26.11.2009 | 16:49
"Sjáið ekki veisluna strákar" var sagt á Alþingi
Rétt fyrir kosningarnar 2007.
Og þjóðin sá veisluna og kaus veislustjórana áfram til valda.
Í dag segir forstjóri fjármálaeftirlitsins að veislan " hafi verið fengin að láni."
Og þær staðreyndir blöstu við árið 2007, en vitgrannir fjölmiðlamenn og Riddarar heimskunnar stjórnuðu allri umræðu. Og þeir sáu veisluna, ekki þær fúastoðir sem hún var byggð á.
Pattaralegur sjónvarpsmaður sagði í þætti sínum étt fyrir kosningar að aðeins kverúlantar tæku undir gagnrýnisraddir Ögmundar Jónassonar. Fólk fyndi það í veskjum sínu hverja ætti að kjósa.
Jæja, Ögmundur hafði rétt fyrir sér þá.
Og hann hafði rétt fyrir sér í haust, í vetur, og í sumar þegar hann gagnrýndi harðlega Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sama dómgreind og vakti þetta fræga öfugmælaandsvar, "sjáið ekki veisluna", sá líka heimsku heimskunnar og gagnrýndi hana harðlega.
Og Ögmundur varaði sterklega við ICEsave ógæfu Svavars, og barði í gegn fyrirvara við þá ógæfu, sem í það minnsta gátu hugsanlega komið í veg fyrir þjóðargjaldþrot.
Svo gerðist eitthvað, Ögmundur þagnaði.
Og þjóðin spyr; Hvað gerðist Ögmundur??? Af hverju kemur þú okkur ekki til varnar á Ögurstundu????
Og svarið er Æpandi Þögn.
Hvað gerðist Ögmundur???????
Kveðja að austan.
Hagvöxturinn fenginn að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 702
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú beinast augu okkar margra að Ögmundi.
Árni Gunnarsson, 26.11.2009 kl. 21:25
Blessaður Árni.
"Sér grefur gröf, sem grefur". Ég vona að Ögmundur sé ekki út í garði að taka sína gröf. Ef VG kjósa stjórnina fram yfir alþýðu þessa lands, þá munu aðeins þeir VG menn sem berjast gegn svikunum, eiga sér framhaldslíf í pólitík.
Restin er öskuhaugamatur, jafnvel Frjálshyggjufélagið myndi ekki líta við því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.