í hendi þau lán, sem kallað hafi verið eftir. Tryggingasjóður innistæðueigenda geti þá ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Skoðum þessa röksemd betur. Af hverju þarf Tryggingasjóður innlána að standa við skuldbindingar sínar???? Hann er fjármagnaður eftir Évrópsku regluverki, og það gerði ekki ráð fyrir algjöru bankahruni. Hver segir þá að heimaland bankanna beri þá ábyrgð á að útvega fjármagn? Ekki evrópska regluverkið, það tekur skýrt fram að svo sé ekki.
Enda gæti það ekki verið öðruvísi. Bankar smálanda máttu starfa þar sem þeim sýndist, ef þeir á annað borð höfðu leyfi í heimalandi sínu. Lítil ríki gátu því verið í bakábyrgð fyrir margfalda þjóðarframleiðslu sína ef útrás banka þeirra hefði heppnast vel. Til dæmis var ICEsave rétt að byrja.
ICEsave ábyrgðin hefði getað verið 6.500 milljarðar, og því ljóst að íslenska þjóðin hefði strax lent í greiðsluþroti ef hún hefði verið í bakábyrgð. Þegar forsætisráðherra Íslands segir að Tryggingasjóður innlána megi ekki lenda í greiðsluþrot, þá er hún um leið að segja að regluverk ESB sé þannig úr garð gert, að það geti sett ríki í greiðsluþrot.
Því ef það er algjört skilyrði, sama hvað kemur upp á, að tryggingasjóðir fari aldrei í þrot, þá fara þjóðríkin sem krafin eru um bakábyrgðina, í þrot ef ábyrgðin er þeim ofviða.
Og hvernig er hægt að finna svo vitlaust fólk, að það trúi því að örfáir embættismenn geti sett regluverk, sem gerir heilu þjóðirnar gjaldþrota og íbúa þeirra að skuldaþrælum. Við erum ekki að tala um regluverk á dögum Rómverja, þegar hægt var að gera íbúa heilla borga ábyrga fyrir sköttum hennar, við erum að tala um regluverk á 21. öldinni þar sem bæði þrælahald er bannað, og fullveldi ríkja er tryggt í alþjóðasamningum.
Svo segja menn að hægt sé að túlka regluverk, eftir á því ekki kemur það fram í lagatextanum þegar það var samþykkt, á þann hátt að viðskipti á fjármálamarkaði séu æðri fullveldi þjóða og mannréttindum íbúa þar.
Þessi fjarstæða er hin stóra rökvilla ICEsave kröfu breta og Hollendinga og öllum augljós sem um hana hugsa. Og það á ekki lengur að láta þjóna breta hér á landi, hvort sem það er í ríkisstjórn, Alþingi, fjölmiðlum eða annars staðar þar sem þeir beita áhrifum sínum, komast upp með svona bull.
Vilji fólk annað borð bulla, þá á það að fara með lygasögur Munchausen, til dæmis segja að það geti flogið með því að lyfta sér upp á hárinu, eða stokkið þrefalda hæð sína í fullum herklæðum, ef menn vilja vera þjóðlegir í bullinu.
En enginn á lengur að komast upp með rökvillu ICEsave öllu lengur.
Tryggingasjóðir mega fara á hausinn, ekki þjóðir. Peningar koma og fara, en líf fólks kemur ekki og fer.
Þeir tímar eru liðnir.
Kveðja að austan.
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 167
- Sl. sólarhring: 919
- Sl. viku: 5898
- Frá upphafi: 1399066
Annað
- Innlit í dag: 140
- Innlit sl. viku: 4995
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 137
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætlega sett saman hjá þér, Ómar.
Nú, þegar mómælaskiltin hvíla örugglega í kjöllurum VG, hvað er þá til ráða? Þjóðin er vönkuð, fyrst eftir kjaftshögg frá hægri - og nú á að fylgja því eftir með rothöggi frá vinstri; ekki einungis í þessu máli heldur mörgum öðrum.
- og svo vilja talsmenn Samfylkingarinnar telja manni trú um að ESB hangi ekki á spýtunni. Það er ekki nema von að Jóhönnu sé kalt, hún stendur nakin frammi fyrir þjóðinni ...
Ólafur Als, 26.11.2009 kl. 20:54
Magnað að Icesave skuli hafa þetta áhrif á veðurfarið. Kerlingin er gersamlega orðin gaga í hræðsluáróðrinum. Hún er í sjokki yfir hótunum Evrópusambandsins. Það er það eina sem vakir fyrir henni. Hún skal inn í sitt Evrópusamband þótt það kosti sviðna jörðum ókomna framtíð.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 21:16
Blessaður Ólafur.
Ég reyni mitt besta allavega til að fólk taki aftur upp þá iðju að mæta út á torg með spjöld. En árangur okkar í Andstöðunni er frekar dapur, sem ég skil ekki því allir eru á móti þessari vitleysu, en það vantar neistann sem tendrar bálið.
Eigum við bara ekki að vona það besta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 00:19
Blessaður Jón Steinar.
Vissulega er ESB draumurinn hreyfiafl Samfylkingarinnar, en hvað um VinstriGræna???
Langar þeim svona líka að komast í sælu kúgara okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.