Þeim er ekki borgað kaup fyrir að ljúga.

Þess vegna varar IFS Greining áfram við gengisáhættu ICEsave samningsins.  Þetta orsakasamhengi er öllum ljóst, líka menntaskólakrökkum sem taka sinn fyrsta áfanga í hagfræði.

En starfsmönnum ríkisráðuneyta og Seðlabanka er borgað kaup fyrir að ljúga að þjóðinni.  Og hafa þar með brugðist embættisskyldum sínum og skyldum sínum gagnvart náunganum.  

Við megum ekki gleyma því að þetta sama fólk fullyrti gegn vönduðum útreikning hagfræðings Eldri borgara, gegn vönduðum útreikningum Stefáns Ólafssonar prófessors, og gegn vönduðum útreikningum OECD, að skattbyrði í Íslandi hefði ekki aukist.  Svo ég vitni í fleyg orð fyrrverandi fjármálaráðherra í Kastljós viðtali, "þá jókst hún víst", þá er ekki um það deilt í dag.  

Samt laug þetta fólk í þjóð sína vegna þess að það fékk borgað fyrir það.

Þetta er líka sama fólkið og sá engar hættur við sjóndeildarhringinn í aðdraganda bankahrunsins.  Það var endalaust hægt að kalla fram  jáskýrslur um að þetta væri hin nýja framtíð Íslands sem framtíðarvelmegun þjóðarinnar myndi byggjast á.  Og uppklapparar græðgiþjóðfélagsins gátu endalaust kallað fram þöggun á gagnrýnisröddum.

Því ærulaust fólk vann fyrir sínu kaupi, og laug að samborgurunum sínum.

Og þetta fólk er ennþá að ljúga.  Húsbóndahollustan er algjör, en það eins sem það gleymir að það eru ekki skattpeningar Gylfa, Steingríms og Jóhönnu sem standa undir launum þess.  Það eru skattpeningar okkar.

Þess vegna býr það ótryggt atvinnuöryggi.  Þjóðin gæti alltaf tekið upp á því að losa sig við kvalara sína.

En það vantar víst alltaf talnaglöggt fólk í vinnu hjá stjórnvöldum Norður Kóreu til að reikna út hinn mikla hagvöxt þar og útskýra fyrir sveltandi fólki að það hafi það svo gott.  Lygareynslan frá Íslandi gæti því verið góð meðmæli.

En hvað hefur íslenska þjóðin gert þessum trúu vinnumönnum stjórnvalda.

Á þetta fólk engar fjölskyldur og vini?

Kveðja að austan.


mbl.is Vara við gengisáhættu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátlegt að Icesave-niðingar skuli enn fá að hanga þarna við völd og plana alla hrikalegu Icesave-skattana á okkur.   Held þau ættu að drífa í að víkja áður en þau verða dregin út á tún og stytta Jóns Sigurðssonar gnæfa yfir skömm þeirra. 

ElleE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Hinn möguleikinn er alltaf sá að það vitkist.  Eða þjóðin vitkist, og dragi það út á tún.

Þeirra er valið, annars eru það öskuhaugarnir.

En annars veit maður aldrei, kannski var það bernskudraumur háskólamenntaðra VinstriGrænna að enda á haugunum til að skilja betur bakgrunn sögunnar um Oliver Twist?

Eitthvað gengur blessuðu fólkinu til að svíkja hugsjónir sínar og gerast aftanítossar alþjóðlegra handrukkara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 500
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 6231
  • Frá upphafi: 1399399

Annað

  • Innlit í dag: 423
  • Innlit sl. viku: 5278
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband