Öskuhaugahagfræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gunnar Tómasson, okkar virtasti hagfræðingur af eldri kynslóðinni, hefur ítrekað varað við þeim Óráðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur neytt upp á þjóðina.

Ísland lenti í erfiðleikum og þurfti hjálp.  Hjálpin bauðst ekki nema gegn algjöri hlýðni við yfirstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum efnahagsmálum.  Og skilyrði sjóðsins er sama klassíkin og sjóðurinn hefur orðið alræmdur fyrir síðustu tvo áratugina, eftir að frjálshyggjutrúboð Friedmans náði þar yfirhöndina.  

Helstu óráðin eru þrenn, tafarlaust jafnvægi í ríkisútgjöldum með skattahækkunum og niðurskurði ríkisútgjalda, vaxtahækkun ásamt háum gjaldeyrislánum til að halda uppi óraunhæfri gengisskráningu, og algjör forgangur greiðslan erlendra lána.

Og niðurstaða sjóðsins er þrautreynd; Atvinnuleysi, fátækt, gjaldþrot, eyðilegging velferðarkerfis og sala almannaeigna.

Þessi hagspeki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur oft verið kennd við hagfræði öskuhauganna vegna hinna algengu afleiðinga hennar á líf almennings, sem ekki bar ábyrgð á gáleysislegri fjármálastjórn eignaelítunnar, en fékk sendan reikninginn með kveðju frá Alþjóðasamfélaginu (lesist Bandaríkjunum og ESB). 

Hér á eftir ætla ég að vitna í nokkur fréttabrot frá Argentínu sem útskýra af hverju Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er fyrirlitinn um alla Suður Ameríku.

JOSE Peres og Maria kona hans hafa ellefu hungraða munna að metta. Þess vegna fara þau í viku hverri á stærsta grænmetismarkaðinn í Argentínu og láta greipar sópa í ruslagámunum.

Skammt frá ruslagámunum sem Peres-fjölskyldan er að róta í hefur gráguggnum manni í hermannajakka þegar tekist að safna saman kartöflum og káli í lítinn pott sem sýður í yfir eldi.

"Þetta jafnast auðvitað ekki á við þá hungursneyð sem er í Afríku," segir hann. "En þetta er Argentína sem hefur aldrei áður verið til. Fólk sveltur heilu hungri, er vannært.

GUILLERMO Guerrero er atvinnulaus og hungraður. Hann brettir upp skyrtuermarnar um leið og hann gramsar í ruslatunnunni í leit að einhverju ætilegu. Ekki langt frá eru þau mæðginin Marisa Demitri og Adrian, 11 ára sonur hennar, að róta í rusli, sem sett hefur verið út á götu. Í því eru matarleifar og kannski eitthvað, sem hægt er að selja.  Þegar degi hallar í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, fara þúsundir manna eins og þau Demitri og Guerrero á kreik.

Marcos Benitez er einn í þessum hópi, fyrrverandi háskólastúdent. Fyrir hálfu ári vann hann á heilsugæslustöð og lagði stund á lyfjafræði. Þá hrundi gengi gjaldmiðilsins og stöðinni var lokað.  "Námið verður að bíða betri tíma," segir Benitez. "Nú snýst allt um að finna einhvern mat ofan í mig og mömmu og pabba. Þau eru líka atvinnulaus."

 Svona voru lífskjör tug þúsunda í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu þegar var komið fram á árið 2002, eftir að fölsk lífskjör, byggð upp með alltof háu gengi pesosins, hrundu árið 1999.  Gjaldþrot, atvinnuleysi, fátækt, og hin mikla aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fólst í því að lána landinu tug milljarða dollara svo hægt væri að skrá gengi peosin tímabundið mjög hátt, á meðan erlent spáfé losnaði úr landi.  Síðan hrundi gjaldmiðillinn, fyrirtæki urðu gjaldþrota og tekjur ríkisins fóru í afborganir af erlendum lánum.

Sama hefur gerst annarsstaðar þar sem sjóðurinn hefur látið til sín taka.

Og það er við þessum örlögum sem þeir James K. Galbraith og William K. Black eru að vara við.

Og um varnaðarorð ætla ég lítillega að fjalla um í næsta pistli.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vara við flótta fólks úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband