26.11.2009 | 17:16
Hjálpum Ólafi að taka rétta ákvörðun.
Eða borgum glöð í bragði og segjum bless við velferð barna okkar.
Vörn Íslands hefur skorað á forseta Íslands að hafna ICEsave þrælalögunum.
Þarft og gott framtak, undirskriftalistann má nálgast hér: http://www.indefence.is/
og eins má lesa um rökin á bak við þessa áskorun hér: http://www.indefence.is/?p=info
En annars þarf ekki mikið að ræða sjálfsagðan hlut.
Þrælahald er ljótt og þjófnaður er lögbrot.
Og aðeins mannleysur sitja með hendur í skauti þegar þjóðin er rænd og Leppar erlendra kúgunarafla selja börn okkar í þrældóm.
Svo má líka líta til þess að það er mannúðarstarf að skrifa undir, ef Ólafur fellir lögin, þá bjargar hann mörgum mætum manninum frá ævilöngu fangelsi, því vitorðsmenn að svona stórum þjófnaði, fá þunga refsingu.
Þetta er enginn venjulegur súpuþjófur sem Lepparnir eru að nauðga gegnum þingið.
Svo slagorð dagsins er, "björgum svikurum frá þeirra eigin glæp", og skrifum undir lista Björga Íslands.
Fátt þarfara hefur verið gert á minni ævi, að minnsta kosti.
Höfnum ICEsave ólögunum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 331
- Sl. sólarhring: 781
- Sl. viku: 6062
- Frá upphafi: 1399230
Annað
- Innlit í dag: 281
- Innlit sl. viku: 5136
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 261
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.