Heimskra manna ráð.

Eru þau ráð sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gert að sínum.

Sá hluti almennings sem ræður við sína drykkju, hann dregur úr neyslu því þú eyður ekki þeim pening sem þú átt ekki.  Þó mun hluti áfengisneyslunnar leita í heimaframleiðslu, hvort sem það er eigin, eða annarra.  Eins mun fólk aftur rækta sambönd sín við smyglara.

Afleiðing, minnkandi tekjur ríkissjóðs.

Sá hluti almennings, sem ekki ræður við drykkju sína, hann mun neyta áfram.  Og hann mun draga úr annarri eyðslu, til dæmis útgjöldum vegna barna sinna.  Þessi hópur mun skila meira til ríkisins, en börn þessa hóps mun þjást.  En þau munu samt ekki þurfa að hafa áhyggjur, hin góða manneskja, Jóhanna Sigurðardóttir skipaði hóp nokkurra háskólakvenna, sem vantaði aukavinnu, og kallaði hann velferðarvaktina.  Þessi hópur mun senda vanræktum börnum áritað samúðarkort með mynd af forsætisráðherra þar sem börnin eru fullviss um að skjaldborg verði slegin um kjör þess.

Afleiðing auknar tekjur ríkissjóðs, en á móti aukin félagsleg útgjöld, er  þar sem ekki er til peningur fyrir þeim, þá skilar þetta einhverju Nettó í kassann.

Veitingahús og ölkrár, munu selja minna af áfengi, allavega löglegu áfengi.  Hvort þau fara á hausinn, er komið undir útsjónasemi eiganda sinna að útvega sér ólöglegt áfengi, en eina sem þar er öruggt, að ekki er greitt áfengisgjald til ríkisins af þeirri sölu.

Afleiðing er minnkandi tekjur ríkissjóðs, auk hugsanlega gjaldþrot heillar atvinnugreinar ásamt tilheyrandi atvinnuleysi.

Ferðamenn flykktust til Íslands vegna hagstæðs verðlags.  En slíkt var ekki sjálfgefið, aðeins á Tyrklandi og Íslandi jókst ferðamannafjöldi síðastliðið sumar.  Núna er kreppan farinn að bíta meir í Evrópu, og ríkisstjórnin vinnur markvisst af því að auka tilkostnað ferðamannþjónustunnar, auk þess að hækka verð á veitingahúsum.  Afleiðingin er fækkun ferðamanna, og þar með minni sala af áfengi til þeirra.

Og minni sala á áfengi, þýðir minni tekjur ríkissjóðs.

 

Að láta sér detta það í hug að rónar landsins drekki það mikið löglega, að þeir nái til að vega upp í móti samdrætti annarra neysluhópa, er vægast svo mjög ólíklegt.  Eins vegur þessi hækkun eins og svo margt annað, að tekjugrunni öflugra atvinnugreina sem skila miklum gjaldeyri til þjóðarbúsins.  Hvort sé komi yfir þolmörk þessara atvinnugreina, veit ég ekki, en talsmenn veitingahúsa og ölstofa hafa miklar áhyggjur.  

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru eins og bóndans, sem gat ekki beðið eftir að lömbin kæmi að fjalli, heldur sótti hann þau snemmsumars og lagði inn í kaupfélagið.  Þessi bóndi var ekki langlífur í búskap. 

Ráð hans þóttu heimskra manna ráð. 

Kveðja að austan.

 


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband