ESA er virkt og fylgist með framkvæmd á tilskipunum ESB.

Og gerir athugasemdir þegar þurfa þykir.

Gleymum því aldrei að ESA gerði aldrei eina einustu athugasemd við framkvæmd íslenskra stjórnvalda á tilskipun ESB um innlánstryggingar.

Hvorki á íslensku lögin þar sem skýrt var kveðið á um að íslenski tryggingasjóðurinn væri sjálfseignarstofnun og því ekki á framfæri ríkisins, heldur fjármagnaður með hóflegu gjaldi á innlánsreikninga fjármálafyrirtækja.  Ekki síðan heldur á framkvæmd hinna íslensku laga.

Þetta afsannar þá fullyrðingu að íslensk stjórnvöld hafi brugðist skyldu sinni með slaklegri fjármögnun sjóðsins.  Staðreyndin er hinsvegar sú að íslenski tryggingasjóðurinn stóð mjög vel þegar bankarnir féllu, en hann var ekki ætlaður, frekar en aðrir evrópskir tryggingasjóðir, til að fjármagna allsherjar bankahrun.

Þessar staðreyndir ætti fólk að hafa í huga þegar íslensk stjórnvöld reyna að ljúga ICEsave ábyrgðinni upp á íslenska ríkið.  

Og ICEsave er hrein tilraun til ráns af hálfu breta og Hollendinga.

Enda er aðferðum ræningja beitt til að innheimta ránsfenginn.

Kúgun og hótunum.

Og mútur til innlendra Leppa.

Hvenær lætur ríkissaksóknari fara fram rannsókn á meintum tengslum Samfylkingarinnar við þjófanna????

Eða er hann aðeins fær um að glíma við súpuþjófa.

Kveðja að austan.


mbl.is Telja íslensk lög brjóta gegn EES-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki, en ég er hjartanlega sammála þér rannsókn strax og líka á Bessastöðum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigurbjörg.

Já, það alveg rannsaka Bessastaði líka, sérstaklega ef verndari stjórnarskrárinnar löghelgar þjófnað breta. 

En þessi þjófnaður er gegn íslenskum lögum og samþykki hans brýtur gegn stjórnarskrá Íslands.  Og þeir sem brjóta lögin til þess eins að auðvelda útlendingum að ræna íslenskan almenning, þeir eru sekir um landráð. 

Annað eins hefur nú verið tekið til rannsóknar, allavega hjá alvöruþjóðum.

Hvar eru mörk þess sem 33 þingmenn geta gengið langt gegn íslenskum lögum og íslenskum hagsmunum????  Hefðu bretar getað sleppt því að há þorskastríð sín, látið það duga að múta 33 þingmönnum til að færa landhelgina til baka, upp að 3 mílum til dæmis?  Það hefði ekki verið eins skýr lögbrot eins og núverandi ICEsave samningur.

Mega núverandi 33 þingmenn semja við Rússnesku mafíuna um listræn erótísk hús, og lagt þeim til konur af atvinnuleysisskrá?????  Af hverju ekki, ef það má vera sökunautur þjófa sem heimta 1.000 milljarða af almenningi??? Halda menn að slík blóðtaka eigi ekki eftir að kosta mikla þjáningar, eiturlyfjaneyslu, drykkju, ótímabæran dauða, og gífurlega aukningu á vændi????

Ef svo er ekki þá er það fyrsta skipti sem þjóð er lögð í rúst án þess að slíkt gerist.  Kannski erum við Íslendingar svona sérstakir????

En ég myndi ekki treysta á það.   Þess vegna eiga lög að gilda í landinu, ekki bara yfir súpuþjófa eða pólska smáglæpamenn, líka yfir alvöru ræningja og aðstoðarmenn þeirra.  

Menn eiga ekki að geta keypt sér friðhelgi með því að láta kjósa sig á þing á fölskum forsendum.  Þegar Perúbúar uppgötuðu að forseti þeirra var þjófur, þá stungu þeir honum inn.  

Þar virkað réttarkerfið betur en það virðist gera hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 17:29

3 identicon

Reykjavík 6. október 2008.  Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.

Samkvæmt jafnræðisreglu, okkar lögum og reglum ESB er ekki heimilt að mismuna innistæðueigendum eftir búsetu. Icesave teljast innistæður í "innlendum viðskiptabönkum", engu skiptir hvort útibúið er á Akureyri eða Amsterdam. Hefði okkur þótt sanngjarnt að eingöngu innistæður á Akureyri væru tryggðar að fullu?

 

sigkja (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð sigkja,

Fáfræði er ágæt til síns brúks, allar þessar röksemdir hafa verið marghraktar.  En fáfræði sem miðar að gera sjálfan sig að fátækum öreiga, og í ánauð erlendra þjófa, ja, hún er sjálfseyðingarhvöt.

Í það fyrsta þá gaf ríkisstjórn Íslands út þessa yfirlýsingu á grundvelli ákveðins neyðarástands.  Og var hún í fullum rétti til þess.  Ekkert sambærilegt neyðarástand var til staðar í öðrum löndum Evrópu, og  því út í hött að benda á einhverja jafnræðisreglu.  Ekkert í reglum og lögum EES eða ESB, tekur fram að ríki megi ekki beita neyðarrétti, þó það kunni að stangast við einhverja jafnræðisreglu.  Til dæmis ef það verða mikil flóð í Ermasundi, og Holland færi sérstaklega illa úti, þá þurfa stjórnvöld í Hollandi ekki að koma til aðstoðar á láglendi Kent, þó til dæmis hafi Hollensk félag rekið stíflugarða þar vegna hinnar miklu þekkingar sem Hollendingar hafa á þessu sviði.

Ríkisstjórnum ber skylda til að hjálpa þegnum sínum og viðhalda lög og reglu, og koma í veg fyrir neyðarástand.  Slíkt er grunnregla alþjóðalaga.  Engin reglugerð ESB er æðri þessari grunnreglu.

Og annað sem þú og þínir líkar, sem eiga þann æðsta draum að þræla fyrir breska ríkissjóðinn, mættuð hafa í huga að það er ekki breta eða Hollendinga að túlka lagagildi þessarar yfirlýsingar, ef hún stangast á við jafnræðisreglu ESB, þá þarf að falla um það dómur hjá EFTA dómsstólnum, að undangenginni rannsókn ESA.  Ef þið eruð svona löghlýðin ESB, að þið viljið sjálfviljug ganga í þrældóm ef ykkur er sagt svo, má eiga öll lög og reglur EES að gilda, þar á meðal ákvæði samningsins um úrlausn réttarfarslegs ágreinings.  En sjálfsagt hentar það ekki ykkar heilaþvotti að kynna ykkur málin sjálfstætt.

Og í það þriðja, og ekki hvað síst, yfirlýsingar ráðamanna eru ekki lög.  Aðeins Alþingi setur lög um ríkisábyrgð, og innlán á Íslandi eru ekki ríkistryggð.  

Hvað þarf að segja ykkur þetta oft til að þið náið þessari einföldu staðreynd.  

Halló, vatn rennur ekki upp á móti, eldur brennur, og Alþingi Íslendinga setur lög.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:02

5 identicon

Já, það er akkúrat það sem vantar, Ómar.  Ríkissaksóknari þarf að gera rannsókn á meintum tengslum hinnar svikulu og bara ömurlegu fylkingar við bæði glæpamenn og kúgara okkar. Hvað hafa þau þegið í mútur, "styrki" fyrir að svíkja landið undir Evrópubandalagið og Icesave??? 

Það þarf að rannsaka hvern mann í Samfylkingunni og aðra í stjórnarflokkunum eins og Evrópu-styrki Árna Þórs í VG.   Og hvað er undirliggjandi svik Steingrím Joð?   Líflátshótun eða óendanleg lífsþörf hans fyrir vinstri stjórn???  Mann hryllir. 

ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:42

6 identicon

Og hvað er undirliggjandi svik Steingríms Joð?

ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég held að þú þurfir að slátra tveimur whiskí flöskum með Steingrími, áður en hann færi að tjá sig um "alvöruna".  Og síðan hjálpa honum við að klára eina koníak á eftir, þá myndi hann fara á trúnó og segja þér eins og er.  

Ég veit ekki svarið, mín kynni af manninum eru þannig að þar fari góður drengur og gegn, en ég hreinlega veit það ekki ef ég á að segja eins og er.

Ég taldi einhverja Nauðung reka hann áfram, en ég fór að efast þegar Jóhanna fór að umgangast hann eins og gólftusku.  Og hann lét hana bjóða sér það.  Og þar með var hann búinn að vera í stjórnarsamstarfinu, núna er hægt að láta hann kyngja hverju sem er, hann tapaði virðingunni með því að láta Jóhönnu komast upp með að hóta honum opinberlega.

Þá hélt ég að hann væri að brugga henni launráð, en núna er ég líka farinn að efast.  Ef svo er, þá er það meiri dýpt en ég hef áður haft kynni af.  

Ég vona bara að hann sé ekki orðinn andlega mislukkaður Messías.  Hann upplifi sig sem píslarvott til að bjarga þjóð sinni.  Þá missa menn dómgreind og gera allskonar vitleysur.  Og endalaust hægt að plata þá upp úr skónum. 

En eins og ég segi, þá veit ég það ekki.  Steingrímur drekkur ekki með mér whiskí.

En það mætti kannski prófa véfréttina í Delí, hún var oft glögg þegar spurningin var óskiljanleg.  Mætti prófa, "guðir, vitið þið af hverju Steingrímur þykir ekkert lengur vænt um æru sína og mannorð??".

En það væri gaman að vita svarið.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 23:21

8 identicon

Og manni verður illt af að lesa fáfræði og þrælslund fólks sem vill sættast á Icesave-nauðungina eins og einn hér að ofan.  Hví flytur þetta fólk ekki bara til Bretlands og gerist þræll þeirra þar og lætur okkur í friði???  Við munum ALDREI verða þrælar fyrir kúgara og ekki heldur fyrir heilaslappa og ósjálfstæða leppa þeirra. 

ElleE (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband