Hvað, halda menn að ICEsave kosti ekki neitt?????

 

Halda þessir blessaðir stuðningsmenn Leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að niðurbrot velferðarkerfisins, séu aðeins orð á blaði.

Hvað þarf ástandið að verða slæmt áður en vinstri og félagshyggjufólk rankar við sér og sér að það var svikið í tryggðum.

Höfum eitt á hreinu, orðið velferð er argasta blótsyrði í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Enda eru það aðeins ómenni sem klappa upp þann böðul fátæks almennings um allan heim.

Ég fjallaði í dag um illmennsku þeirra í Argentínu, þar sem þeir beittu sér að fádæma hörku gegn saklausum almenningi, þannig að hin fornfræga velmegunarborg Buenos Aires, var orðið eitt risastórt fátæktarbæli.  Þau orð má alveg endurbirta.

Og svo er talað um Helför Nasismans sem eitthvað sem myndi aldrei gerast aftur.  Helfarir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins drepa innviði þjóðfélaga og valda varanlegri fátækt almennings, öll grunnþjónusta eins og menntun og heilsugæsla er einkavædd, og þeir fátæku mega éta það sem úti frýs.  Það er lítill munur á slíkri Helför, sem drepur hægt, og hinni sem gerði það snöggt. 

Það er stigsmunur á mannvonskunni, ekki eðlismunur.

Aðeins örbyrgð og eymd fylgir í fótspor þessa manna. 

Eftir þrjú ár mun þjóðin ekki lengur hafa efni á jafnrétti. 

Ekki nema henni beri gæfu til að koma Óbermunum úr landi.

Spjótin standa því öll á félagshyggjufólki. 

Það er ekkert náttúrulögmál að 162 milljarðar fari bara í vexti á næsta ári.  Það er ekkert náttúrulögmál að hagsmunir auðvalds og féspámanna gangi fyrir öllu, þar á meðal lífi og limum hins venjulega manns. 

Þegar Argentínumenn áttuðu sig á þessum einföldu sannindum, þá ráku þeir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi.

Síðan hefur verið uppgangur í landinu.

Þrælahaldarar eiga ekki að ráða heiminum.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 44% lækkun á rétt rúmu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milljarður á menntasviði hjá rvk. Lækkun atvinnuleysisbóta ungs fólks, snjómokstur og önnur þjónusta vegagerðar skorin niður, fækkun starfsfólks á spítölum o.m.fl. Þetta á eftir að kosta mannslíf eins og þú hefur bent á í mörgum pistlum.

Slitastjórn icebank hafnar 200 milljarða kröfu ríkisins. Ætli þetta sé meðal annars krafa vegna endurhverfra viðskipta icebank við seðlabankann með skuldabréf gömlu bankanna? Ég man að reyndur bankamaður sagði við mig sumarið 2007 að þessi viðskipti væru svikamylla. Í dag er einn af þeim stærri í þessum viðskiptum forstjóri kaupþings og hann sendir bágstöddum starfsmönnum sínum hótunarbréf um starfsmissi ef þeir leita löglegra úrræða vegna fjárhagsvanda síns.

Þetta er allt frekar ömurlegt, það er valið spillingalið á öllum stöðum og það rær öllum árum í að bjarga sér og sínu, halda völdum og eigum sem urðu til með skuldafiffi, sýndarviðskiptum, spákaupmennsku, veðmáli gegn þjóðinni og kennitöluflakki. Og því er nákvæmlega sama um afleiðingarnar fyrir land og þjóð. Því er skítsama. Og þess vegna verða allar kröfur þó þær verði undirritaðar af þingi og stjórn dæmdar ólöglegar.

Það mun hvaða dómstóll sem er sjá að ástandið og spillingin á íslandi í dag er óviðráðanleg og því dæma okkur í vil þegar okkur tekst að hreinsa út og krefjumst sanngirnis og réttlætis í okkar málum.

En þér Ómar sendi ég baráttu og þakklætiskveðju, Toni.

Toni (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Toni.

Ég er montinn af dagsverkinu, núna kom ég frá mér einhverju sem var ekki bara stríðni og ergi.

Ég vona að fólki lesi Öskuhaugapistla mína, sjái samhengi hlutanna, og skilji að sagan er að endurtaka sig.

Og hætti að trúa "virtum" mönnum sem meðal annars hafa logið kreppu og eymd upp á Argentínumenn, eftir að þeir tókust sjálfir á við sín vandamál á forsendum þjóðarinnar.  Og þessi eymd átti að verða okkar hlutskipti.  Hvílík eymd að hafa frá 8,2 uppí 9,5% hagvöxt á ári í 5 ár, og geta greitt sínar skuldir með sjálfsafla fé.

Það má vera að þessar upplýsingar séu einhvers staðar í umræðunni, en sú umræða er þá ekki opinber.  Og því þarf að breyta.

Núna er dálitið komið af þeim sem hafa lesið þessa pistla með athygli.  Þeir eru til einskis ef aðeins þröngur hópur ræði þá sín á milli.  

Lygin á að vera opinber öllum sem málið vilja kynna sér.

Og mínu verki er lokið í bili.  Ég er mettur, hef reynt mitt besta, og þarf að hlaða rafhlöðurnar á ný.

Mér þætti vænna um að öll þessi vinna hafi ekki verið algjörlega til einskis.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 23:31

3 identicon

Kæri Ómar, vinnan þín var örugglega ekki til einskis.  Stuðningmönnum heimskunnar og illskunnar fer óðum fækkandi.  Og eru ekki eins kjaftforir og fyrr því rök þeirra eru engin og málflutningur þeirra því sífellt skotinn niður.  Og okkar skoðanabræðrum fjölgar í stjórnarandstöðu og verða sífellt kjaftforari út og suður.  

ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur kjarnakelling.

Ef þú hefðir komið fyrr inn í umræðuna, þegar ég, gamli Hriflungurinn leitaði með logandi ljósi að skoðanabræðrum í ICEsave baráttunni, og fann aðeins nokkra gamla íhaldsmenn eins og Loft og Jón Val, og hann Gunnar Rögnvalds, menn sem ég hef ekki beint átt samleið með áður, en fann strax mikla samhljóman með, þá væri nú margt breytt í dag Elle mín.

Því margra kvenna maki og þúsund manna að auki, gerir oft gæfumuninn í baráttunni fyrir réttlæti, og gegn illskunni, þá þarf ekki nema nokkra slíka "maka" í viðbót og hún fellur.

Ég nefni þetta aðeins vegna þess að ef svo hefði verið, þá væri ég núna sofandi, og léttari á mér, með öðrum orðum að sinna mínum málum, en ekki ICEsave málum.

Það vantar svo lítinn herslumun Elle, að það hálfa væri nóg.  

Og svona vinna var hugsuð fyrir fólk eins og þig.  Sá tími sem þú sýndir andstæðingum þjóðarinnar hógværð, er löngu liðinn.  En ég man það eins og margföldunartöfluna hvað Borgunarsinnar óðu upp í klof í rangfærslum og blekkingum án þess að þeim væri mætt.  En það er liðið, og það er mörgum að þakka.  

En það er til lítils að framleiða vopn ef enginn notar þau.  Og ég hef séð þinn vopnaburð víða á netinu, og verið stoltur af.  Tel mig hafa átt þátt í að móta hann.  Og feedbakk þitt hefur svo aftur auðveldað mér smíðina.

En ég tel að staðreyndir málsins liggi allar fyrir.  Ég tel að allir viti að við erum ekki í ábyrgð fyrir að íslenskir bankamenn frömdu þann "hryllilega glæp" að opna útibú og taka við innlánum, við sömdum ekki regluverkið sem heimilaði þeim það.  

Og eftir opinberum á auðmýkingu Jóhönnu, þá verða þeir vandfundnir sem sjá ekki smánina.

Og til þess eru vígamenn, að lemja á hinum vantrúuðu.

Og á meðan megum við öldungarnir sofa.

Bið því að heilsa þér Elle, það var gaman að kynnast þér, og þó við tölumst kannski aftur við á morgun eða hinn, þá er alltaf gaman að eiga trúnó.  

Þess vegna er lokaspurning kvöldsins, hver vill detta í það með Steingrími.  Lykillinn liggur í því samtali.

Kveðja að austan.

PS.  Það gleður mig að þú skulir nota sama orðalag og ég, því barátta okkar er aðeins angi af þeirri baráttu sem þarf að heyja fyrir tilvist barna okkar.  Siðmenningin krefst þess að illskan sé pökkuð inn í tunnu og send til tunglsins.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband