25.11.2009 | 11:56
Það er líf eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, reynsla Argentínu eftir AGS var hent úr landi.
Þegar kreppan í Argentínu náði hámarki, í byrjun árs 2003, þá voru erlendar skuldir landsins gífurlegar, aðallega þó við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og stærsti hluti af ráðstöfunartekjum ríkisins fór í að greiða af þessum erlendum skuldum. Atvinnuleysi fór í um 25%, en það sagði ekki alla söguna því laun þeirra sem höfðu vinnu, voru það lág, að fólk hafði ekki í sig og á. Talið er að meira en þriðjungur þjóðarinnar hafi búið við algjöra fátækt.
Og samt hafði Argentína notið aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í 4 ár, og reynt í öllu að fara eftir efnahagsáætlun sjóðsins sem fólst í því að halda stöðugu gengi og viðhalda trausti alþjóðasamfélagsins.
En á árinu 2003 varð viðsnúningur, það ár varð hagvöxtur 8,8 %, síðan 9,0% árið 2004, 9,2% árið 2005, 8,5% árið 2006 og 8,7 % árið 2008.
Hvað gerðist?????
Jú Argentínsku þjóðinni bar gæfu til að losa sig við föðurlandsóvini eins og Þorvald Gylfason, Gylfa Magnússon og Þórólf Matthíasson, efnahagsráðgjöf þeirra var hafnað um leið og stjórnmálamennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru send í langt frí. Eða réttara sagt argentínska kollega þeirra sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita.
En lykilatriði nýrra ráðamanna var að hafna Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Og lausnin á efnahagsvandanum var ákaflega einföld, allt var gert þveröfugt við þau óráð.
Gjaldmiðillinn (peos) fékk að falla þar til að hann náði jafnvægi við dollar. Afborganir erlendra lána voru frystar þar til samið var upp á nýtt um vexti og afborganir. Í stað þess að nota allt að 70% af ríkistekjum í vexti og afborganir af erlendum lánum, þá voru þessir peningar settir í velferðina, í styrki til innlendrar framleiðslu og annað sem skóp innlenda eftirspurn. Samhliða jókst útflutningur vegna veikingar peosins.
Auknar útflutningstekjur, ásamt styrkingu innlendrar eftirspurnar varð til þess að peosinn styrktist, lífskjör bötnuðu og það dró úr atvinnuleysi. Og Argentína byggði upp gjaldeyrissjóð, sem það gat notað til að greiða niður erlend lán landsins. Að lokum var samið um endurgreiðslu á láni IFM.
Allt þetta gerðist þrátt fyrir aðvaranir Þorvalds og Gylfa þeirra Argentínu manna, og þrátt fyrir aðvaranir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hina endanlegu útlegð Argentínsku þjóðarinnar.
During the weekend of October 12, 2004, at the annual meeting of the International Monetary Fund/World Bank, leaders of the IMF, the European Union, the Group of Seven industrialised nations, and the Institute of International Finance (IIF), warned President Kirchner that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, and impose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment.
Hljómar þetta ekki kunnuglega??? Er þetta ekki jólagrýlan í ár??? Engin erlend lán, engar erlendar fjárfestingar, jafnvel hrun markaða??? Er þetta ekki það sem Íslendingar trúa að hafi gerst í Argentínu???
En hið þveröfuga gerðist. Argentínumenn borguðu skuldir sínar með sjálfsafla fé, án þess að nauðsynlegt skilyrði væri að stór hluti þjóðarinnar framfleytti sér á öskuhaugum. Vissulega komu upp markaðshindranir Bandaríkjunum og víðar þar sem "handrukkararnir" gátu beitt áhrifum sínum. En þá var bara nýrra markaða aflað, heimurinn er stærri en sá kimi hans þar sem alþjóðleg illmenni stjórna.
Og þar sem er gróska og viðskipti, þar koma erlendir fjárfestar. Þeim er alveg sama þó einhverjir bandarískir vogunarsjóðir hafi uppi hótanir.
The currency exchange issue is complicated by two mutually opposing factors: a sharp increase in imports since 2004 (which raises the demand of dollars), and the return of foreign investment (which brings fresh currency from abroad) after the successful restructuring of about three quarters of the external debt. The government has set up controls and restrictions aimed at keeping short-term speculative investment from destabilising the financial market.
Erlend fjárfesting var sem sagt ein megin skýring þess að hægt var að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Þveröfugt við spár þeirra Þorvalds og Gylfa, og Síamstvíburuna Villa/Gylfa.
Og forseti Argentínu sagði þetta um starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þingi Sameinuðu þjóðanna.
In a speech before the United Nations General Assembly on September 21, 2004, President Kirchner said that "An urgent, tough, and structural redesign of the International Monetary Fund is needed, to prevent crises and help in [providing] solutions". Implicitly referencing the fact that the intent of the original Bretton Woods system was to encourage economic development, Kirchner warned that the IMF today must "change that direction, which took it from being a lender for development to a creditor demanding privileges".
Þeir sem hjálpa eiga að hjálpa.
Á Íslandi eru þeir að eyða, alveg eins og í Argentínu í byrjun áratugarins. Innlendir Leppar sjóðsins, og hinir argentínsku hagfræðidvergar neyddu miklum hörmungum upp á landið. Og skuldsetning Argentínu varð því sem næst óviðráðanleg vegna hinna miklu lántaka hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem síðan voru notaðar til að borga erlenda spákaupmenn út.
Þegar ekkert gekk, og þetta mikla matvælaland var á barmi hungursneyðar, velferðarkerfið í rúst, þá krafðist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn meiri niðurskurðar, sífellt minnkandi ríkistekjum átti að mæta með endanlegu afnámi velferðarkerfisins, tekjur ríkisins áttu, fyrir utan lágmarks ríkisumsvif, hvað varðar stjórnsýslu, her og lögreglu, að fara í vexti og afborganir af erlendum lánum.
Og svo er talað um Helför Nasismans sem eitthvað sem myndi aldrei gerast aftur. Helfarir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins drepa innviði þjóðfélaga og valda varanlegri fátækt almennings, öll grunnþjónusta eins og menntun og heilsugæsla er einkavædd, og þeir fátæku mega éta það sem úti frýs. Það er lítill munur á slíkri Helför, sem drepur hægt, og hinni sem gerði það snöggt.
Það er stigsmunur á mannvonskunni, ekki eðlismunur.
Og þessi mannvonska á Íslandi er í boði fyrstu hreinræktuðu Vinstri stjórnarinnar og íslensku verkalýðshreyfingarinnar, auk talsmanna atvinnurekanda og hagfræðidverga Íslands.
Og Andófið, það er í flugulíki.
Það er eins og þjóðin ali þann draum sér í brjósti að láta börn sín alast upp á öskuhaugum.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 357
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 5941
- Frá upphafi: 1399880
Annað
- Innlit í dag: 319
- Innlit sl. viku: 5083
- Gestir í dag: 311
- IP-tölur í dag: 309
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ómar, hvar er andófið gegn kúgurunum??? Hví er ekki búið að draga alla AGS- og Evrópubandalags-leppa og öll Icesave- fífl og fól úr embættum og stjórnum???
ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 22:28
Blessuð Elle.
Vill fólkið ekki læra "the hard way".
En ég tók mig loksins til og las mér til um efnið og samsvaranirnar eru sterkar.
En við erum á öðrum fasa, eigum eftir að samþykkja lánin og stefna síðan fólki á öskuhaugana.
Og hvað svo????
En rifjaðu upp alla lygina sem þú hefur heyrt um útskúfun Argentínu úr alþjóðlegu samfélagi, um hina meintu stöðnun þar og algjöran skort á erlendri fjárfestingu.
Og hið þveröfuga gerðist.
Og núna þarf að koma þessum upplýsingum inn í umræðuna Elle.
Ég er búinn með mína skyldu.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 22:59
Sæll Ómar.
Það vill svo til að ég var í Argentínu í nóvember 2005 til janúar 2006 og heyrði ekkert af neinu volæði þar. Gengið var jú lágt, en það þýddi líka góðar fréttir fyrir útflutninginn og það vantaði ekkert á erlendar fjárfestingar. Lífið virtist ganga sinn vanagang hjá þessari stoltu og ástríðufullu þjóð. Ég eignaðist nokkra vini þarna úti sem segja mér að allt hafi gengið bara vel síðan ég var þarna.
Kveðja úr austri, Sigurjón
Sigurjón, 26.11.2009 kl. 18:00
Þetta er málið og við eigum að taka Argentínumenn okkur til fyrirmyndar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.11.2009 kl. 19:52
Blessaður Sigurjón.
Takk fyrir þessar upplýsingar, hinu þveröfuga er haldið hér fram af Riddurum Heimskunnar. Það tjáir sig varla svo maður um Frostaveturinn næstamikla, að hann vari ekki við því að við endum eins og Argentína. Stóra lygin er sú að það sé ekkert líf eftir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Argentínumenn sönnuðu hið gagnstæða. Þú ert þarna seint á árinu 2005, og sást engin ummerki um Öskuhaugahagfræði IFM, en ég var að vitna í fréttir frá 2002 og 2003. Ótrúleg umskipti og sýna þann kraft sem býr í fólki ef það fær frið fyrir erlendum ræningjum.
Vonandi losnum við við þá líka sem fyrst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 23:40
Blessaður Högni.
Mikið sammála þér. Fólk og samfélag þess á alltaf að vera í fyrsta sæti. Vissulega þarf að greiða þeim sem greiða ber, en eftir svona Kreppu, þá þarf að gera það á forsendum þjóðarinnar, ekki spákaupmanna og handrukkara.
Og ef atvinnulífið fær frið til að dafna, þá er eftirleikurinn auðveldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 23:44
Sæll Ómar,
mjög góður pistill hjá þér. Ég tel að Steingrímur ætti að lesa hann nokkrum sinnum fyrir háttinn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.11.2009 kl. 21:38
Takk Gunnar.
Og þessar staðreyndir eiga að fara víða. Það mætti til dæmis einhver góður penni, sem er ekki eins áreytinn og ég (sleppt þessum með íslensku kolleganna) endurrita þennan pistil, afla sér meiri upplýsinga, og birta hann í Morgunblaðinu.
Eins og þú veist erum við nokkur sem höfum sterklega varað við óráðum IFM, en við litlar undirtektar kjaftastétta landsins, viðkvæði hefur alltaf verið að þá fari allt til andskotans. En staðreyndirnar tala sínum máli, leið "kjaftastéttanna" er leið örbirgðar og fátæktar. Og dæmin sanna það, hvar sem borið er niður.
Og hið augljósa, sem strax var bent á í upphafi, er sú leið sem kemur okkur út úr örbirgðinni á stuttum tíma, án mannfórna og blóðfórna eins og leið IFM er.
Og þetta á allt félags og vinstrifólk að vita, og allir heiðarlegir íhaldsmenn líka.
En það vita það samt fáir, því rödd skynseminnar nær ekki athygli þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.11.2009 kl. 22:21
takk fyrir mjög góðan pistil - hef dreift honum á facebook - vona að sem flestir gefi sér tíma til að lesa hann.
Birgitta Jónsdóttir, 29.11.2009 kl. 10:37
Takk fyrri Birgitta.
Ég held að hvöss umræða um þessar sterku samsvaranir á milli þess sem gerðist í Argentínu á sínum tíma, og það sem er að gerast hérna, ásamt því hvað Argentínumenn þurftu að gera til að snúa Helförinni við, gæti orðið viss vendipunktur í umræðunni.
Vísa þar til samlíkingar Jóhönnu Sigurðardóttir um frostaveturinn mikla. Blessuð manneskjan talar af augljósri vanþekkingu, því hennar helstu ráðgjafar virðast mjög illa lesnir um samtímasögu, og hvað þá nýjustu straumanna í "kreppuhagfræði". Sem er svo aftur skýringin að þeir telji sig hafa styrk til að hundsa ráð Lilju Mósesdóttur og Jóns Daníelssona, en hlusta því mun meir á menn eins og Jónar Haralz, sem er ennþá á miðri síðustu öld, þar sem hann hafði margt þarft til málanna að leggja, og síðan Þorvalds Gylfasonar, sem bæði hefur sýnt ótrúlega siðblindu í málflutningi sínum, sem og hitt farið ítrekað rangt með staðreyndir.
Og af hverju halda menn að þeir Stiglitz, Hudson og þeir Galbraith og Black séu að benda okkur á þær ógöngur sem við erum að lenda í ??? Hverra hagsmuna hafa þeir að gæta???? Annað en að ofbjóða að enn eitt landið sé að lenda í mannfórnum vegna IFM????
En ég vil benda á að þessi pistill er lokahluti 4 pistla seríu, ég undirsting hana með pistli 23.11 sem heitir "Jú víst er hægt að gera Ísland byggilegt aftur"og rifja þar upp grein Hudson í Fréttablaðinu frá því í vor. Síðan eru það pistlar mínir þrír frá 25.11 sem allir eru kenndir við Öskuhaugahagfræðina. Lesist þessir pistlar í samhengi þá ættu öllum að vera ljóst hvert stefnir með óbreyttri stefnu stjórnvalda.
Og það er skelfileg framtíðarsýn, og mun krefjast mikilla fórna fyrir almenning að vinna sig út úr. Og þetta er ekki skoðun, þetta er rökstudd skoðun. Eitthvað sem stjórnarsinnar virðast ekki þekkja til, því ekkert í þeirra málflutningi er rökstutt með tilvísan í staðreyndir sem standast gagnrýna umfjöllun.
En mikið takk Birgitta fyrir skelegga ICEsave Andstöðu. Og baráttukveðjur til ykkar í Hreyfingunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2009 kl. 20:26
Það er að koma að þjóðarhreinsunum við verðum að byrja á alþingi og stokka upp á nítt. Menn eins og Þór Saari eru lykilinn.
Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 21:18
Ég verð að spurja, hvað er IFM? Ertu að tala um IMF? Er hægt að taka mark á manni sem veit ekki hvað það heitir sem hann er að reyna að dissa?
Pétur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:04
Pétur, hefur þú aldrei mismælt þig?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.12.2009 kl. 22:07
Aldrei þrisvar í röð nei.
Pétur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:22
Högni sveitungi. Ætli sé ekki rétt að taka fram að þessi lesning sé ætluð hugsandi fólki en ekki innhaldslausu þegar er verið að vísa á þessa góðu úttekt hanns Ómars.
Umrenningur, 3.12.2009 kl. 22:59
Argentínumálið er flóknara en kemur hér fram.
Skoðiði líka hvað gerist þegar þjóð defaultar, þ.e. hvað verður um skuldirnar
Default er alltaf síðasta úrræði. Neyðarbrauð. Það er marg búið að fara yfir þetta. Ísland er ekkert á þeim tímapunkti að dafault tal sé tímabært. Skil ekki þessa þrá sumra eftir defaulti. Engu íkara en það sé síðasta haldreipi manna til neita að standa við lagalegar skuldbindingar landsins varðandi innstæðutrggingar á EES svæðinu.
Auk þess er Argentína og Ísland enganvegin sambærileg.
Heil heimsálfa vs einangruð eyja.
Skðið líka tengsl Venesúela og Argentínu
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 23:02
Lélegt innlegg Pétur og hreinn tittlingaskítur að benda á bráðan vísifingur vinstri handar sem vill pikka á undan vísifingri hægri handar og draga af því þá ályktun að á viðkomandi sé ekki mark takandi.
Guðný (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:09
Er nú ekki "defaultinn" sjálfur mættur á svæðið með öll sín rök. Þú getur kannski uppfrætt okkur fávísann almúgann Ómar Bjarki.
Umrenningur, 3.12.2009 kl. 23:11
Heill og sæll; Ómar Geirsson, horski varnarmaður lands og lýðs !
Og; komið þið sæl; þið önnur, hér á Ómars síðu !
Gott fólk !
Ég bið ykkur; að fyrirgefa - sem forláta Ómari Bjarka Kristjánssyni, allar hans ambögur og steigurlæti, blessuðum.
Vísindamenn; sem fjölfræðingar margir kynnu að ætla - að Ómari Bjarka hafi verið fyrirhuguð vist / í einhverju,, mjög fjarlægu sólkerfi, en, fyrir hugvitssemi snjallra manna, hafa sönnur fengizt fyrir því, að hann hafi, BRENNIMERKTUR verið, hinu háloflega Fjórða ríki skrifræðis Nazistanna, (ESB) suður á Brussel völlum, nánast, við fæðingu - og hafi þeir Barroso og Rehn verið marka vottar hans - og tilsjónarmenn um, að ekki skeikaði 1 °, því aldrei má efast um nákvæmni þeirra Brusselinga, eins og strika merkja flóra EU landanna vottfestir bezt, gott fólk.
Því; skulum við, ófullkomin, og ESB með öllu óverðskulduð, fyrirgefa Ómari Bjarka, þessa dýrðlegu náðargáfu - hverja; hann öðlaðist þar syðra, á unga aldri.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:37
Pétur, veistu stundum er betra að bölva í hljóði ef eitthvað fer í taugarnar á þér.
Frábær grein hjá þér Ómar. Er ekki hægt að fá einhvern háskólann til að láta viðskipta/fjármál nemana sína gera ritgerð um AGS?
Ekki gleyma Jamica, þeir eru ekki mjög kátir með AGS http://www.youtube.com/watch?v=hdpwkjDw3Fk
Teitur Haraldsson, 3.12.2009 kl. 23:46
Óskar. Alltaf góður og uppfullur af kærleika ekki vantar það. Ég verð þá víst að gera eins og góður nágranni bíður og fyrirgefa Ómari Bjarka hanns náðargáfu.
Umrenningur, 3.12.2009 kl. 23:50
Það vita ekki allir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og sú valdaklíka á bakvið hana eru bara birtingarmynd hins efnislega valds hér á jörðu. Svo er einnig með mest allar ríkisstjórnir. Þetta er hins vegar "Alþjóðlegur" sjóður og Alþjóðabanki sem standa á bakvið þetta og þetta eru einkafyrirtæki. Þeir vilja einfaldlega salsa undir sig allan heiminn og hvenær ætlar almenningur á Íslandi eiginlega að vakna? Hvernig væri að dreifa þessu til Alþingismanna? Þetta er bara spurning um að læra af reynslunni sem mannkynið virðist mjög seint ætla að læra. Reynla annara þjóða af AGS er alls ekki góð.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 00:45
Þetta er nú ljóta bull-greinin. Svo eru þingmenn farnir að dreifa þessu á facebook án þess að spá í hvort nokkuð eigi þarna við rök að styðjast. Jahérna.
Þorfinnur (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 05:53
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Fyrirgefið hvað ég kem seint inn en gærdagurinn fór í púst eftir Ögurgreinasafn mitt. En ég sé að ég var heppinn að hafa ekki tekið Áfengisvarnarmannaáhugamannasamtök Íslands fyrir í skammargrein í tilefni orða Gunnars Smára útrásarvíkings og sérstaks áhugamanns um skuldaþrældóm þjóðarinnar í Silfrinu á sunnudaginn. Þá hefðu áhugamenn um Vaðlvísku glaðst mikið við ítrekaðar skammstafanir mínar um SSÁ.
En þið heiðursmenn Þorfinnur og Pétur eru gott dæmi um styrk rökræðu ríkisstjórnarflokkanna á Alþingi þessa daganna, leiftrar af ykkur rökfestan og málefnastyrkurinn.
Sigurður og Teitur, tek undir orð ykkar. Gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að uppistöðu af siðferðisrótum spunnin, tel að svona illska eigi að vera einhversstaðar vel geymd í fúadíki á öskuhaugum sögunnar eins og Rannsóknarrétturinn og útrýmingarbúðir. En hagfræði þeirra er ekki að virka og sjóðurinn hefur verið í nauðvörn á undanförnum árum, að honum hefur beinst hörð gagnrýni frá vinstri og hægri, og hann er allstaðar fyrirlitinn og hataður þar sem hann hefur stungið niður fæti. Aðeins verndarhönd USA og ESB (eða var það EBS?) hefur haldið hlíðarskyldi yfir stjórnendum hans. En hvernig er það?, hata ekki allir þorpshrottann nema móðir hans?????
Blessaður Óskar, alltaf gaman að fá þína fornu en kjarnyrtu íslensku inn á þessa síðu. Og takk fyrir hvatningarorð þín. Og ég er mjög ánægður að þú skulir fyrirgefa Nafna mínum. Hann kom hér stilltur og prúður inn á síðuna og honum til heiðurs þá ætla ég í anda jólaandanna að helga honum málefnalegt og siðprútt svar hér á eftir, þegar ég hef lokið af smá pistli til heiðurs skuldaþrældómsaðdáenda úr röðum Andstöðunnar. Verð að semja hann áður en ég gleymi hvað var það sem pirraði mig í pistli Hönnu Láru í morgun (eða var það Lára Hanna?). En baráttukveðjur til ykkar í Árnesþingi, megi grunnfáni ykkar rísa á Austurvelli þegar uppreisn þjóðarinnar hefst gegn kúgurum okkar.
Og Sigurður, Umrenningur og Högni, og Guðný, takk fyrir innlitið og varnir þegar ég var viðlátinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 09:11
Blessaður Nafni, fyrirgefðu töfina.
Að endursemja um sínar skuldir er ekki hræðilegt , hvorki hjá ríkjum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Slíkt er ekki endalok eins eða neins, en óviðráðanlegar skuldir eru það.
Og viðskipti eru þar sem viðskipti er að hafa. Í landi eins og Rúmeníu fyrir um 30 árum síðan, var lítið um viðskipti, því tekur þjóðarinnar fóru í afborganir af erlendum skuldum. Í Afríku (alhæfing) er lítið um viðskipti, og lítið um framþróun. Arfur kalda stríðsins var spilltir stjórnmálamenn og einkaskuldir þeirra. Vextir og afborganir af þeim fóru úr landi, á meðan höfðu stjórnvöld flestra Afríkuríkja ekki fjármagn til byggja upp innviði sinna ríkja. Og við þvoðum samvisku okkar með því að senda þeim hjálparböggla, í stað þess að gera þessum þjóðum kleyft að bjarga sér.
Og Argentína var komin í þá stöðu að stærsti hluti af tekjum ríkisins fór í vexti og afborganir. Þegar Argentínu einhliða tóku þá ákvörðun að breyta leikreglunum, þá fengu þeir þessa ályktun á sig: "that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, and impose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment." Taktu eftir því nafni að ég feitletra lán og fjárfestingar.
Þetta er kjarni í hræðsluáróðri þínum, hræðsluáróðri sem þú hefur lapið upp eftir spunakokkum Samfylkingarinnar. En eins og ég sagði þér þá eru viðskipti viðskipti og peningar koma þangað þar þeir geta vaxið og dafnað, "and the return of foreign investment (which brings fresh currency from abroad) after the successful restructuring of about three quarters of the external debt". Svo ég þýði þetta yfir á íslensku þá er þeim sem ætla að fjárfesta í arðbærum atvinnurekstri drullusama um örlög spáfjárs vogunarsjóða, hafa trúlega sömu skömmina á því og við hin.
Af hverju heldur þú nafni að það sé ekki þverfótað fyrir byggingarkrönum á baðströndum Kúbu, þrátt fyrir viðskiptabann Bandaríkjanna á landið???? Heldur þú að það sé út af hinu góða lánsmatseinkunn kommúnistanna?????
Það held ég ekki, viðskipti eru þar sem viðskipta er að hafa. Og einu viðskipti skuldaþræls eru þau að hann á það til að ganga kaupum og sölum. En annars þrælar hann bara fyrir sínum skuldum við vonlausan aðbúnað. Það er ekkert flóknara en það ef þú og þínir líkar komast upp með skuldaásetning ykkar.
En hvað fleira á ég að segja við þig? Þér finnst málefni Argentínu séu flóknari en svo að þau rúmist í svona örgrein. Og veistu hvað, ég er sammála þér í því. Hefði ég nennu til þá gæti ég dælt inn mörgum greinum í viðbót sem taka á þeim bábiljum, blekkingum og lygum sem fólk lætur spunakokka matreiða sig á.
Það er engin tengsl milli Argentínu og Venezuela. Nema þá í hugum trúgjarna fórnarlamba hins fyrirhugaða skuldaþræls. Argentína nýtur virðingar í Suður Ameríku, og það er ekki lengur veikburða fórnarlamb heimsku og óstjórnar. Og svo megum við heldur ekki gleyma því að tugmilljóna Suður Ameríkumanna lítur á Chávez sem ötulan leiðtoga gegn ofríki siðlausra fjármálamanna hins vestræna fjármálakerfis. Það er nefnilega fullt að fólki sem áttar sig á því að siðlaus græðgi og mannfórnir eru ekki hin eðlileg skipan heimsviðskipta. Fólk ætti því að hugsa sinn gang um ástæður þeirra vinsælda í stað þess að taka gagnrýnislaust undir þá trúðsímynd sem vestrænir fjölmiðlar draga upp af honum.
Því jörðin er ekki flöt þó reynt sé að telja okkur um það.
Og vissulega eru Argentína og Ísland ekki sambærileg. Enda var því ekki haldið fram í þessari grein. En sú heimska sem næstum eyðilagði Argentínu, hún er sambærileg við þá heimsku sem þú og þínir vilja neyða upp á þjóðina. Og hlutskipti okkar mun verða það sama og var í Argentínu meðan heimskan réði þar för.
Því eðli heimskunnar og afleiðingar hennar er sammannleg. Og ég held að það gildi líka ef Marsbúar ættu í hlut.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 12:11
Sæll Ómar og þið öll.
Það mætti bæta því við að flest, ef ekki öll Suður-Ameríkuríki (eða öllu heldur íbúar þeirra) eru að átta sig á því að kverkatak Bandaríkjanna á latnesku Ameríku er óþolandi og fyrir löngu tímabært að sýna BNA í tvo heimana og reka þeirra áhrif úr löndum þeirra. Mexíkanar eiga t.d. heilmikil viðskipti við Kúbu, svo dæmi sér nefnt. Reyndar ekki Suður-Ameríka, en engu að síður dæmi um samvinnu latnesku Ameríku. Ég hef fulla trú á því að ríkin sunnan Bandaríkjanna muni í framtíðinni efla samvinnu sín á milli og losna á endanum við áhrif Bandaríkjanna. Þau þurfa bara að vilja það...
Kveðja úr austri, Sigurjón
Sigurjón, 4.12.2009 kl. 16:02
Blessaður Sigurjón og takk fyrir þín fróðlegu innlegg.
Þó ég sé þokkalega lesinn, þá hef ég ekki neitt frá fyrstu hendi. Innslög þín sannfæra mig um að ég sé að reyna að segja réttu hlutina, þó vissulega megi deila um framsetninguna og orðalagið. Það er þannig að hugsunin getur verið rétt þó tjáning hennar sé ófullkominn.
En það verður einhver að brjóta þagnarmúr þeirrar lygi sem okkur er boðið upp á. Eins og þú bentir réttilega á í fyrra innslagi, þá á gott og stolt fólk heima í Argentínu. En tónninn hér heima hjá kjaftaelítunni er sá að þetta sé einhver lúsera lýður, og það er rangt.
Riddarar heimskunnar geta notað annað dæmi en Argentínu til að ljúga ICEsave upp á þjóðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.